Stefnir - 01.11.1960, Page 17

Stefnir - 01.11.1960, Page 17
StjórnaSi hann síðan ríki sínu til dauSadags af hinum mesta skörungsskap. Pípin átti tvo sonu, er hétu Karl og Karlóman. Þegar Pípin dó, 768, erfðu þessir synir hans ríkið og var því þá skipt á milli þeirra sam- kvæmt venju. Samkomulag bræðranna virtist ekki ætla að verða gott, en áður en nokkuð illt hlytist af því, dó Karlóman, 4. des 771. Hann lét eftir sig konu og tvo sonu, sem áttu að erfa föður sinn. En Karl hrifsaði undir sig arf þeirra og varð þar með einn konungur yfir öllu Franka- ríki. Evrópa var um þessar mundir æði ólík því, sem hún er á vorum dögum. Hinir villtu og heiðnu forfeður vorir á Norðurlöndum voru þá óðast að tygj'a. sig í hinar frægu víkingaferðir sínar. Fátt var þar um skipuleg ríki. I austur- hluta álfunnar bjuggu Slavar :eins og nú. Þeii voru afar skammt komnir í menningarefnum. Á Spáni réðu Múhameðstrúarmenn ríkjum. Eng- land skiptist í mörg smáríki, er lágu í einlægum styrjöldum sín á milli. Balkanskaginn var undir yfirráðum Býzansríkis og Búlgara, og Þýzka- land sumpart skipulagslitlar villimannabyggðir og sumpart smáríki. Hluti af því, aðallega suð- vesturhluti núverandi Vestur-Þýzkalands til- heyrði Frankaríkinu. Italía var mjög sundruÖ. í Pódalnum stóð ríki Langbaröa, germanskrar þjóðar, sem hafði brotizt inn á Italíu 568 og tekið af Býzansríki allan Pódalinn og mikil lönd suöur af skaganum. Þar suður frá voru tvö hálf- sjálfstæö Langbaröahertogadæmi, Spoleto og Benevent. Hingað og þangað um skagann voru svo þeir landsskikar, sem Býzansríki átti eftir. Þó hafði Býzans naumast ráð á að kosta varnir þessara smáskika, og urðu þeir að gera það sjálfir að mestu. Af því leiddi svo aukin sjálfs- forráð þessara héraða. Meðal þeirra var Róm og umhverfi hennar. Þar var páfinn æðsta vald og hafði bæði andlegt og veraldlegt forræði borg- arinnar í sínum höndum. Ef frá er talið Mú- Bronzlíkneski af Karli mikla með kórónu, sverð og veldishnött. hameðstrúarmannaríkið á Spáni, var Frankaríkið eina skipulega sterka ríkið í álfunni. Verkefnin voru þar þó ærin fyrir stjórnsaman konung og hásætið varð Karli aldrei neinn hægindastóll. Hann fékk strax nóg að gera. Það hefur áður verið nefnt, að hann hrifsaði undir sig með offorsi lönd hins sálaða bróður síns, Karlómans. Ekkjan og synir þeirra tveir þóttust að vonum sárt leikin og leituðu því á STEFNIR 15

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.