Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 9
í Heimsljósi. Kannski kemst Halldór næst því að lýsa verkalýðsbaráttu í jákvæðu Ijósi þegar hann lýsir henni ekki, en gefur í skyn hvaða máttur getur falist í samtakamætti alþýðu í framtíðinni. Undir lok Sjálfstæðs fólks, þegar Bjartur hefur étið stolið brauð með verkamönnum í bragga ætlar hann að vekja son sinn, Gvend, sem hann hefur daginn áður ákveðið að skilja eftir hjá verkamönnum. Þegar á hólminn er komið fær hann sig þó ekki til þess: Pilturinn svaf þar væran hjá tveim félög- um sínum, allir miklir menn og sterkir, með breið brjóst og harðvítuga kjálka, þykkar stórbeinóttar hendur, en fyrir ofan þá lágu nokkur hakasköft. Þá fanst honum sonur sinn sóma sér svo vel í svefninum meðal þessara sterku manna, að hann tímdi ekki að vekja hann og taka hann frá þeim, hann mundi ekki sóma sér lakara meðal þeirra í vöku, honum fanst að í raun og veru ættu þeir skilið að eiga landið og stjórna því. (Sjálfstætt fólk k.75) Hér, eins og í þekktasta verkalýðsbaráttu- kvæði Halldórs, Maístjörnunni sem birtist í Heimsljósi, felst vonin ekki í sögum af hetj- um sem vinna fræga sigra heldur í óljósri en þó sterkri von um framtíðina, um framtíð sem þó liggur utan við og handan við heim sagnanna sjálfra. Litið til baka Hetjusagan sem EinarOlgeirsson lýsti eftir kom aldrei frá hendi Halldórs Laxness. Og kannski kom hún aldrei á þann háttsem Einar dreymdi um, sem innlegg í baráttu dagsins. Þó geyma íslenskar bókmenntir hetjusögur um verkalýðsbaráttu, en þær eiga það flestar sameiginlegt að þar er litið til baka til liðinna tíma. (minningabókum Tryggva Emilssonar, Baráttunni um brauðið og Fyrir sunnan er lýst kjörum og baráttu verkamanns sem af heilum hug tekur þátt í baráttu stéttar sinnar.Tryggvi erfullkomlega heill í sinni baráttu, þar örlar hvergi á kald- hæðni og hann trúir á gildi samtakamáttar verkafólks alla tíð. Einn er sá skáldsagnahöfundur sem hefur lýst baráttu íslensks verkalýðs, bæði sigrum og ósigrum á skáldlegan og innblásinn hátt, án þess að grípa til kaldhæðni. í hinum mikla Ijóðræna sagnabálki Einars Más Guð- mundssonar, Fótsporum á himnum, Draum- um á jörðu og Nafnlausum vegum er lýst kjörum fátæks fólks í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Bræðurnir sem þar eru í forgrunni standa fremstir í baráttu verkalýðs og sósíalista. í Nafnlausum vegum er að finna einhverja bestu lýsingu á verkfalli sem íslenskar bókmenntir hafa að geyma. Þar er meðal annars lýst tíu vikna Dagsbrúnarverk- falli með kaffiskorti og tilheyrandi hræðslu- áróðri þar sem„börnum betri borgara var kennt að úlpuklæddir kommúnistar helltu niður mjólkinni sem þeim væri ætlað að drekka" og„helsti óvinur landsins væri ekki lengur hafísinn heldur verkalýðsleiðtoginn Jóhann sterki sem saug víst slík tóbaksfjöll upp í nefið að iítil börn héldu að hann væri með rana og liti út eins og fíll" (162). Þessu verkfalli lýkur með samningum þar sem„eitt og annað náði fram að ganga en öðru var hafnað. Örþreyttir menn rituðu nöfnin sín undirsamninga." (166) (sögum Einars Más eru margar hetjusög- ur, smáar og stórar, en þær eru ekki innlegg í barátu dagsins heldur goðsagnakennd ævintýri, upprifjun á tímum þegar samstaða og barátta einkenndi líf fátæks fólks. Kannski eru það örlög verkalýðsbaráttu í íslenskum bókmenntum, þótt einstök Ijóð og sögur hafi orðið innblástur í þeirri baráttu rís skáld- skapurinn kannski hæst þegar hann rifjar upp liðna tíma. Vissir þú... ...að ASI krefst þess að efldar verði virkar vinnumarkaðsaðgerðir og menntunarúrræði, sérstaklega gagnvart ungu fólki, launafólki með litla formlega menntun og þeim sem þurfa á endurmenntun og símenntun að halda vegna breytinga í atvinnulífinu. ...að ASI lagði áherslu á að stjórn- völd gættu þess að félagslegar afleiðingar kreppunnar legðust ekki með óhóflegum þunga á börn og unglinga. Öllum grunnskóla- nemendum óháð efnahag foreldra yrðu tryggðar skólamáltíðir og aðgangur að íþrótta-, tómstunda-, og menningarstarfi og jafnrétti til náms tryggt án tillits til efnahags eða búsetu. ...aðASI sinnir margvíslegu fræðslustarfi fyrir stéttarfélögin. Námskeiðin miða að því að styrkja talsmenn stéttarfélaganna, efla innra starf félaganna og samskipti út á við.Tekið er mið af aðstæðum á vinnumarkaði og í samfélaginu hverju sinni. ...að sjúkrasjóðir stéttarfélaganna greiða dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum launþega, vegna veikinda langveikra og alvarlega fatlaðra barna og vegna alvarlegra veikinda maka. Upphæð dagpen- inga miðast við 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. ...að stéttarfélög bjóða upp á styrki til endurmenntunar. • VINNAN • 9 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.