Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Blaðsíða 8

Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Blaðsíða 8
8 skal um lækna, er aðgang eiga að lyfjabúðum, skýrt frá tölu lyfseðla þeirra yfirleitt, tölu áfengisseðla og « frá áfengismagni því, sem hver læknir hefir ávísað með áfengisseðlum siðastliðið ár. 10. gr. Um brot g'egn þessari reglugerð fer eftir fyrimælum laga nr. 69 frá 1928, og laga nr. 64 1930. Lög Tannlæknafjelags íslands. 1. gr. Fjelagið heitir Tannlæknafjelag íslands. 2. gr. Tilgangur fjelagsins er að efla samvinnu og samkomulag meðal íslenzkra tannlækna i landinu, koma skipulagi á málefni stjettarinnar (vinna að rjettindaeflingu) og gæta hagsmuna hennar eftir föng- um og gera meðlimum greiðara fyrir að fylgjast með nýjungum í starfsemi sinni, t. d. með því, að hafa samlög um kaup tímarita og dýrra bóka, og á ann- an hátt, eftir því sem kringumstæður heimta, og fje- laginu er fært. 3. gr. Fjelagsmenn geta þeir íslendingar orðið, sem hafa fullkomð tannlækningapróf og aukþessaðrirtann- læknar, sem hafa fengið ísl. tannlæknaleyfi, eða lækn- ar, sem starfa lijer eingöngu að tannlækningum. Sá, er óskar upptöku i fjelagið, skal suúa sjer um það til einhvers úr stjórn fjelagsins. Ef stjórnin samþykkir beiðnina, skal gjaldkeri krefja umsækjanda um fje- lagsgjaldið, og þegar það er greitt, fær hann atkvæð- isrjett í fjelainu. Ritari lætur hann undirskrifa lög- in, svo fljótt sem unt er. Úrsögn úr fjelaginu skal vera skrifleg, stíluð til stjórnarinnar og miðast við 1. janú- ar. Fjelagið getur á aðalfundi sínum kosið heiðurs- fjelaga (og styrktarfjelaga), er % atkvæða eru því samþykkir. 4. gr. Stjórn fjelagsins skipa 3 meðlimir, kosnir á aðalfundi: formaður, ritari og gjaldkeri, og hafa þeir búsetu i Reykjavík. 5. gr. Aðalfundur skal haldinn i júní eða júli- mánuði ár hvert. Til fundarins skal boðað skriflega með mánaðar fyrirvara.

x

Handbók Tannlæknafjelags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Handbók Tannlæknafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/1517

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.