Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 12
ViNNAN
að það sem ekki er bannað með lögum sé
leyfilegt, og það sem er bannað má hártoga
og gera vafasamt, búa til grá svæði og spila
þar. Ef andi laga og siðgæði er ekki haft til
hliðsjónar er gjörsamlega ómögulegt að
halda úti eðlilegu samfélagi. Við sjáum t.d.
í skattamálum hvernig heilu stéttirnar hafa
komist undan því að taka þátt í samfélags-
kostnaði, það eru endalaust búin til skálka-
skjól til að komast hjá skattgreiðslum. Því
miður sé ég engin merki um hugarfars-
breytingu á þessu sviði."
Nauðsynlegt að
draga menn til ábyrgðar
Menn hrópa á álver og aðrar
stórframkvæmdir en er ekki tími til að leita
nýrra atvinnu-tækifæra, nýrra lausna?
HÞS: „Jú vissulega er auðvelt að hrópa á
mannfrekarframkvæmdirtil að slá hratt á
atvinnuleysið. í stöðugleikasáttmálanum list-
uðu aðilar upp og tímasettu þær mannfreku
framkvæmdir sem fara áttu af stað. Á öllum
tímum þarfað huga að nýsköpun íatvinnu-
lífinu, ekki síst núna. Margar nýjar hugmyndir
hafa komið fram í kreppunni hjá því fólki sem
hefur misst vinnuna. Flest þessi verkefni eru
smá þar sem aðilar eru þá að skapa sjálfum
sératvinnu.Til viðbótar við stærri verkefni eru
ýmis viðhaldsverkefni sem tilvalið er að fara í
á þessum tímum, s.s viðhald húsnæðis í eigu
ríkis og sveitarfélaga, mörg þeirra þurfa ekki
langan undirbúningstíma."
FH: „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum
að fara í þau verkefni sem búið er að ákveða
eins og stækkun álversins í Straumsvík og
það sem búið er að semja um í Fielguvík.
Þessum fram kvæmdum fylgja virkjanir
og þær verður að byggja. Til framtíðar er ég
þeirrar skoðunar að við eigum að leita fleiri
kosta og þá horfi ég sérstaklega til þess að
við eigum að sammælast um virkjanaáæt-
lanir vel fram í tímann til að fá smærri
kaupendur raforku til okkar sem eru með
fleiri störf á hvert megawatt. Það að setja
samasem merki milli eins raforkukaupanda
og virkjunar kallar á stóriðjuver eins og álver.
Sá tími er liðinn að mínu áliti. Það eru mjög
margir smærri kaupendur raforku með mjög
álitleg verkefni sem banka reglulega upp á
hjá opinberum aðilum. Ef við getum tryggt
rafmagn þá eru kaupendurnirtil og mjög
fjölbreytt flóra fyrirtækja."
Hvernig viljið þið að verkalýðshreyfmgin beiti
sér í því endurreisnarstarfi sem framundan er?
HÞS: „í upphafi lögðum við hjá AFLi
mikla áherslu á að þeir sem ollu hruninu
yrðu látnir sæta ábyrgð. Það væri ekki bara
réttlætismál, heldur myndi það einnig flýta
fyrir að byggja upp traust á nýjan leik. Það
er lykillinn að því að við getur horft fram á
veginn. Það var ekki gert og fólk er að missa
trúna á að það verði gert. Ef þú stelur læri úr
matvöruverslun getur þú verið viss um að
hljóta refsingu en ef þú rænir þjóðina eins
og gert var, hver er þá refsingin? Verkalýðs-
hreyfingin hefur sýnt mikið langlundargeð
í því að skapa stjórnvöldum svigrúm til
að reisa við efnahagskerfið. Þolinmæðin
gagnvart stjórnvöldum er á þrotum hjá
verkalýðshreyfingunni, launafólkinu, fyrir-
tækjunum og öllum öðrum sem efnahags-
kreppan bitnar á."
FH: „Ég get tekið undir þetta. Ég tel
mikilvægasta hlutverk stéttarfélaga og
verkalýðshreyfingarinnar nú vera þá vinnu
sem við stöndum einmitt í núna, þ.e. að
smala saman"aðilum vinnumarkaðarins"
og stjórnvöldum í uppbyggilegar aðgerðir í
atvinnumálum og að verja heimilin í landinu
s.s. vegna skuldavanda og kostnaðarauka á
ýmsum sviðum. Við þurfum að hamra áfram
á mikilvægi þess að koma fleira fólki í vinnu.
Það er algert þjóðarböl að láta fólk ganga
um atvinnulaust. Þarsem viðeigumað
beita okkur næst er að mínu viti að koma á
gegnsærra og heiðarlegra samfélagi. Ef við
höldum áfram á þeirri línu sem viðskiptalífið
vinnur á, þ.e. að allt sem ekki er bannað sé
leyfilegt, mun það bera annað hrun með sér.
Ég hef það á tilfinningunni að þar höfum við
lítið lært. Mér finnst endurreisnin vera byggð
á þessu sjónarmiði og það gengur ekki. Ég
er svo gamaldags að ég sakna þess tíma
þegar orðheldni var dygð og handsal einhvers
virði. Nú getur þú ekki gert lítil viðskipti
nema skrifleg séu, vottuð og þinglýst.
Ég tel að við þurfum næstu tvö ár til að
byggja okkur upp en þá vil ég líka sjá allt
komið í blóma aftur. Við eigum að geta
það. Við verðum að fara að gera þetta hrun
uþp í huga okkar og horfa til framtíðar. Það
tekur allt of mikla orku frá okkur að dröslast
með neikvæðnina og hefndarhuginn á eftir
okkur. Við eigum að byggja upp til framtíðar
en ekki fortíðar."
12 • VINNAN •