Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 21
Lögbundið námsleyfi ívrir allt nám Norska alþýðusambandið hefur verið að auka áherslu sína á menntamál. „Pað hlýtur að vera jafnmikilvægt að fjárfesta í mennt- un eins og tækni,“ segir í gögnum frá sambandinu. „Menntun og þjálfun starfsfólksins hlýtur að vera forsenda þess að hægt sé að hagnýta nýja tækni. Eftirmenntun og endurmenntun verða að ná til allra fullorðinna, óháð bakgrunni þeirra og fyrri menntun.“ LO í Noregi, norska alþýðusam- bandið, telur nauðsynlegt að bæta undirstöðumenntun þjóðarinnar til að byggja megi upp vinnumarkaðinn á sem bestan hátt. Það er einnig talinn ávinningur að aukin hæfni getur átt þátt í að styrkja félagslega stöðu þess hops sem lakast stendur og samtímis að bæta tekjumöguleika hans. „Til að hvetja launafólk til að nýta sér endur- menntunarmöguleikana er mikilvægt að sníða framboðið að þörfum hvers og eins sem og atvinnuástandinu. Það er algert skilyrði að fólk sem tekur sér námsleyfi haldi réttindum sínum til sjúkra- og fæðingarorlofs.“ LO leggur áherslu á að lögbund- inn réttur til leyfis verður einnig að gilda um leyfi til menntunar sem nær lengra en þarfir fyrirtækisins. Réttur atvinnurekandans til að setja tak- markanir má að mati LO aðeins ná til aðstæðna sem tengjast starfsemi fyr- irtækisins en ekki ráðast af því um hvaða tegund náms er að ræða. „Atvinnurekandinn á að fjár- magna þann hluta eftir- og endur- menntunarinnar sem fellur undir þarfir fyrirtækisins og ábyrgð sam- kvæmt kjarasamningum. Nám þar fyrir utan þarf launamaðurinn sjálfur að taka þátt í að greiða, annað hvort sjálfur eða með samningum." Og LO undirstrikar að á öllurn sviðum fyrir utan þarfir fyritækisins þurfi samfé- lagið að taka þátt í kostnaðinum. Aður en hægt verður að setja ákvæð- in inn í samninga þurfi að koma skýr skilaboð frá ríkisstjóminni um hvaða fjárhagsábyrgð ríkið taki á sig. LO telur að ríkið eigi að fullu að standa straum af kosmaði við eftir- og end- urmenntun fullorðinna sem stunda nám á grunnskólastigi og framhalds- skólastigi. Lann greiðist að fullu Rinn 9. apríl sl. héldu verka- ýðsfélög í Rússlandi sameig- inleg mótmæli undir yfirskrift- inni: Laun greiðist að fullu. Mótmælin voru skipulögð af samtökum frjálsra verkalýðsfé- laga í Rússlandi. Mótmælin voru fjölþætt og fólu meðal ann- ars í sér verkföll í fyrirtækjum og stofnunum sem skulda laun. Atvinnurekendur sem skulda laun skiluðu inn skriflegum yf- irlýsingum um að þau yrðu greidd. Aðgerðunum verður síð- an fram haldið á 1. maí. Stjómvöld hafa loksins viður- kennt að ein meginástæða margra mánaða seinkunar launagreiðslna til kolanámumanna og verka- manna í orkuverum séu skuldir opinberra fyrirtækja. Þau hafa einnig viðrað hugmyndir um að verkalýðsfélög taki þátt í að skipuleggja greiðslu launaskuld- anna. I lok janúar sendu samtök frjálsra verkalýðsfélaga í Rúss- landi (FNPR) erindi til Jeltsin for- seta, þáverandi forsætisráðherra Viktor Chernomyrdin og fleiri, þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum vegna sívaxandi launa- skulda. Erindið var undirritað af formanni FNPR og fleiri verka- lýðsforingjum. Samkvæmt félög- unum í hémðum Rússlands hafa stjómvöld ekki staðið við loforð sín hvað laun varðar. Um 100.000 fyrirtæki eru sögð hafa mistekist að standa undir skuldbindingum við starfsfólkið. Stjómarskrárdómstóll landsins hefur fjallað um ástandið þar sem úrskurðað var að laun skyldu greidd eftir að íyrirtæækin hefðu greitt skattaskuldir sínar. FNPR krafðist þess að launa- og skatta- skuldir skyldu taldar jafnmikil- vægar. Refsing ætti að vera sú sama fyrir þessar skuldir og mögulegt ætti að vera að ákæra menn fyrir að halda launum vilj- andi til baka. Hvar ep þyrlan? „Ef við fáum þau nokkurra ára laun sem við eigum inni í kvöld, þá fáið þið þyrluna í fyrramálkV' Skýrt var frá einhverri frum- legustu aðferð launafólks til að þrýsta á um að launaskuldir verði greiddar í Radio Russia þann 22. nóvember, 1997. Áhöfn flugfyr- irtækis í Yessentuki, Stavropol, sem ekki hafði fengið greidd laun í langan tíma ákvað að berjast fyrir hagsmunum sínum á óvenju- legan hátt. Áhöfnin faldi þyrlu og lýsti því yfir að henni yrði ekki skilað fyrr en launin væru greidd. Ekki hefur verið skýrt frá því hvemig málið endaði. SAMTOK IÐNAÐARINS BYGGINGARIÐNAÐUR EFNAIÐNAÐUR ENDURYINNSLA FATA- OG LEÐURIÐNAÐUR Iðnaðurinn býður fólki tækifæri til góðra framtíðarstarfa GÚMMÍVÖRUFRAMLEIÐSLA HÁRGREIÐSLA HÚSGAGNAIÐNAÐUR JARÐEFNAVINNSLA LJÓSMYNDUN MATVÆLAIÐNAÐUR MÁLMIÐNAÐUR PLASTIÐNAÐUR PRENT- OG PAPPÍRSIÐNAÐUR RAFEINDAIÐNAÐUR STEINEFNAIÐNAÐUR SNYRTIFRÆÐI STÓRIÐJA TANNSMÍÐI TEXTÍLIÐNAÐUR TRÉIÐNAÐUR UPPLÝSINGATÆKNIIÐNAÐUR ÚRSMÍÐI Vinnan 21

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.