Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 19
Viðhorf• Hnafn Sæmundsson fulltrúi á Félagsmálastofnun Kópavogs Förom ekkí á bás íþjóðarfjosiou Mörg mikilvæg verkefni bíða verkalýðs- hreyfingarinnar í náinni framtíð. Mörg þessara verkefna em félagslegs eðlis og tengjast hinum miklu breytingum sem em að ganga yfir „velferðarþjóðfélög“ vesturlanda sem nú eru sem óðast að stokka upp og breyta gerð þjóðfé- laganna í samræmi við þróunina og nýja heims- mynd. Líklegt er að á næstu ámm verði „félagsleg lífskjör“ í brennidepli kjarabaráttunnar. Eitt þessara verkefna sem þarf að glíma við er sú breyting á vinnumarkaði að lífeyrisaldur leng- ist. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr mun fólk fara fyrr af vinnumarkaði en áður og vegna góðra lífskjara og betri heilsugæslu og læknisþjónustu mun lífeyrisaldurinn lengjast. Fólk mun almennt eiga fleiri góð ár eftir verk- lok. Að takast á við þessa staðreynd verður eitt stærsta verkefni verkalýðshreyfingarinnar í upphafi nýrrar aldar. Hvemig haldið verður á þessum málum mun hafa áhrif á hamingju og líðan tugþúsunda karla og kvenna hér á landi. Það væri viturlegt fyrir verkalýðshreyfinguna að byrja nú þegar að gera sér grein fyrir því hvemig þessi mál standa í dag. I stómm dráttum má segja að við verkalok taki oft ekki mikið við hjá mörgu verkafólki. Um hinn félagslega hluta málsins hefur ekki verið mikið hugsað. Það sem er frekar á dag- skrá er hin efnislega hlið. Hvemig fólk getur haft ofan í sig á lífeyrisaldri. Þennan þátt hlýtur að vera hægt að leysa á næstu ámm í eitt skipti fyrir öll. Það stefnir auðvitað í þá átt með þróun lífeyrissjóðanna og í framtíðinni þarf að auka spamað á þeim vígstöðvum og dreifa ævitekj- unum meira eins og raunar er byrjað að gera. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Fólk þarf að búa sig undir efri árin og ellina fé- lagslega og byrja miklu fyrr en nú er gert. Sú staða má ekki festast í sessi að fólk sem hættir að vinna einangrist í þjóðfélaginu og byrji í raun að bíða og húka á grafarbakkanum þegar ævistarfinu lýkur. Vinnan skapar ekki lengor líkamlega þreyto Til að reyna að skýra út við hvað er átt ætla ég að segja litla sanna sögu sem er kannski nokkuð dæmigerð. Fullorðinn maður var að ljúka starfsævi sinni. Eg var í góðum tengslum við þennan mann og við ræddurn oft um verklokin og hvað við tæki. Þetta var erfiðisvinnumaður og hann var fyrir löngu búinn að fá nóg og hlakkaði mjög mikið til að setjast í „helgan stein“ og njóta efri áranna en hann hafði sæmi- legan lífeyri og góðar ytri aðstæður. Þessi mað- ur talaði oft um þann lúxus að „geta sofið út á hverjum morgni“ og svo gert allt sem hugurinn gimtist. Þetta var greindur maður og átti áhuga- mál. Ég samdi við hann um að skrifa nákvæma dagbók fyrstu dagana eftir verklokin. Fyrsti dagurinn í dagbókinni var svona: „Svaf til klukkan 11. Fékk mér bjór úr ísskápnum og byrjaði að elda. Steikti kjöt og borðaði klukkan 1. Lagði mig og svaf til 3. Fór í langa göngu- ferð. Kom heim klukkan 5. Las Kiljan í klukku- tíma. Fór svo að ganga um gólf og bíða eftir sjónvarpinu.“ Næstu daga fór þessi maður að hitta bama- böm og kunningja og fór í bíó og settist inn á bar. I öilum dagbókarfærslunum kom fyrir að hann var einhvemtíma að bíða. Smám saman rann það upp fyrir þessum manni að það em 24 tímar í sólarhringnum. Að vinnan skapaði ekki lengur líkamlega þreytu. Að vinnustaðurinn, vinnufélagarnir og það amstur sem gerist á vinnustað ver ekki lengur fyrir hendi. Að það vantaði einhvem tilgang. Eitthvert frumkvæði. Auðvitað geta menn sagt að þessi maður sé ekki dæmigerður. Gallinn er bara sá að engar raunhæfar rannsóknir hafa farið fram á lífi elli- lífeyrisþega. Og venjulegar kannanir duga ekki því hamingja Islendinga er algjör þegar spurt er um hana! Ef til vill er þó einhver vísbending sem fólk fær sem hefur um áraraðir haft sam- skipti við þá sem standa í þesurn spomm. Hvað býður? Hvað býður lífeyrisþeganna? Hvaða „tilboð" fær fólk úti í þjóðfélaginu þegar það fer af vinnumarkaði vegna aldurs? Það er raunar boð- ið uppá „félagsstarf aldraðra.“ Það gera til dæmis sveitarfélög og félög eldri borgara og raunar fleiri. Þetta félagslíf er allra góðra gjalda vert. En þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að lunginn úr þessu félagslífi er skipulagt á sama hátt. Fólk er sett á sérstakan bás. Það er skipulagt félagslíf aldraðra með öldmðum. Ekki inni í þjóðfélaginu heldur í útjaðri þjóðfélags- ins. Tugum og hundmðum karla og kvenna er safnað saman til að spila félagsvist með öðrum öldruðum. Fólki er safnað saman í ferðalög með öðmm öldruðum og svo framvegis. Vantar kannski meiri breidd í félagsstarfið? Og þetta er ekki nóg. Síðustu árin hefur fullorðnu fólki ver- ið safnað saman í risablokkir og skýjakljúfa þar sem enginn innan við sextugt býr. Hafa menn gert sér grein fyrir hvað verið er að gera fólki? Og af hverju í ósköpunum tekur fólkið ekki sjálft í taumana. Fólk á besta aldri með hestaheilsu í 10-20 ár eftir verklokin lætur sortera sig og setja á bás. Og víkur nú sögunni til Kópavogs. Árið 1983 var stofnaður lítill náttúmskoðunar- hópur sem í upphafi tengdist atvinnuleys- issakráningu í Kópavogi. Fljótlega eftir stofnun hópsins kom Asdís Skúladóttir leikstjóri og tók að sér að skipuleggja ferðimar. I 14 ár hefur Ásdís unnið með Hana nú ómetanlegt starf. Og ferðir náttúruskoðunarhópsins breyttust fljót- lega úr nátturuskoðunarferðum í ferðalög inn í þjóðfélagið. Og fólk streymdi inn í þessi sam- tök sem fengu hið undarlega nafn „Frístunda- hópurinn Hana nú“. Það væri hægt að skrifa heila bók um starf Hana nú í 14 ár og verður vonandi gert. En hér er ekki pláss fyrir þessa sögu. En það sem gerð- ist var að fólkið sjálft í Hana nú mótaði smám saman nýja hugmyndafræði. Eigin hugmynda- fræði. Þessi hugmyndafræði hefur ekki enn ver- ið mótuð í stuttan texta en innihald þess sem fólkið er að gera er einfaldlega byggt á nokkrum gmndvallar punktum í afstöðu til dag- legs lífs. Að fólk byrji að undirbúa ellina meðan það er enn á vinnumarkaði. Að eftir verkalok haldi fólk áfram að taka fullan og virkan þátt í öllu almennu félagslífi, skemmtanalífi og menningarlífi úti í þjóðfélg- inu. Að fólk láti ekki skipa sér í sérstaka bása í þjóðfélaginu. Að fólk hafi fullan sjálfsákvörðunarrétt í öll- um sínum málum. Þetta virðist ekki flókið en gjörbreytir dag- legu lífi. Skipulag frístundahópsins í Kópavogi er annars eðlis en í hefðbundnu félagsstarfi. Hana nú er lausbeislaður félagsskapur. Engin formleg aðild er að frístudahópnum. Engin stjóm. Engin félagsgjöld. Engar kvaðir nema í verkefnum sem fólk stendur fyrir sjálft að eigin frumkvæði. Eftir þessu skipulagi hefur Hana nú starfað í 14 ár. Með algjörum árangri. Starfið fer fram í klúbbum og pælingum og síðan eins og áður segir með ferðum inn í þjóðfélagið til að blandast í daglegu lífi í listum, skemmtun, menningu og öðru sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Og allt starf Hana nú er öllum opið og er aðeins viðbótartilboð til fólks í öðmm félög- um eða þeim sem heirna sitja. Engar kvaðir. Guðmundur Hallgrímsson skíðakennari og Hana nú félagi í Kópavogi lýsti starfi Hana nú nýlega í Morgunblaðinu. Hann hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði þetta í lok greinarinn- ar: „Allt sem á undan er sagt stuðlar að því að halda heilbrigðri sál í hraustum líkama og hver dagur býður upp á eitthvað nýtt og er tilhlökk- unarefni." Athygli verkalýðshneyfingapinnap vakin Þessi grein er skrifuð í málgagn Alþýðusam- bands Islands til að vekja athygli verkalýðs- hreyfingarinnar og verkalýðsfélaganna á þessu knýjandi verkefni og þeim möguleikum að geta stuðlað að álíka starfsemi eins og Hana nú í Kópavogi stendur til dæmis fyrir, eða annarri og nýrri félagslegri starfsemi. Þetta væri hægt að gera á sjálfstæðum vettvangi í starfi félag- anna og þetta væri hægt að gera í samstarfi við félög eldri borgra um land allt en það eru 45 fé- lög eldri borgara starfandi í landinu. Um leið og svona starf byrjar spryngur það út einfaldlega vegna þess hvað það er frjótt og skemmtilegt. Og eitt af því góða við starf Hana nú er að það þarf ekki að hefjast á mörgum borðum. Það er hæglega hægt að byrja með tveim einstakingum og um leið fer að hlaðast utan á. Fyrir utan starfsemi í Hana nú og starfsemi Félags eldri borgara í Kópavogi rekur Kópa- vogsbær tvö glæsileg félagsheimili, Gjábakka og Gullsmára þar sem sem unnið er eftir sömu hugmyndafræðinni og í Hana nú. Þar leggur starfsfólk áherslu á að styðja við frumkvæði gesta. Og það ánægjulegasta í þessari þróun er að nú eru að spretta upp til viðbótar sjálfstæðir áhugamannahópar þar sem fólkið tekur sig saman um áhugamál sín á eigin vegum og eigin forsendum en fær aðstöðu í Félagsheimilunum. Og til að fyrirbyggja misskilning þá er félags- starf í Kópavogi að hluta skipulagt fyrir fullorð- ið fólk. Starf sem miðar að almennri þátttöku í þjóðfélaginu er viðbót við annað félagsstarf. Eins og nefnt var í upphafi em allar líkur á að þjóðfélagið breytist mjög ört á næstu árum og áratugum. I þessari grein er aðeins reynt að drepa á einn þátt sem þarf að endurmeta: Hina félagslegu stöðu fólks á lífeyrisaldri. Þann tíma sem fólk hefur góða heilsu og getur notið lífs- ins. Hér er hvatt til þess að verkalýðshreyfmgin fari að sinna þessum þætti meira og markviss- ara. Og það er bent á eina tilraun sem gerð hef- ur verið í Kópavogi, tilraun sem er einföld í framkvæmd og hefur skilað mjög miklum fé- lagslegum árangri. I þessari grein er ekki talað um stofnana- þjónustu eða heilbrigðiskerfið. Ekki spuming- una um að fá að deyja með reisn. Það ætti ekki að setja þessi tvö verkefni undir sama hattinn í umræðunni þó að augljóst sé að frjótt og inni- haldsríkt líf frestar þörfmni á stofnanaþjónustu meira og minna. Það sem hér hefur verið talað um em félagsleg verkefni sem verkalýðshreyf- ingin gæti byrjað að vinna að strax á morgun. Um aðra þætti í öldrunarmálum ætti verklalýðs- hreyfingin að setja í gang langtímavinnu nú þegar. Ganga inn í málin af fullkominni ábyrgð og frumkvæði. Og sjálfstætt. Ekki byggja á sögu aldarinnar sem víða er dökk og sumsstað- ar kolsvört. Til dæmis em fleiri og fleiri að komast á þá skoðun að sérlög fyrir aldraða séu tímaskekkja og að það ætti að leggja þau af í framtíðinni. Einnig ætti verkalýðshreyfingin að taka mál fjölskyldunnar föstum tökum en öldrunarmálin em vissulega mikilvægur þáttur í þeim. Aldrei hefur verið gerð tilraun til að skilgreina og gera upp afleiðingar af því þegar stórfjölskyldan leið undir lok og kjamafjölskyldan tók við. Sú fjöl- skylda sem í dag tekur vitandi og óafvitandi þátt í að setja fullorðið fólk á bása í þjóðarfjós- inu, bæði félagslega og hvað búsetuform snert- ir. Þetta þarf verkalýðsghreyfingin að taka kerf- isbundið inn í sitt starf. Og ný verkefni koma stöðugt í þróuninni. Til dæmis mætti spyrja hvaða áhrif nýjasta tæknibyltingin hefur á sam- skipti kynslóðanna og líf fólkins. Gríðarleg bylting sem nær inn á hvert heimili en virðist frekar þjóna hagfræði og hagvexti en raunveru- legum hagsmunum fólks. Aldrei má stoppa. Kannski hefur verkalýðshreyfingin sofið á verðinum undanfama áratugi og lagt of einhliða áherslu á nokkuð einhliða „launa og neysluþátt“ baráttunnar. Það væm mikil mistök ef ekki yrðu raunveruleg kynslóðaskipti í hugmyndafræði verkalýðshreyfingarinnar og hún færi að vinna meira í þeim veruleikleika sem blasir við í upp- hafi nýrrar aldar þar sem ný heimsmynd blasir við. • Fólk mun almennt eiga fleipi góð ár eltir verkalok. Að takast á við pessa stað- • reynd veröur eitt stærsta verkefni verkalýðshreyfingarinnar í upphafi nýrrar • aldar. Hvernig haldið verður á ftessum málum mun hafa áhrif á hamingju og líð- • an tugpúsunda karla og kvenna hér á landi. Vinnan 19

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.