Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 9
E v r 6 p a Vi n n 11 tíin a t i ls k i p u u i n mun ná til alls launafolks Framkvæmdastjórn ESB vill að breytingar verði gerðar á vinnu- tímatilskipun sambandsins þannig að hún taki til allra starfsgreina, einnig þeirra sem hingað til hafa verið und- anskildar. ASI styður hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar en hafði fáa daga til að kynna sér breytingatil- lögurnar þar sem drögin að þeim strönduðu hjá íslenskum stjómvöld- um. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI, segir að fyrirhugaðar breytingar varði þá hópa sem hafa verið undan- skildir tilskipuninni. Það eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa, sjómenn, hluti bílstjóra, bæði fólks og vöru- flutningabílstjóra og ungir læknar í starfsnámi. Hann segir ekki fullljóst með hvaða hætti tilskipuninni verði breytt en gerir ráð fyrir að settar verði einhvers konar reglur um lágmarks- hvíld og hámarksvinnutíma þannig að þessir hópar njóti sambærilegrar vinnuvemdar og aðrir hópar launa- fólks. Evrópska verkalýðshreyfingin hefur eindregið óskað eftir að fyrr- nefndar breytingar verði gerðar. Samtök atvinnurekenda eru ekki á sama máli og eru samtök útgerðar- manna til dæmis algjörlega mótfallin því að settar verð bindandi reglur um vinnutíma sjómanna. ESB gegn svartri atvinnu- starfsemi Allt að því 28 milljón manns, um fimmti hluti vinnuafls Evrópu- sambandsríkjanna, vinna svart að mati Ráðherraráðs ESB sem hvetur nú aðildarríkin til að ráðast gegn þessu vinnulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðið hyggst leggja fram innan skamms. Samkvæmt út- reikningum ESB svarar umfang svartrar atvinnustarfsemi til um 7 til 16 prósenta af þjóðarframleiðslu að- ildarlandanna. Það þýðir að skattayf- irvöld tapa skattgreiðslum frá 10 til 28 milljóna einstaklinga. Reikning- amir sýna að 7-19% af heildarvinnu- afli ESB ríkjanna, sem er um 148 milljón manns, vinna svart án þess að útvega sér tryggingar eða afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta. „Það verður að stöðva svarta atvinnustarf- semi“, segir ráðherraráðið og bendir á að svört atvinnustarfsemi veiki ekki aðeins hið félagslega öryggis- net, heldur setji einnig starfsfólkið sem í hlut á í hættu og stefni framtíð þess á vinnumarkaði í voða. Astandið er verst í löndum Suð- ur-Evrópu. í Grikklandi er talið að svört atvinnustarfsemi nemi um 29 -35% af þjóðaframleiðslu og á Ítalíu allt að 26 prósentum. í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu eru tölurnar taldar vera að minnsta kosti 12-13% og í Bretlandi milli 7 og 13%. Sam- svarandi tölur fyrir Skandinavíu, ír- land, Austurríki og Holland em um 5%. Stærstan hluta svartrar atvinnu- starfsemi er að finna í atvinnugrein- um sem em viðkvæmar fyrir utanað- komandi áhrifum og búa við lágt launastig, til dæmis í verslun, jarð- rækt, byggingageiranum, heimilis- hjálp og veitingarekstri. Þar fyrir utan er svört atvinnustarfsemi að aukast meðal framhaldsmenntaðs fólks, til dæmis í tölvugeiranum. Ráðherraráð ESB leggur til að viðurlög við skattsvikum verði hert en bendir á að um leið þurfi að gera hið opinbera hagkerfi meira aðlað- andi. Til dæmis með því að lækka skatta á vinnu og bæta réttindi hluta- starfsfólks. IINICE ætlar ekki að semja um uppljsingar og samrað Samningar atvinnurekenda og verkalýðshreyfmgar á Evrópuvettvangi ganga misgreiðlega. Leiðtogafundur aðila vinnumark- verður haldinn í Briissel þann 2 aðarins um félagslega samninga Júnínk. Samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda, UNICE, ætla ekki að semja við ETUC, evrópsku verkalýðshreyfinguna, um upplýs- ingar og samráð við starfsmenn. Samtökin segja að vissulega sé sam- ráð vottur um góðar stjórnunarað- ferðir en ekki eigi að semja um þessi atriði á Evrópuvettvangi heldur láta fyrirtækjunum sjálfum eftir að setja sér reglur. ETUC hefur harmað ákvörðun UNICE og telur hana slæma og illa ígrundaða. ETUC hef- ur farið þess á leit við ráðherraráð ESB að þegar í stað verði hafist handa við að binda upplýsingar og samráð við starfsfólk í lög fyrst ljóst sé að ekki verði um þetta samið. NauðsynlQgt sé fyrir starfsfólk að hafa tryggingu fyrir því að það eigi rétt á upplýsingum og að haft sé við það samráð. ETUC treystir á stuðn- ing Evrópuþingsins í þessu máli og varar atvinnurekendur við því að þeir séu að stefna samningum aðila vinnumarkaðarins í voða en slíkir samningar voru grundvallaratriði í atvinnumálaumfjölluninni í Lúxem- borg sl. haust. Ráðherraráð ESB tekur í sama streng og harmar ákvörðun UNICE. Það bendir á að vonast hafi verið til að samningar næðust um upplýsing- ar og samráð, rétt eins og foreldraor- lof og hlutastörf. Jacques Santer, forseti ESB, og Padraig Flynn, félagsmálaráðherra ESB, hafa lýst miklum vonbrigðum með gang mála og segja að um al- varlegt bakslag í samræðu aðila vinnumarkaðarins sé að ræða. Sant- er segir að ákvörðunin gefi ranga mynd af því hvað samvinna á Evr- ópuvettvangi snúist um. Samningar aðila vinnumarkaðarins útiloki ekki að menn séu á öndverðum meiði og samningaleiðin verði að haldast opin. Santer hyggst halda „minni“ leiðtogafund aðila vinnumarkaðarins til að ræða stöðu þeirra í kjölfar þessa. Ekki verður rætt sérstaklega um þau atriði sem átti að semja um heldur framtíð og þróun félagslegra samninga á Evrópuvettvangi. Sú umræða er mjög nauðsynleg að mati Santers þar sem atvinnustefna ESB reiðir sig á aðila vinnumarkaðarins og samninga þeirra á milli eftir Lúx- emborgarfundinn. Flynn segir ákvörðun UNICE vekja spumingar um það hvort sum- ir aðilar vinnumarkaðarins séu reiðubúnir að taka á sig þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin og hafi vilja til að bæta atvinnustigið í álf- unni. Flynn hyggst leggja frumvarp um upplýsingar og samráð fyrir ráð- herraráðið svo lágmarksreglur um þessi atriði verði tryggðar innan ESB. Samningaviðræður um bundna ráðningarsamninga (fixed-term contracts) milli aðila vinnumarkað- arins í Evrópu (ETUC-CEEP-UN- ICE) hófust í lok mars sl. Með hug- takinu er átt við samninga sem bundnir eru við ákveðinn tíma eða ákveðið verk. ETUC, evrópska verkalýðshreyfmgin, telur að mikil aukning slíkra ráðningarforma í álf- unni, eða úr 3.9% árið 1993 í 11.7% árið 1996, þýði að um þau þurfi að vera samið félagslega og eftirlit þurfi að hafa með þeim. Engin könnun hefur sýnt að störfum fjölgi þegar dregið er úr starfsöryggi á vinnumarkaði. í raun og veru sýna rannsóknir að versnandi vinnuskil- yrði og fjölgun vinnuslysa, sem og að slysin eru að verða alvarlegri, tengist mjög bundnum ráðningar- samningum og tímabundinni ráðn- ingu (temporary contracts). Hin aug- Ijósa ályktun er að mati ETUC að bundnir ráðningarsamningar skapi ekki ný störf heldur auki hættuna á líkamlegri og andlegri vanheilsu starfsfólks. ETUC vill að gerður verði rammasamningur um ástæður og skilyrði fyrir notkun bundinna ráðningarsamninga til þess að koma í veg fyrir að launafólk beri skaða af vegna versnandi vinnuaðstæðna og aukins óöryggis í starfi. Almenn tölvufræði Windows Excel Access Tölvuskóli Reykjavíkur Nú er búseta í öðru landi engin fyrirstaða til náms í íslenskum skóla. Tölvuskóli Reykjavíkur, sem löngum hefur verið frumkvöðull í tölvunámi, býður upp á fjarnám á internetinu. í boði er kennsla í windows, word, Excei og Access. Fjarnám er sérlega þægilegt og fljótlegt í framkvæmd því öll kennslugögn og verkefni eru einfaldlega send í formi tölvupósts til nemenda. Allar frekari upplýsingar veittar í tölvupósti fjarnam@tolvuskoli.is Borgartúni28 Sími 5616699 Fax561 6696 tolvuskoli@tolvuskoli.is Q Tölvuskóli Reykjavíkur Vinnan 9

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.