Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 27

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 27
Alþýðusamband íslands eru lang stærstu heildarsamtök á íslenskum vinnumarkaði með hátt í 70.000 félagsmenn. ASÍ er í dag byggt upp af ýmsum einingum. Við getum litið á fé- lagsmanninn, félagið hans, landssamband félagsins - og í sumum tilvikum landshluta- samband eða svæðasamband þess, og loks he'Mdarsamtökin: Alþýðusamband íslands. Ef við viljum Ifta enn lengra getum við tekið Norrænu verkalýðshreyf- inguna með, síðan Evrópusam- tök verkafólks og loks Alþjóða- verkalýðshreyfinguna. Hugsunin á bak við stéttarfélög og heildarsamtök er sú sama: Launafólk stofnar félög því það er sterkara saman en hver einstaklingur út af fyrir sig. Stéttarfélögin stofna heildarsamtök því sameinuð verka- lýðshreyfingin er sterkari en einstök félög. Báðar einingar gegna mikilvægu hlutverki og skipta launafólk miklu máli. Stóra spumingin er því: Hvert á vægi og vald hverrar einingar að vera til að hámarksárangur náist. Hvers konar verkalýðshreyfing rís undir kröfum framtíðarinnar? A sl. ári fól sambandsstjóm ASÍ skipulagsnefnd, í samráði við forseta og landssambönd, að halda fundi með félagsmönnum hreyfingarinnar um land allt. Markmið fundanna átti að vera: Að kynnast sjónarmiðum í skipulags- málum, að fá hugmyndir og ábend- ingar um það sem betur mætti fara og að efla lýðræðislega umræðu í hreyf- ingunni. Slíkir fundir hafa nú þegar verið haldnir á Norður- og Austurlandi. Á fundunum er fjallað um stöðu verka- lýðshreyfingarinnar og varpað fram spurningum um framtíð hennar. Til dæmis grundvallarspurningum um uppbyggingu, starfshætti og verka- skiptingu eininganna: Á verkalýðsfé- lag sem grunneining að hafa samn- ings- og verkfallsrétt eða samtök verkalýðsfélaga, landssambönd eða heildarsamtök? Hlutverk státtanfélaga og heildarsamtaka í dag liggur hið formlega vald hjá hverju stéttarfélagi fyrir sig, t.d. samningsréttur og verkfallsréttur. En það eru mörg verkefni sem nauðsyn- legt er að leysa í sameiningu og því hafa verkalýðsfélög myndað með sér samtök: Heildarsamtök launafólks á borð við ASÍ. Hjá ASÍ liggur hins vegar mjög lítið formlegt vald. Svarar þetta skipulag kröfum framtíðarinnar? Það er þessi spuming sem liggur til gmndvallar. Þegar leitað er svara við henni er vert að hafa í huga að hlutverk heildarsamtaka og stéttarfé- laga hefur á vissan hátt verið að breytast. Líklegt er að sú þróun haldi áfram á næstu árum því breytingar eru örar í umhverfi verkalýðshreyf- ingarinnar. Vinnumarkaðurinn er í senn að verða sveigjanlegri og al- þjóðlegri og samsetning vinnuaflsins, og þar með félagsmannanna, hefur breyst. Hlutverk verkalýðsfélaga nú til dags er margþætt. Sem dæmi má nefna: Gerð kjarasamninga, eftirlit með að samningum sé fylgt, þjónustu við félagsmenn og samskipti við önn- ur félög. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem starfa fyrir verkalýðs- hreyfinguna að stöðugt eru gerðar Félagsmaðurinn -félagið - heildarsamtökin. Hver á verkaskiptingin milli eininga verkalýðshreyfingarinnar að vera til að hámarksárangur náist? Hvar á valdið að liggja? Felst aflið ekki ífjöldanum? Verkalýðshreyfingframtíðarinnarþarfað taka til starfa en hvert er skipulag hennar? meiri kröfur til félaganna. Meðal þess sem krafist er af hverju félagi er að það sé: Lýðræðislegt og opið, virkt í félagslegu starfi, veiti góða þjónustu og sé til fyrirmyndar um vinnubrögð. Jafnvel þótt hvert stéttarfélag upp- fylli fullkomlega allar þessar kröfur og standi sig óaðfinnanlega er það staðreynd að sum verkefni verða að- eins leyst á vettvangi heildarsamtaka launafólks því þau snerta okkur öll. Meðal slíkra verkefna heildarsamtaka má nefna: Sameiginlega aðkomu að samningum, samskipti við stjómvöld landsins og alþjóðleg samskipti. Verkalýðshreyfingin á þátt í að móta launastefnu samfélagsins og hún þarf að tryggja að verkafólk fái sinn réttláta skerf. Stór hluti réttinda launafólks hlýtur að vera sameigin- legur fyrir allt launafólk. Við þurfum því að velta því fyrir okkur hvemig við mótum stefnu í sameiginlegum réttindamálum og knýjum hana í gegn fyrir alla. í þeim efnum er vert að hafa í huga að Evrópureglur ráða sífellt meiru um þróunina í réttinda- málum hérlendis. Verkalýðshreyfing- in þarf að hafa áhrif á það hvemig gildistöku þeirra hér á landi er háttað. Samskipti við stjómvöld em stór hluti af starfsemi ASI því launafólk þarf að eiga sameiginlegan málsvara gagnvart stjómvöldum. Varla getur annar aðili en heildarsamtök verið málsvari í sameiginlegum málum. Hvað alþjóðasamskiptin varðar blasir við að þau fá stöðugt meira vægi. Vinnumarkaðurinn verður sí- fellt alþjóðlegri og lög og reglur gilda á stórum svæðum óháð landamærum. Fjölþjóðafyrirtæki flytja sig milli landa og fjármagn virðir engin Ianda- mæri. Hvers konar verkalýðshreyíing rís undir krötum tramtíöar? Þá vaknar spurningin: Hvernig getur verkalýðshreyfingin brugðist við? Hvernig tryggjum við að ís- lenskt verkafólk eigi rödd sem heyrist í þessu samhengi? Annars vegar þurfum við öflug og virk verkalýðsfélög sem sinna hags- munamálum félagsmanna sinna og veita þeim góða þjónustu. Hins vegar þurfum við heildstæða verkalýðs- hreyfingu sem getur fylgt hagsmun- um launafólks eftir á landsvísu og í erlendu samstarfi. En hvernig tryggjum við styrk verkalýðshreyfingarinnar og þar með að rödd verkafólks heyrist? Það blasir við að það verður ekki gert nema með réttu skipulagi og uppbyggingu hreyfingarinnar og með fjöldaþátt- töku í stéttarfélögunum. Hvernig tryggjum við þá fjöldaaðild? Með forgangsréttarákvæðum? Með betri þjónustu? Með breytingum á skipu- lagi? Kannski þarf að endurskilgreina hlutverk stéttarfélaganna út frá breyttum aðstæðum. Það getur verið að herða þurfi kröfur um starfsemi þeirra og þjónustuhlutverk. En hver getur gert slíkar kröfur og fylgt þeim eftir? Félögin þurfa að standa undir virkri starfsemi, þjónustu og stuðn- ingi við trúnaðarmenn. Ut frá þessu þarf að skoða hvers konar félög nái bestum árangri. Hvers konar félög rísi undir merkjum. Eru stór félög lík- legri til þess en lítil félög? Er samein- ing félaga eða samstarf um rekstur og þjónustu framtíðin? Eða snýst spum- ingin fyrst og fremst um fjárhagslega getu félaganna til að sinna verkefnum sínum óháð stærð? Hvert og eitt verkalýðsfélag hefur mikið formlegt vald til að sinna brýn- um hagsmunamálum félagsmanna sinna. Heildarsamtök launafólks hafa nær einungis það formlega vald sem verkalýðsfélögin, hvert fyrir sig, kjósa að framselja þeim hverju sinni til að sinna brýnum hagsmunamálum alls launafólks. Ef til vill þarf að skil- greina verkaskiptingu þama á milli og staðsetja formlegt vald eftir verk- efnum þessara aðila. Ein stærsta spumingin í skipulags- umræðunni varðar staðsetningu valdsins. Eiga heildarsamtök að fá hluta þess valds sem félögin hafa? Á ASI að hafa formlegt vald til að beita samtakamættinum? Á ASÍ að hafa agavald gagnvart einstökum félög- um? -Til dæmis ef þau sinna ekki skyldum sínum gagnvart félags- mönnunum eða brjóta með einhverjum hætti á rétti þeirra? Umræðan heldup áfram Við þurfum að þjappa okkur saman sem heild- stætt og samstíga afl í samfélaginu. Það þarf að auka vægi, völd og áhrif verkalýðshreyfingarinn- ar. Ekki er tekist á um þetta tvennt. Hvernig styrkjum við þá heildar- samtökin svo verkalýðs- hreyfingin njóti fjöld- ans? Spurningin um hvers konar verkalýðs- hreyfing nær árangri í framtíðinni snýst að töluverðu leyti um þetta. Svörin eru ekki ein- hlít við öllum þeim spurningum sem velt er upp á skipulagsfundum ASI. En umræðan þarf að fara fram og sem flestir verða að taka þátt í henni. Sjónarmiðin eru mörg og þau þurfa að komast á fram- færi. Þegar hafa umræðuferðir ASI legið um Norðurland og Austurlands Vesturland og Vestfirðir, Suðurland og Suðumes auk höfuðborgarsvæðis- ins bíða næsta hausts og vetrar. Væntanlega verða margar hug- myndir og ábendingar komnar í safn- ið þegar ferðalögunum lýkur. En at- hugasemdimar þurfa ekki að koma fram á fundum. Allir áhugamenn um öfluga framtíðar-verkalýðshreyfingu eru hvattir til að senda hugmyndir eða athugasemdir til blaðsins. Vinnan er með netfangið bryn@asi.is og síma 581 3044. AUKIN ÖKURÉTTINDI • leigubifreið • vörubifreið • hópbifreið • eftirvagn ASÍ félagar athugið! AUKIN RÉTTINDI = AUKNIR ATVINNUMÖGULEIKAR Ökuskóli S.G. heldur námskeið til aukinna ökuréttinda allan ársins hring. Næsta námskeið hefst í Reykjavík miðviku- daqinn 25. febrúar. Okuskóli S.G. hefur útskrifað um 900 nemendur eða um 40% þeirra sem sótt hafa nám til aukinna ökuréttinda frá því námið fiuttist frá hinu opinbera til einkarekinna ökuskóla. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Skuldabréf til allt að 24 mánaða Ath! mörg stéttarfélög taka að hluta þátt í kostnaði fyrirsína félaga. ÖKUSKÖLI SÍMI 5811919 AUKIN ÖKURFTTINDI LEIGUBIFREID - VÖRUBIFREIÐ - HÚPBIFREID z ui tfí u Hvar er skýrslan mín, hvar er spjaldskráin, hvar er stóra, gula, tveggja gata mappan mín? Eina rétta svarið við óreiðu eru góðar hirslur. Skalaskápar eru réttu hirslumar á skrifstofuna eða hvem þann stað þar sem röð og regla þarf að vera á skjölum, möppum og öðrum gögnum. Kynniðykkurvandaðaoggóðaskjalaskápa, bæði frá Bisley og ■ Nobö. Þeir fást I mörgum stærðum og bjóða upp á pbreytta notkunarmöguleika. Vinnan 27

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.