Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 7
Mannanðnrinn er mikilvægasta hráefnil Aðilar vinnumarkaðarins taka virkan þátt í mótun og uppbyggingu starfsnáms í Danmörku, bœði í iðnskólunum ogfullorðinsfrœðslunni. Aðilar vinnumarkaðarins í Danmörku hafa lengi haft fræðslu og menntun á stefnuskránni. Þeir segja að fræðslan sé sameiginlega á ábyrgð allra og til hagsbóta fyrir bæði atvinnurekendur og launafólk. Bæði verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur taka virkan þátt í mót- un og stýringu fræðslumála f samstarfi við ríkisstjórnina. Danska aðferðin í starfsmenntamálum getur orðið fyrirmynd að starfi okkar, segja for- svarsmenn Verkamannasambandsins og Sam- bands iðnverkafólks sem hafa látið þýða og tal- setja myndband um dönsku aðferðina. Mynd- bandið hefur nú verið sent til allra landssam- banda ASI og auk þess til samstarfsnefndar um starfsmenntun í menntamálaráðuneytinu og fræðslusviðs Iðntæknistofnunar. Danir líta á mannauðinn sem eitt helsta hrá- efni þjóðarinnar. Það er álitið vera í þágu allra að viðhalda samkeppnishæfni atvinnulífsins og því hafa ráðuneyti atvinnumála og aðilar vinnu- markaðarins með sér nána samvinnu um að varðveita þennan auð. A þessum áratug hefur mikil þróun verið í gangi í dönskum fyrirtækjum. Þau þurfa á sveigjanlegu vinnuafli að halda sem getur tekist á við ný verkefni og tekið á sig ábyrgð. Eftir- spumin er sívaxandi eftir hæfu starfsfólki. Fólk sem er á vinnumarkaði lítur á fræðslu og menntun sem leið til að fá betri störf og til að hafa áhrif á vinnustað sínum. Þeir sem em án vinnu líta á menntun sem leið til að búa sig undir að taka þátt í atvinnulífinu á nýjan leik. Þetta kallar á mikla eftirspurn eftir fræðslu, fræðslu sem gefur aðlögun, sveigjanleika og fagkunnáttu og byggir upp starfsfólk sem getur tekist á við ný verkefni. Fræðslan gefur einstak- lingnum um leið aukna möguleika þar sem hann getur byggt áfram á þeirri menntun sem hann fær. AMU-miðstöðvar og iðnskólar Iðnskólar í Danmörku eru 120 og þar skiptist námið í verklegt nám, þjálfun á vinnustað og fræðilegt nám. 24 svokallaðar AMU-stöðvar em í landinu en það em miðstöðvar fyrir kerfis- bundna starfsfræðslu fullorðinna. Þar em í boði námskeið og framhaldsnámskeið fyrir þá sem em með litla starfsmenntun og einnig námskeið fyrir atvinnnulausa. í AMU-stöðvunum er byggt á reynslu þáttakenda sjálfra og er gert ráð fyrir markmiðasetningu og rammastjórnun í stað nákvæmra kennslufræðilegra áætlana. Ár- angurinn skilar sér í þróun fyrirtækjanna og AMU stöðvanna og þeim skilningi sem skapast varðandi menntun. Þörfin fyrir fræðslu hefur farið vaxandi í Danmörku á sl. 50 árum og ríkisvaldið hefur mætt henni með því að setja upp fræðslukerfi. Starfsfræðslukerfið samanstendur af fræðsluá- ætlunum á vegum vinnumálaráðuneytisins og menntunaráætlunum á vegum menntamálaráðu- neytisins og er hvort tveggja í boði bæði í AMU-stöðvunum og iðnskólunum. Sett hefur verið upp sérstakt kerfi til að tryggja þátttöku aðila vinnumarkaðarins. AMU- stöðvunum og verkmenntaskólunum á hverjum stað er stjómað af nefnd sem að nrestu er skip- uð aðilum vinnumarkaðarins. Menntamálaráðu- neytið nýtur fulltingis bæði starfsmenntunar- og fræðsluráða og ýmissa starfsgreinaráða sem tengjast því en fræðslu- og starfsgreinaráðin fá ráðgjöf frá aðilum vinnumarkaðarins sem eiga sæti á báðum stöðurn. Þetta tryggir stöðugt flæði upplýsinga um þarfir og stöðu hverrar starfsgreinar. Yfirvöld atvinnumála hafa starfandi atvinnu- málanefndir sem sjá um að miðla úrræðum og eru í tengslum við fræðslunefndirnar, hver á sínu sviði. Ráðuneytið ber ábyrgð en aðilar vinnumarkaðarins gegna lykilhlutverki varð- andi aðalnámskrá. Þeir bera einnig ábyrgð á faglegu innihaldi námsins og sjá urn að setja innlendan staðal fyrir löggildingu. Danska aðferðin Aðilar vinnumarkaðarins hafa oft sameiginleg- an skilning á mikilvægi fræðslu og menntunar og starfa í samræmi við það. Þátttaka þeirra við rnótun og stýringu starfsmenntunar er þekkt sem danska aðferðin. Þátttaka þeirra í fræðslu- ráðunum og starfsgreinaráðum fær formlega staðfestingu í lögum og reglugerðum og með henni hafa aðilar vinnumarkaðarins skuldbund- ið sig til að vinna að þróun nýrra námskeiða og AMU-stöðva eða námskrár í iðnskólum ef sér- stakar ástæður krefja. A sl. árum hefur til dæm- is'skapast mikil þörf á því sem nefna má gmnn- þekkingu sem getur verið atriði á borð við per- sónulega ábyrgð, námshæfni eða samstarfs- hæfni. Allar fræðslustofnannir hafa nú tekið slíka hluti upp. Danir flokka fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn sem lítil en meðalstór ef starfsmenn em færri en 200. Það er oft erfitt fyrir lítil fyrir- tæki að finna tíma og fjármuni fyrir kerfis- bundna fræðslu starfsmannanna og því ákváðu aðilar vinnumarkaðarins að hrinda af stað sér- stöku átaki fyrir lítil fyrirtæki sem gæti komið að jafngóðu gagni í þeim stóm. SUM verkefnið, markviss uppbygging starfsmanna, er gott dæmi um samstarf aðila vinnumarkaðarins. Það leiðir í ljós þörfina á menntun og hæfi á hverjum stað og í framhaldi af því er gerð áætlun um menntun starfsmann- anna og henni hmndið í framkvæmd. Skipaðir hafa verið ráðgjafar sem starfa með fyrirtækj- um. Þróun verkefnisins er kostuð af sérstökum sjóði sem stofnaður var árið 1983 af félagi danskra iðnrekenda og heildarsamtökum iðn- verkamanna. Sjóðurinn hefur styrkt margs kon- ar verkefni á sviði fræðslu og iðnmenntunar og ríkisstjómin hefur oft tekið þátt með styrkveit- ingum. SUM stuðlar að nánu samstarfi fræðslu- stofnana og fyrirtækja og gefur yftrsýn, annars vegar yfir núverandi menntun og hæfi og hins vegar framtíðarþarfir. Fræðslumiðstöðvamar nýta sér matið á þörf- irrni fyrir menntun og hæfi og skipuleggja nám- skeið út frá þessu. Vitnað er til aðferðarinnar í mörgum viðskiptakerfum sem byggja á sam- starfi og það eykur skilning á markvissri upp- byggingu starfsmanna. Almennt er viðurkennt að gæði em háð menntun og hæft starfsmanna. Aðilar vinnumarkaðarins eiga fulltrúa á öllum stigum Danska aðferðin er framkvæmd á mörgum mis- munandi stigum og aðilar vinnumarkaðarins, bæði heildarsamtökin og frá hverjum stað, koma að mörgum þáttum. Komið hefur verið upp kerfi náins samstarfs aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisstjómar landsins og er það lagalegur réttur og skylda aðila vinnumarkaðarins að sitja í ráðum þessara tveggja aðila. Þessi ráð skila síðan áliti til ráðherra. Fræðsluráðin veita ríkisstjóminni ráðgjöf um almenn atriði, til dæmis um almenn markmið og formgerð menntunar og viðmunarreglur um fræðslu. í starfsgreinaráðunum ákveða aðilar vinnumarkaðarins formgerð og innihald og setja meðal annars námskrá fyrir mismunandi námsgreinar sem síðan er lögð fyrir ráðherra. A þeim stöðum þar sem fræðslan fer fram eiga að- ilar vinnumarkaðarins fulltrúa í skólanefndum og bera ábyrgð á stjóm skólanna og fræðslu- stöðva undir yfirstjóm skólastjóra og njóta ráð- gjafar staðarnefndarinnar um framkvæmd fræðsluáætlananna. Hlutverk aðila vinnumarkaðarins er því þýð- ingarmikið þegar kemur að starfsmenntamálun- um. Samstarf allra aðila að öflugu ffæðslustarfi er talið nauðsynlegt til þess að ná hámarksnýt- ingu eins mikilvægasta hráefnis þjóðarinnar; mannauðsins. Myndbandið um dönsku aðierðina má nálgast á skrilstolum landssambandanna innan ASÍ. Hægt er að lá myndbandið lánað á skrilstolu Iðju og skrifstofu Verkamannasambandsins, Skipholti 50 C, Reykjavík. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN vekur athygli á eftirtöldum útgáfum sínum: Yfirlitsskýrslur um þjóðarbúskapinn Snemma árs gefur stofnunin út 60-70 síðna rit Þjóðarbúskapinn þar sem lýst er framvindu efnahagsmála á liðnu ári og horfum á líðandi ári. Nýjasta ritið kom út í mars 1998. Sögulegt yfirlit hagtalna kemur að jafnaði út annað hvert ár. Þar er hagþróuninni undanfarna áratugi lýst í tölum. Síðasta rit kom út í apríl 1998. Efni ritsins er einnig fáanlegt á disklingum. Annáll efnahagsmála lýsir í tímaröð helstu aðgerðum stjómvalda og atburðum á sviði efnahagsmála. Síðasta rit kom út í maí 1996 og náði yfir tímabilið 1992-1995. Þá gefur stofnunin út stutta Frétt 5 til 10 sinnum á ári um það sem efst er á baugi hverju sinni og Hagvísa mánaðarlega. Atvinnuvega- og þjóðhagsreikningaskýrslur Arlega gefur stofnunin út Arsreikninga fyrirtækja þar sem fram koma samandregnar niðurstöður úr ársreikningum 1500 til 1600 fyrirtækja í velflestum atvinnugreinum. Síðasta rit kom út í nóvember 1997 og náði til 1629 fyrirtækja árin 1995 og 1996. I Atvinnuvegaskýrslu sem einnig kemur út árlega er auk þess að finna ýmislegt annað talnaefni um atvinnuvegina eins og vinnuafl, veltu, stærðardreifingu fyrirtækja o.fl. Síðasta rit um þetta efni kom út í febrúar 1998. Meðal efnis í ritinu eru sérkaflar um sjávarútveg, iðnað, ferðaþjónustu o.fl. Nýjasta ritið um þjóðhagsreikninga er Búskapur hins opinbera 1995-1996 sem kom út í nóvember 1997. Á árinu 1994 kom út yfirlitsrit um þjóðhagsreikninga Þjóðhagsreikningar 1945-1992 en þar birtust að nokkru endurskoðaðar talnaraðir um alla helstu þætti þjóðhagsreikninga frá stríðslokum, ásamt lýsingum á þeim aðferðum sem beitt er við gerð þjóðhagsreikninga. Áður hafa meðal annars komið út í þessum flokki skýrslur um einkaneyslu, fjárfestingu og þróun þjóðarbúskaparins frá aldamótum til stríðsloka. Ritin eru til sölu hjá Þjóðhagsstofnun og 1 afgreiðslu Seðlabankans og er verð þeirra á bilinu 500 til 800 kr. hvert rit. Einnig er boðið upp á fasta áskrift að öllum útgáfunum eða hluta þeirra. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Sími: 569 9500 Kalkofnsvegi 1 Fax: 562 6540 l50Reykjavík Netfang: ths@centbk.is Heimasíða: www.stjr.is/frr/thst Vinnan 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.