Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 16
VINNAN Ánægjulegt að geta og reynslu til góðra segir Björn Eysteinsson starfsmaður RSI nýtt þekkingu verka Það er ekki ofsögum sagt að íslendingar hafa fylgst af stolti með starfi íslensku alþjóðasveitarinnará Haítí í janúar síðastliðn- um. Hópurinn samanstóð af reynslumiklum og færum björgunarmönnum enda starf björgunarsveitanna á íslandi afar öflugt þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboða- vinnu. Félagar björgunarsveitanna búa yfir margvíslegum bakgrunni og fjöldi þeirra eru félagsmenn aðildarfélaga ASÍ. Björn Eysteins- son er einn þeirra en hann er menntaður rafeindavirki en starfar um þessar mundir á skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins. Björn hefur undanfarin ár starfað með alþjóða- sveitinni og fór því á vettvang náttúruham- faranna á Haítí til björgunarstarfa. Hvert er þitt hlutverk innan alþjóðasveit- arinnar og í hverju fólst starfykkar á Haítí? „Ég starfa með Hjálparsveit skáta í Reykja- vík en hlutverk okkar innan alþjóðasveitarinn- ar er búðastjórnun, ásamt því að leggja til vatnshreinsibúnað. Verkefni búðahópsins er fyrst og fremst að sjá um flutning á búnaði, tryggja að hann komi til skaðalandsins, svo og fæðismál, skipulagning, uppsetning og rekstur á tjaldbúðum sveitarinnar. Aftur á móti var starf búðahópsins á Haítí töluvert umfangsmeira en okkar plan segir til um. Uppblásnir braggar Þegar við höfðum sett upp búðirnar okkar kom beiðni frá aðgerðastjórn Sameinuðu þjóðanna um að við hjálpuðum þeim um aðstöðu fyrir mannskap sem sér um sam- 010 skipti og útdeilingu verkefna til björgunar- aðila. Það varð úr að við létum þá hafa ann- að uppblásna braggatjaldið okkar sem átti að vera sjúkraaðstaða fyrir sveitina. Þann- ig að búðirnar okkar breyttust snögglega í miðstöð aðgerða. Við vorum einnig beðin um að taka að okkur skipulagningu á heildar- tjaldbúðum á svæðinu en björgunarsveitir streymdu til Haítí og þurftu sitt pláss. Þá sáum við einnig um„grátt vatn" (vatn sem er ekki til drykkjar) fyrir þær sveitir sem vildu, en við vorum með 2000 lítra segltank og kranabúnað sem við lögðum til vegna þess. Þetta var auðvitað meiri vinna fyrir hóp- inn, en okkur fannst bara ánægjulegt að geta nýtt þekkingu og reynslu okkar til góðra verka og ekki síður áhugavert að sjá hvernig menn framkvæma svona risa aðgerð. Kvölds og morgna voru haldnir stöðufundir í okkar búðum með stjórnend- um allra björgunarsveitanna sem tóku þátt í aðgerðum, þannig að við vorum í góðri aðstöðu til að fylgjast vel með þróun mála." Björn segir að reynslan og lærdómurinn sem sitji eftirferðina til Haítí sé margvísleg. „Þarna varð svakalegt mannfall og eyði- leggingin rosaleg og því á maður ekki eftir að gleyma. Annað sem stendur upp úr er hvað hópurinn náði vel saman og engin slys eða alvarleg óhöpp urðu hjá okkur. Svona ferð fer síðan í reynslubankann og nýtist í næsta útkall." Mikill velvilji atvinnurekenda Félagarí björgunarsveitunum þurfa margoft að sinna verkefnum sínum með litlum fyrirvara. Skyldu þeirmæta skilningi hjá atvinnurekendum þegar fara þarfúr landi til lengri tíma með skömmum fyrirvara? „Skilninguratvinnurekenda á starfi björg- unarsveitarmanna virðist vera mjög góður almennt og ég held að flest okkar haldi laun- um í fjarvistum vegna útkalla. Það eru kannski helst einyrkjar sem missa tekjur sínar. Fyrirtæk- in líta á þetta sem sitt framlag til málaflokks- ins sem það vissulega er og þer að virða og þakka. Björgunarsveitir á íslandi eru allar reknar í sjálfboðastarfi og það getur ekki gengið nema með velvilja fyrirtækjanna sem meðlimirnir starfa hjá." Öll menntun kemur að gagni Fjölmargir félagsmenn björgunarsveitanna hafa iðnmenntun -erhún mikilvægur grunn- ur vegna starfa í björgunarsveitunum? „Ég vil nú meina að öll menntun nýtist með einum eða öðrum hætti í björgunar- sveit, hvort sem það er iðnmenntun, háskóla- menntun eða annað. Starf björgunarmanns- ins er svo fjölbreytt að víðtæk reynsla kemur ávallt að gagni. Ég er rafeindavirki að mennt og það nýtist mér að sjálfsögðu í starfi alþjóðasveitarinnar eins og annarstaðar. Sennilega er það útivistarreynslan sem nýtist manni best við svona aðstæður og að sjálfsögðu menntun og þjálfun Hjálparsveit- arinnarog íslensku alþjóðasveitarinnar." 16 • VINNAN •

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.