Vinnan


Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.05.1998, Blaðsíða 14
Stapfsmannafélagið Sókn gengur hér fremst í 1, maí göi hana má sjá Örn Friðriksson, formann Félags járniðnað; stéttarfélags á næsta ári jiegar félagið helur sameinast 1. maí í sögulegu Ijósi Á þingi American Federation of Labor (AFL) árið 1884 var lögð fram tillaga um að boða til fjölda- funda verkafólks 1. maí. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsta tillaga um að helga þennan dag hagsmunum verkafólks. Árið 1886 er fyrst sagt frá fjöldafundi 1. maí. Hann var hald- inn í Chicago. Til fundarins boðuðu verkalýðsfélög anarkista. Á þingi AFL í St. Louis í des- ember 1888 var samþykkt að boða til fjöldafunda 1. maí árið 1890. Á þingi evrópskra verkalýðsfé- laga, sem haldið var í London um svipað leyti, lagði talsmaður belgísku sendinefndarinnar fram til- lögu um að fylgja fordæmi amer- ísku verkalýðshreyfingarinnar. Áður höfðu franskir syndikalistar rætt á þingi sínu í Bordeaux um þýðingu þess að skipuleggja fáa og eftir því umfangsmeiri fjöldafundi. Á þingi sem haldið var í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum þess efnis að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkamir lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjölda- funda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar urnbæt- ur á kjömm sínum. Rússar lögðust gegn tillögunni. Þeir töldu að undir þeim kringustæðum sem ríktu í Rússlandi væri ómögulegt að fram- fylgja henni. Frakkar og Austurríkismenn Á þingum Alþjóðasambands verkalýðsfélaga sem haldin voru í Briissel árið 1891 og Zúrich árið 1893 kom í ljós að samþykktinni var framfylgt á mismunandi hátt. Frakkar og Austunikismenn höfðu lagt aðaláherslu á að verkafólk sýndi styrk sinn og þrýsti þannig á kjarabætur. Aðgerðimar heppnuð- ust strax vel í Austurríki. I Frakk- landi leiddu þær til árekstra við yfirvöld. Árið 1891 urðu blóðug átök í borginni Fourmies með þeim afleiðingum að 10 manns létu lífið. Þjoðverjar I Þýskalandi tók verkfólk sér ekki frí úr vinnu og engir fjöldafundir vom haldnir. Með tilliti til ástands á vinnumarkaði var ekki talið ráðlegt að hvetja verkafólk til að taka sér frí. I stað þess var boðað til kvöld- funda verkafólks og birtar greinar í blöðum til að minna á þýðingu dagsins. Hugmyndin um að hvetja verka- fólk til að taka sér frí 1. maí var óraunhæf að mati ýmissa forustu- manna þýsku verkalýðshreyfing- arinnar. Þeir jöfnuðu því við boðun allsherjarverkfalls. Þjóðverjar héldu fast við þessa afstöðu sína þrátt fyr- ir að Alþjóðasamband verkalýðsfé- laga hvetti til fjöldafunda 1. maí. Vegna þessarar afstöðu forustu- mannanna varð dagurinn áhrifa- minni en efni stóðu til. Rótgróin hefð lyrir 1. maí I sunnanverðri Evrópu var rótgróin hefð fyrir almennum frídegi 1. maí. í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphafs sumarsins. í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars. Þegar Skandinavar tóku kristni fengu margir almennir frídagar úr heiðni kristilega merk- ingu. Þess vegna urðu jól til dæmis að fæðingarhátið frelsarans í stað þess að vera sólrisuhátíð í heiðnum sið. Á sama hátt helgaði kirkjan 1. maí Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi. Evrópska hefðin fyrir almennum frídegi 1. maí hefur flust með evr- ópskum innflytjendum til Ameríku. Á 19. öld fjölgaði störfum í verk- smiðjum hratt. Margir þeirra sem stunduðu verksmiðjustörf áttu rætur sínar í sveitum. Þess vegna var þeim ekki framandi hugsun að taka sér frí úr vinnu 1. maí. Fpó kröfugöngu verkafélks á 1. maí. Fyrir 75 ánim, eða árið 1 923, var í fyrsta sinn hérlendis fai al helstu slagarða göngunnar eins og á borðanum á þessari mynd. Hér sést 1. maí merki samfylking- ar jafnaðarmanna og komménista frá árino 1 937. Það ár hélt ungur rithöfundur, Halldér Kiljan Lax ness, ræðu og tivatti til samfylk- ingar þessara tveggja fylkinga. Merkið hafði verið talið glatað en Alhýðusambandinu barst nýlega kassi af hessum merkjum. Kassinn launst við tiltekt é geymslulofti verslunar Ziemsens í Reykjavík. Það hefur verið haft til siðs á 1. maí sl. ár að dreifa Vinnunni til göugumanna. ,, Samkeppni Virk samkeppni er besta tiyggingin fyrir því að neytendur fái góða vöru og þjónustu á hagstæðu verði. Samkeppnishindranir draga úr valkostum ney'tenda og gera hlut þeirra lakari. SAMKEPPNISSTOFNUN 7 5 á r e r u I i ð i n f r á |i v í [ y r s I a kröfugangan var gengin á I. maí á ís1andi AÍþj óölegnr baráttudapr verkafólks 14 Vinnan

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.