Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 15
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs (VIRK) er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests, með aukinni virkni, eflingu starfsendurhæfingar og öðrum úrræðum. Meginverkefni sjóðsins er að skipuieggja störf ráðgjafa sem starfa á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna um allt land og aðstoða einstaklinga sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda. Sérstökáhersla er lögð á snemm- bært inngrip og fjölþætt starfsendurhæf- ingarúrræði. Þjónusta Starfsendurhæfmg- arsjóðs er einstaklingum sem hennar njóta að kostnaðarlausu. Að Starfsendurhæfingarsjóði standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda hérlendis og hefur myndast góð samstaða þessara aðila um uppbyggingu þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um sjóðinn var samið í kjarasamningum árið 2008 og verður hann til framtíðarijármagn- aðurafatvinnulífi, lífeyrissjóðum og ríki. Sjóðurinn hóf starfsemi í ágúst 2008 og nú eru starfandi 22 ráðgjafar í ríflega 17 stöðugildum um allt land og hófu flestir þeirra störf á haustmánuðum 2009. Vinnu- stöðvar ráðgjafa eru hjá stéttarfélögum eða sjúkra- og styrktarsjóðum stéttar- félaga og einstaklingar sem koma í ráðgjöf geta pantað tíma þar. Forsenda þjónustu ráðgjafa í starfs- endurhæfingu er að til staðar sé heilsubrestur sem skerðir starfs- getu viðkomandi einstaklings. Allir einstaklingar á vinnumarkaði eiga rétt á þjónustu hjá ráðgjöfum séu þessar forsendur til staðar og sama gildir um þá sem eru á dagpen- ingum hjá sjúkra- sjóðum stéttarfélaga, eru í atvinnuleit, fá bætur frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði eða eiga rétt á örorku- lífeyri frá lífeyrissjóðum. Ráðgjafarstéttarfélaganna veita þjónustu á sviði starfsendurhæfingar þar sem mark- miðið er fyrst og fremst að aðstoða viðkom- andi einstakling við að vera í eða fara aftur í vinnu. Þjónustan erfjölbreytt og miðar að því að hvetja einstaklinginn til að nýta styrkleika sína og um leið að fækka þeim hindrunum sem koma í veg fyrir að hann geti verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði. Mikil áhersla er lögð á trúnað og öryggi. Ef einstaklingur þarf á meiri þjónustu að halda en þeirri sem ráðgjafi getur veitt eru kallaðir til sérfræðingar eða keypt nauðsyn- leg þjónusta eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins. Dæmi um slíka þjónustu eru; tímar hjá sálfræðingi, líkamsrækt með stuðningi sérfræðings, námskeið eða önnur aðstoð til sjálfsstyrkingar. Áhersla er lögð á góða samvinnu við heilbrigðisstofnanir og þá sérstaklega við heilsugæslulækna. Nú þegar hafa tæplega 800 einstaklingar fengið aðstoð hjá ráðgjöfum stéttarfélag- anna og aðsókn í þjónustuna eykst með hverri viku. Þegar hefur komið í Ijós góður áranguraf starfi ráðgjafanna og viðbrögð frá félagsmönnum stéttarfélaga við þjónust- unni eru mjög jákvæð. Hér til hliðar er viðtal við einstakling sem notið hefur þjónustu ráðgjafa VIRK. Á heimasíðu Starfsendur- hæfingarsjóðs www.virk.is er að finna nánari upplýsingar og fleiri viðtöl sem gefa góða mynd af þjónustunni. Reykjavíkur Apótek óskar öllum landsmönnum til hamingju með 1. m Reykjavíkur Apótek býður upp á hagstætt verð og framúrskarandi þjónustu. Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur. AFGBE®SUUt^ g_.-t8.30 vitka daga -I6-.00 iauga(da9a 10 Reykjavíkur Apótek \ Seljavegur 2 I Sími: 51 1-3340 I Fax: 511-3341 I www.reyap.is I reyap@reyap.is • VINNAN • 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.