Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 13
Trúnaðarmenn og virk í verkalýðshreyfingunn Nafn: Sæunn Pálmadóttir Aldur: 32 Bær: Ólafsfjörður Starf: Fiskvinnsla Stéttarfélag: Eining-lðja Hvað fékk þig til að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég byrjaði í þessu þegar ég var kosin trúnaðarmaður á vinnu- staðnum sem ég var að vinna á. Síðan hefur eitt leitt af öðru. Nafn: Einar P. Pálsson Aldur: 35 ára Bær: Akureyri Starf: Verslunarmaður Stéttarfélag: FVSA Hvað fékk þig til að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar? Fyrst voru það samstarfsfélag- arnir. Síðar vaknaði áhugi minn á kjaramálum og því mikilvæga starfi sem verkalýðshreyfinginn stendur vörð um. Skiptir máli að vera í stéttarfélagi? Auðvitað skiptir máli að vera í stéttarfélagi og aldrei meira en núna þegar við stöndum á þessum erfiðu tímum í efnahags og atvinnu- málum. Það er fyrst og fremst samstaða og samvinna sem mun koma okkur yfir þennan erfiða hjali. Er ungt fólk meðvitað um kosti þess að vera í stéttarfélagi? Já auðvitað er ungt fólk meðvitað um það. En mér finnst samt vanta mikið upp á að fræðslan skili sér almennilega til unga fólksins. Þó að mikil framför hafi orðið í þessum málum, má gera betur. Hvað er í þínum huga stærsta framfaramál sem verkalýðshreyfmgin hefurkomið að á undanförnum árum? Þó að það séu mörg þörf framfaramál sem hafa komið fram þá finnst mér tilkoma Starfsendurhæfingarsjóðs eitt það stærsta. Það að grípa snemma inn í mál og láta fólk fá einstaklingsþundnar lausnirá sínum málum er mjög jákvætt. Þannig má koma í veg fyrir að að launafólk hverfi út af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er stórt skref í rétta átt. Skiptir máli að vera í stéttarfélagi? Já það skiptir höfuðmáli að vera í stéttarfélagi. Að vera það ekki er nokkuð svipað og að vera ótryggður. Er ungt fólk meðvitað um kostiþess að vera istéttarfélagi? Nei því miðurvirðist ungtfólkekki hugsa mikið um réttindi, skyldur né stéttarfélög. Fræðsla innan grunnskóla er hugmynd sem rædd var í oþinni umræðu skiþulagsmála AS( nú ekki fyrir löngu og Ijóst er að ungt fólk er sá hópur sem verkalýðshreyfingin verður að ná betur til. Hvað er í þínum huga stærsta framfaramál sem verkalýðshreyfingin hefurkomið að á undanförnum árum? Lenging fæðingorlofs með tilkomu feðraorlofs var mikilvægt skref því að sjálfsögðu eiga feður að hafa sömu tækifæri og mæður til að ala upp og vera með börn sín. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir börn á fyrsta ári að fá að vera sem mest með báðum foreldrum sínum. Þessi réttur hefur lengt þann tíma í þeim tilfellum sem feður hafa kosið að taka sér orlof. Stefna stjórnvalda um skerðingu fæð- ingarorlofs er því stórt skref afturábak. Hvað getur verkalýðshreyfingin gert betur? Það er margt sem þarf að bæta og laga og staðan á vinnumarkaði er ekki góð. Því held ég að verkalýðshreyfingin þufi núna að sýna meiri samstöðu og vera enn sýnilegri en áður. Hvað getur verkalýðshreyfingin gert betur? Eitt af því sem verkalýðshreyfingin mætti skoða er hvernig við félagsmenn getum nálgast ungt fólk betur og fengið það til liðs við hreyfinguna. Einnig hvernig megi nýta auð kvenna beturtil forystu. Efling-stéttarfelag vinnur fyrir þig - Sterkari samanl Sætuni 1 • 105 - Reykjavik • Simi: 510 7500 • Fax: 510 7501 • www.eflmg.is stendur með þer • VINNAN • 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.