Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 4
Páll Skúlason heimspekingur
Hvernig byggjum við
réttlátt þjóotélag?
Páll Skúlason heimspekingur og fyrrverandi
háskólarektor flutti erindi á síðasta ársfundi
ASÍ. Páll var þar beðinn um að leggja út af
yfirskrift fundarins sem var Byggjum réttlátt
þjóðfélag. Er skemmstfrá því að segja að
erindi Páls vakti mikla athygli enda velti hann
upp grundvallarspurningum sem hann svo
leitaðist við að svara. Til að fleiri fái að njóta
mannbætandi pælinga Páls lagði Vinnan
nokkrar spurningarfyrir heimspekinginn.
Margir tala um að það haft orðið
einhverskonar siðferðisbrestur í samfélaginu
á síðustu árum þar sem taumleysi ílífsstíl og
metorðagirnd tóku völdin. Þetta gæti allt
eins verið lýsing á hnignun Rómarveldis til
forna. Hvar fórum við út af sporinu? Eðavar
það kannski alls ekki íslensk þjóð sem fór út
afsporinu heldur fámennur hópur manna?
„Áður en ég reyni að svara þessari stóru
spurningu, vil ég biðja fólk að íhuga hvað
siðferði er. Siðferði byggist á viðleitni til að
gera það sem rétt er, leita þess sem gefur
lífinu gildi og til að berjast gegn kúgun
og ófrelsi. Þess vegna er siðferðið undir
okkur sjálfum komið, gildismati okkar og
samskiptum. í öllu mannlegu samneyti
skiptir réttlætið mestu. í nánu sambandi er
það ástin og svo á hvert okkar í samskiptum
við sjálft sig og þá skiptir sjálfræðið mestu,
það að vera ekki á valdi óvitrænna afla sem
leiðaokkurígönur.
Við íslendingar höfum aldrei lagt okkur
nægilega eftir að þroska siðferði okkar í
þessum skilningi. Auk þess hefur þeim
boðskap verið haldið fast að þjóðinni síðustu
áratugi að það sé öllum eiginlegt að hugsa
4 • VINNAN •