Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 10
Verkalýðsforingjarnir Hjördís Þóra og Finnbjörn Hermannsson ræða ástandið og framtíðina Hjördís Þóra Sigurþórsdóttirformaður AFLs á Austurlandi og Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar og Fagfélagsins leiða stórfélög innan ASÍ. Félagsmenn þeirra hafa fundið rækilega fyrir kreþþunni sem læsti sig um íslenskt samfélag haustið 2008 og hefur ekki linaðtakiðsíðan. Atvinnulífið virðist botnfrosið og atvinnuleysið því aukist síðustu mánuði. Þaðer nú ísögulegu hámarki. En hvernig birtist Hjördísi Þóru og Finnbirni ástandið á skrifstofum stéttarfélaganna sem þau stýra? FH: „Álagið hefur aukist verulega vegna hrunsins. Fyrst var mikið um aðstoð vegna uppsagnaog lækkunar launa ensíðan breyttist það yfir í aðstoð vegna gjaldþrota fyrirtækja og kröfugerða í þrotabú. Þá er mun meira sótt í sjúkrasjóð en áður. Það hefur líka orðið sú breyting á að mikið er spurt um styrki vegna lyfjakostnaðar, ýmissa tækjakaupa og almenns lækniskostnaðar." HÞS: „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni endurspeglast í þeim erindum sem okkur berast á skrifstofur félagsins. AFL rekur níu þjónustuskrifstofur á félagssvæðinu og er atvinnuástandið misjafnt á milli staða. Á tveimur skrifstofanna erum við með þjón- ustu fyrirVinnumálastofnun og þangað leitar eðlilega atvinnulaust fólk. Á aðrar skrifstofur leita félagsmenn með alls konar vandamál tengd minnkandi vinnu eða atvinnumissi, réttindum til atvinnuleysisbóta, skyldur atvinnulausra, úrræði Vinnumálastofnunar og síðast en ekki síst samskipti við stofnunina sem alltof oft eru þung og erfið. Jafnframt fáum við fjölmargar fyrirspurnir varðandi minnkandi starfshlutfall, styttingu eða niður- fellingu á yfirvinnu, ferli uppsagna og fleira." FH: „Það má líka minnast á að krafa bæði frá félagsmönnum og ekki síður atvinnu- rekendum hefur komið inn á borð hjá okkur um að"taka til á vinnumarkaðinum". Á meðan á uppganginum stóð var töluvert um að menn væru munstraðir í störf sem þeir voru ekki lærðir til. Nú eru þessir sömu aðilar sem ýmist stýrðu þeim í verkum eða hreinlega réðu þá í vinnu með kröfur á okkur um að við stoppum ófaglærða aðila og skiptum þeim út fyrir lærða. Skjótt skipast veður í lofti." Miklar kröfur og væntingar til stéttarfélaga Er mikilvægi stéttarfélaga kannski aldrei meira en einmitt í ástandi eins og við erum að upplifa núna? HÞS: „Það er upplifun okkar að þegar vel árar þá þurfi félagsmaðurinn minna á félag- inu að halda en þegar illa árar. Á uþþgangs- tímum þegar eftirsþurn eftir starfsfólki eykst þá geta starfsmenn samið um viðbót við launin og telja sig því síður þurfa á félaginu að halda. Þegar ver árar þá segja atvinnurekendur upp yfirborgunum og launamaðurinn situreftirá lágmarkstöxtum. íástandinu núna ereinnig meiri þörffyrir aðstoð ýmissa sjóða sem félagið stendur að s.s. sjúkra- og starfsmenntasjóða, en margir nota eðlilega aukinn tíma vegna minnkandi vinnu til að fara í nám eða á námskeið." FH: „Ég tek undir þetta. Ég finn fyrir miklum kröfum og væntingum til stéttar- félaga. Það er aldrei meiri þörf en nú þar sem erfitt er fyrir einstaka félagsmenn að standa á sínum kröfum. Það eru oft á tíðum í gangi ósanngjarnar kröfur til okkar félagsmanna að liðka nú til og lækka launin eða vinna stoþult. Þarna þarf stéttarfélagið að stíga inn og verja einstaklinginn. Það er einnig mjög mikilvægt að við komum inní mál ef verið er að breyta vinnustaðasamn- ingum og þess háttar. Það er erfitt fyrir trúnaðarmann að standa einn í eldlínunni gagnvart fyrirtækjum í dag. Ég finn mikið fyrir vonbrigðum launamanna þegar þeir standa frammi fyrir þessum kröfum því þeir fengu bara sín stríþuðu laun þegar allt var í uþpgangi. Nú horfa þeir sömu uþþ á að ágóðinn sem safnast hafði uþþ ífyrirtækinu í formi eigin fjár er horfinn í eitthvað allt annað. Þeim er svo gert að herða sultaról- ina til að bjarga, ef einhverju erað bjarga. Það er erfitt að kyngja slíkum kröfum." Stjórnmálamenn hafa framlengt kreppuna með sundurlyndi Stjórnmálamenn báru mikla ábyrgð á hrun- inu og sumir halda því fram að þeir séu líka að bregðast í endurreisninni. Hver erykkar skoðun á því? HÞS: „Stjórnamálamenn fyrri tíma bera ábyrgð á þeim ramma sem bankar og aðrar fjármálastofnanir störfuðu í. Sá rammi var augljóslega gisinn þar sem græðgi, spilling og sérhagsmunahyggja réðu ferðinni og mönnum tókst bæði að sópa til sín fjármun- um úr bankakerfinu og sölsa undir sig hverju fyrirtækinu á fætur öðru, hirða úr þeim öll verðmæti og skilja eftir sig sviðna jörð. Varðandi endurreisnina þá hefur hún auðvitað tekið allt of langan tíma. Ég vil lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöldum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu hvað það varðar. Að þingheimur þvæli á undan sér sama málinu misserum saman er eitt útaf fyrir sig óábyrgt. Hvað þá heldur þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er í dag. Stöðugleikasáttmálinn sem undirritaður var í fyrrasumar var liður í því að flýta fyrir endur- 10 - VINNAN -

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.