Vinnan - 01.05.2010, Blaðsíða 8
VINNAN
JónYngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur fjallar um íslenskar bókmenntir og verkalýðsbaráttu
...allra inndælasta verkfall”
Hvernig stendur á, að íslenzka verkalýðs-
hreyfingin hefir ekki enn eignast sína hetju-
sögu, þrungna af sósíalistiskri vitund og
vissu baráttufúss verkalýðs, borna uppi af
fórnfúsum hetjum verkalýðsins, er ganga
sem einstaklingur upp í frelsisbaráttu stétt-
arheildarinnar, sem svo aftur gefur þeim
þróttinn til að yfirvinna einstaklings sorgir
sínar og áhyggjur? (EO: Réttur. Skáld á leið til
sósíalismans 1932,111)
Þannig spurði Einar Olgeirsson í grein í
Rétti árið 1932. Þetta var árið eftir að seinna
bindi Sölku Völku kom út og það er augljóst
af grein Einars að sú saga uppfyllir ekki kröfu
hans um hetjusögu fyrir íslenskan verkalýð.
Fæstar þeirra íslensku skáldsagna sem birt-
ust á næstu árum svöruðu kalli Einars þótt
margir höfundanna væru samherjar hans
í stjórnmálum. Ef leitað er að hetjusögum
íslenskrar verkalýðsbaráttu í íslenskum
bókmenntum á fyrri hluta tuttugustu aldar
þegar baráttan var hörðust verður eftirtek-
jan rýr, það er helst í smásögum sem slíkar
sögur er að finna og þá ósjaldan í sama
tímariti og Einar ritaði grein sína í, Rétti. Um
Ijóð gildir öðru máli, skáld eins og Steinn
Steinarr, Jóhannes úr Kötlum og Halldór
Laxness ortu Ijóð sem urðu innblástur og
brýning í baráttunni um brauðið.
Samt hefur verkalýðsbarátta á löngum
tímabilum sett mark sitt á íslenskar bók-
menntir og ekki síður íslenska bókmennta-
umræðu. íslensk stjórnmálabarátta var lengi
fram eftir síðustu öld öðrum þræði
menningarbarátta og íslenskir rithöfundar
og íslenskir verkamenn áttu löngum sam-
leið. Skömmu eftir að Einar skrifaði grein
sína bundustmargiraffremstu höfundum
þjóðarinnarsamtökum ÍFélagi byltingar-
sinnaðra rithöfunda sem meðal annars hafði
á stefnuskrá sinni„að vera málsvari og sam-
herji verkalýðsins í menningarlegu byltingar-
starfi hans". Meðal þeirra rithöfunda sem
sameinuðust um þennan málstað, innblásnir
af byltingunni í Rússlandi og hinni nýju
stefnu voru Halldór Laxness og Þórbergur
Þórðarson. Þórbergur hafði raunar boðað
byltingu verkalýðsins og sósíalisma allt frá
því Bréf til Láru kom út árið 1924. Líkt og
Halldór síðar aðhylltist hann sósíalismann
sem vísindalegt skipulag:
Vér verðum að breyta skipulaginu. Fyrr
getum við ekki gert oss neinar vonir um
mannbætur. Núverandi skipulagsleysi
heimskar menn og freistar þeirra til að vinna
glæpsamleg flónskuverk. í stað þess verðum
vér að gefa þeim skipulag, sem freistar
þeirra til að lifa heiðarlegu vitsmunalífi. Þetta
skipulag er til á pappírnum. Það er sósíalis-
minn. Hann er vísindaleg skipulagning,
reist á þekkingu, mannúð og virðingu fyrir
andlegu lífi. (Bréf til Láru k. XV)
Halldór Laxness og íslensk alþýða
Það er engin goðgá að halda því fram að
Halldór Laxness hafi staðið fremstur í þeirri
fylkingu rithöfunda sem lögðu málstað
verkalýðsins lið. Upphaf þeirrarsamfylgdar
má rekja til Alþýðubókarinnar, ritgerðasafns
sem Halldór sendi frá sér árið 1929 og
tileinkaði íslenskri alþýðu. Handritiðfærði
hann Alþýðusambandi íslands að gjöf sem
síðan lét prenta bókina. í Alþýðubókinni
eru boðaðar einfaldar og tæknilegar lausnir
á flestu því sem plagaði landslýð, alltfrá
raflýsingu sveitanna og samyrkjubúum til
mjólkurframleiðslu yfir í almennt hreinlæti
og tannhirðu. Höfundi ritgerðanna er mikið
niðri fyrir og hann tekur umbótatillögur
sínarfullkomlega alvarlega.
Þess vegna hefði mátt búast við því að
þegar sami höfundur sendi á næstu árum frá
sér mikla skáldsögu um lífið í þorpinu Óseyri
við Axarfjörð myndi rætast draumurinn um
hetjusögu fyrir verkalýðinn þar sem bent
yrði á leiðir til úrbóta og hetjulegar kempur
verkalýðsins vísuðu veginn til framtíðar. Svo
varð þó ekki. í Sölku Völku tekur skálskapur-
inn völdin af hugsjónunum eins og svo oft
hjá Halldóri og Arnaldur, elskhugi Sölku
og efnilegur leiðtogi verkalýðsins snýst á
köflum upp í skopstælingu á höfundi sínum.
Hugsjónir þeirra eru þær sömu en það sem
hjá Halldóri í Alþýðubókinni er einlægur
framfaravilji og trú á hugmyndakerfi sósíal-
ismans verður hjá Arnaldi að loftköstulum
og óraunsæju tali sem ævinlega brotnar á
þeim kletti brjóstvits og almennrar skynsemi
sem Salka er.
Arnaldi tekst þó að efna til verkfalls í
þorpinu og þá nær sögumaður sér á veru-
legtflug í kaldhæðninni:
Þetta virtist í raun og veru allra inndælasta
verkfall með daglegum framförum í bolsé-
vism og alheimsbyltingu, rauðum fána,
stöðugum fundarhöldum einkum meðal
yngra fólksins, ræðulist, sönglist og kvenna-
fari. (Salka Valka,Fuglinn í fjörunni k.9)
Stuttu seinna er efnt til kröfugöngu í þorp-
inu sem fær svipaða einkunn hjá sögumanni.
Verkalýðsbaráttan á Óseyri virðist alltaf snú-
ast upp í einhverskonar karníval þar sem allar
reglur eru afnumdar um stund og niðurstað-
an eralltaf sú sama: söngur og kvennafar:
Það var mjög tilfinningarík kröfuganga
með fullkominni stéttvísi og óbifandi sann-
færingu þess, að ekkert gæti framar komið
til mála, nema alræði öreigans og engin
stétt ætti tilverurétt, nema hið vinnandi
fólk. Síðan var fundinum haldið afram í
barnaskólanum og honum lauk með dansi,
söng og kvennafari út með öllum sjó (Salka
Valka, Fuglinn ífjörunni, k.11)
Daginn eftir hefst vinna við fiskvöskun
hjá Jóhannesi Bogesen og það er engin
önnur en Salka sjálf sem fer í fylkingarbrjósti
verkfallsbrjótanna, hún hefur ráðið sig sem
verkstjóra hjá Bogesen. Arnaldur hverfur
úr þorpinu í bili: „Það var ekki annað eftir
af bolsévismanum en endurminningarnar
um nokkur vígorð, sem vöktu bara viðbjóð í
hjörtum fólks, líkt og flöskubrot eftir afstaðið
fyllerí." (Salka Valka, Fuglinn í fjörunni, k.11)
Svipaða sögu má segja af öðrum verkföllum
í hinum stóru raunsæissögum Halldórs sem
þó hafa verið íslenskum jafnaðarmönnum
og verkafólki innblástur í gegnum tíðina.
Það er lítil reisn yfir verkalýðsbaráttunni
8 • VINNAN •