Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 3

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 3
Ávarp Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASI » •i j Ég vil byrja á að óska launafólki um allt land til hamingju með daginn. 1. maí er baráttu- dagur launafólks og verkalýðshreyfingarinnar allrar. Á slíkum degi er hollt að rifga upp þá baráttu sem foreldrar okkar, afar og ömm- ur, háðu fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. Við sem erum á vinnumarkaði nú njótum ávaxta af baráttu þeirra dag hvern, ekki síst við núverandi aðstæður þegar stórir hópar launafólks búa við atvinnuleysi og tekjusamdrátt. Það er forvitnilegt að skoða hvað skrifað var á kröfuspjöldin í fyrstu 1. maí göngunni sem farin var í Reykjavík árið 1923. Atvinnubætur gegn atvinnuleysi! Enga skatta á þurftarlaun! Réttláta kjördæmaskipan! Engar kjallarakompur - holla mannabústaði! Enga helgidaga vinnu! Rannsókn á íslandsbanka! Þótt tæpiega 90 ár séu liðin síðan verkafólk gekk undir gunnfánum sínum með þessi skilaþoð hljómar ýmislegt kunnuglega. Annað sýnir þann mikla árangur sem náðst hefur með þrotlausri baráttu. Krafan um rannsókn á íslandsbanka sýnir að fátt er nýtt undir sólinni. Nýútkomin rannsóknarskýrsla Alþingis vitnar á átakan- legan hátt um það hvernig bankaræningjar í sparifötum fóru með þær mikilvægu stofnanir í samfélaginu sem bankarnir eru. Þeir skildu eftir sig sviðna jörð og tugþúsundir heimila í sárum. Það er krafa fólksins í landinu að þessir menn verði sóttir til saka fyrir þau spjöll sem þeir hafa unnið landi og þjóð og að þeir skili ránsfengnum. íslensk þjóð mun aldrei sætta sig við að þessi hópurfjárglæframanna fái lifað í vellystingum í útlöndum meðan alþýða landsins borgar reikninginn. Rannsóknarskýrslan varpar einnig Ijósi á annan afar alvarlegan hlut en það er getu- leysi íslenskra stjórnmálamanna og dugleysi stjórnsýslunnar. Það er átakanlegur lestur. í aðdraganda bankahrunsins, þegar viðvörunar- þjöllur glumdu allt um kring og aðvörunar- orð og boð um aðstoð komu erlendis frá, sváfu íslenskir ráðherrará verðinum og stjórnsýslan var sem lömuð. Þar brást fólkið sem á að hafa heill lands og þjóðar að leiðarljósi. Fólkið sem á að standa vörð um hagsmuni almennings. Þessi hópur bítur svo höfuðið af skömminni með því að segjast ekki bera ábyrgð á því hvernig fór. Það er krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnmála- menn og stjórnmálaflokkarnir sýni að þeir hafi lært af mistökunum því þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegri vá sem verður að bregðastvið. 15 þúsund íslendingar eru atvinnulausir. Það má ekki gerast að atvinnuleysi skjóti hér rótum. Það er samfélaglegt mein sem við verðum að koma í veg fyrir með öllum ráðum. Atvinnuleysi hefurekki bara áhrifá þann sem misst hefur vinnuna og fjölskyldu hans heldur á samfélagið allt. Undanfarið ár hefur ASÍ lagt mikla áherslu á það við stjórnvöld að farið verði í mannaflsfrekarframkvæmdirtil að mæta miklum samdrætti í þyggingar- iðnaði og mannvirkjagerð, því þar eratvinnu-leysið mest. Slíkarframkvæmdir myndu einnig hleypa auknu lífi í Ijölmargar greinar atvinnulífsins sem þjónusta byggin- gariðnað og mannvirkjagerð með beinum og óbeinum hætti. Verkalýðshreyfingin hefur bent á fjölmörg verkefni sem ráðast má í á næstu mánuðum, t.d. viðhaldsverkefni á opinberum byggingum, vegaframkvæmdir, samgöngu-miðstöð og byggingu hjúkrunar- heimila. Lífeyrissjóðirnir okkar hafa og verið tilbúnir að flármagna þessar framkvæmdir með langtíma lánum. Margt af þessu eru verkefni sem hefja má vinnu við þegar í stað. Þau munu efla virkni í atvinnulífinu og samhliða skapa ný tækifæri og forsendur til nýsköpun-ar og fjölbreytts samfélags. Því miður hefur alltof lítið af þessu gerst og það sem er í gangi gerist of hægt. Það er með öllu óásættanlegt að Alþingi skyldi sitja fast í hártogunum um lcesave í tæpt ár og á meðan töpuðu þúsundir lífsviðurværi sínu. Það er ekkert sem heitir, nú verða menn að bretta upp ermar, læra af þeim mistökum sem rannsóknarskýrslan opinberar og taka nú þegar þær ákvarðanir sem þarf til þess að skapa atvinnu og auð í þessu landi. Auð sem við krefjumst að skipt verði á grundvelli hugsjóna launafólks um jöfnuð og réttlæti. Auð sem varinn verður gegn þeim bíræfnu ræningjum sem stálu frá þjóðinni í skjóli mannfjandsamlegrar hug- myndafræði og kenninga um afskiptaleysi stofnana samfélagsins. Stjórnmálamenn og íslensk þjóð mega ekki fljóta sofandi að feigðarósi meðan atvinnu- leysisvofan reynirað búa sérframtíðarstað á (slandi. Verkalýðshreyfingin mun beita öllu afli sínu til að koma í veg fýrri að svo verði. Við viljum vinna!

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.