Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 14
Stéttarfélög og Starfsendurhæfingarsjóður styðja fólktil athafna eftir áföll „Ég hafði ekki hugmynd um að mér byðist svona góð ráðgjöf hjá stéttarfélaginu mínu, Félagi iðn- og tæknigreina. Þegar Sigrún Sigurðardóttir ráðgjafi hafði farið yfir stöðuna með mér leit allt miklu betur út," segir Gunnar Ágúst Pálsson málari. Gunnar Ágúst starfaði sem málari í 15 ár. í kjölfar bankahrunsins missti hann vinnuna og var á atvinnuleysisbótum sl. haust, þegar brjósklos í baki gerði vart við sig. „Þegar ég var óvinnufær vegna brjósklossins fékk ég ekki lengur atvinnuleysisbætur, heldur sjúkradagpeninga. Ég leitaði þá til stéttarfélagsins eftir aðstoð og Sigrún ráðgjafi tóká móti mér. Flún fóryfiralla hluti með mér, skráði allt niður sem ég sagði og leitaði svo bestu lausna.Til að byrja með fór ég í sjúkraþjálfun, en það var ekki það eina. Sigrún tryggði líka að ég gat leitað mér ráðgjafar í Ijármálum og hún stakk líka upp á að ég færi á námskeið til að efla sjálfsmyndina." Gunnar Ágúst var strax frá upphafi mjög jákvæður og sagði ekki annað hafa verið hægt, enda hefði Sigrún nálgast allt á jákvæðan hátt.„FHeilsufarið batnaði fljótt og ég fór af sjúkradagpeningum og aftur á atvinnuleysisbæturnar. Mér hefur ekki tekist að fá vinnu á ný, enda er allur byggingabransinn botnfrosinn. Núna gæti ég sinnt fyrra starfi, því sjúkraþjálfunin hefur hjálpað mjög mikið og ég slapp alveg við að fara í aðgerð vegna brjósklossins, í bili að minnsta kosti. Fyrra starf er hins vegar ekki í boði og ég er alveg reiðubúinn að leita fyrir mér á nýjum vettvangi." Kom ánægjulega á óvart Gunnar Ágúst kveðst ekki hafa vitað af hinni öflugu ráðgjöf, sem stéttarfélag hans bauð upp á, fyrr en hann þurfti á henni að halda. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart hversu mikið var hægt að gera fyrir mig. FHið sama gildir um ættingja og vini, þeir voru alveg undrandi á því hversu öflugt þetta starf er. Ég er mjög þakklátur, enda veit ég að barátta undanfarinna mánuða hefði verið miklu erfiðari ef ég hefði ekki notið ráðgjafar Sigrúnar." Flann hittir Sigrúnu ráðgjafa ekki lengur, en veit að hann er velkominn hvenær sem hann vill.„Ég nýtti mér öll úrræði sem hún stakk upp á. Fjögurra daga námskeið í sjálfsstyrkingu var til dæmis mjög athyglisvert, en ég efast um að ég hefði sjálfur haft frumkvæði að því að sækja slíkt námskeið. Ég hafði fundið fyrir svartsýni, sem var ekki að undra, og mér fannst gott að fá þessa aðstoð. Ráðgjöfin er nauðsynleg fyrir fóik, sem lendir í því að falla út af vinnumarkaði um tíma, hver sem ástæðan er. Mér fannst líka gott að fá aðstoð við að fara yfir fjármálin, sem voru auðvitað erfið við að eiga eftir margra mánaða atvinnuleysi og veikindi. Ég sat bæði hóptíma og fékk einkaráðgjöf og hvort tveggja nýttist mér mjög vel. Það er svo miklu erfiðara að fá hlutlausa sýn á málin þegar maður situr heima í vonleysi." Gefst ekki upp Gunnar Ágúst ætlar ekki að leggja árar í bát, þótt hann sjái ekki fram á að geta fengið vinnu sem málari á næstunni.„Ég gæti þess að hitta fólk og sækja námskeið, svo ég einangrist ekki og koðni niður. Núna ætla ég að sækja tölvunámskeið á vegum Vinnumálastofnunar. Kannski það gagnist mértil að finna aðra vinnu. Ég ætla alla vega ekki að gefast upp." 14 • VINNAN ■

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.