Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 19

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 19
f’relsi sínu, unz Karli tókst loks sumarið 785 að reka enda'hnútinn á hernám alls landsins. Widukind varð að gefast upp, vinna Karli holl- ustu og taka skírn ásamt mörgum öðrum sax- neskum höfðingjum. Karl var nú búinn að kljást við Saxa í þrettán ár og hefur víst fundizt, að það væri orðinn nógu langur tími. Til að koma í veg fyrir frek- ari uppreisnir af þeirra hálfu ákvað hann að láta kné fylgja kviði. Hófst nú mikill þrauta- tími fyrir Saxa, þar eð Karl rétti þeim hin grimmilegustu kúgunarlög. Hér er sýnishorn af lagasetningu hans: „Hver sá, sem brýzt inn í kirkju og rænir eða stelur þaðan einhverju, verður tekinn af lífi.“ „Hver sá, sem af fyrir- litningu á kristindómi neitar að virða helgihald föstunnar og étur þá kjöt, verður tekinn af lifi“. „Hver sá, sem drepur biskup, prest eða djákna, verður tekinn af lífi.“ „Hver sá, sem kastar líki á bál samkvæmt heiðnum siðum og brennir það til ösku, verður tekinn af lífi.“ „Hver sá Saxi, sem er óskírður og reynir að felast meðal landa sinna og sleppa við skírn, verður tekinn af lífi.“ „Hver sá, sem gerir samsæri með heiðingjum móti hinum kristnu eða heldur áfram að styðja iþá í baráttu þeirra á móti hinum kristnu, verður tekinn af lífi.“ „Hver sá, sem ekki vinnur kon- ungi skyldan hollustueið, verður tekinn af lífi.“ Þannig lifðu Saxar nokkur ár með hnífinn á barkanum. Samtímis leituðu þeir þó tækifæris til að brjótast undan okinu. Vorið 793 héldu þeir, að stundin væri komin. Þetta vor var frankversk herdeild á leið austur yfir Saxland. Saxar réð- ust á hana við Weserfljót og brytjuðu hana nið- ur. Þar með var hafin uppreisn sem breiddist út eins og eldur í sinu um allt Saxland. Saxar köstuðu nú kristni og tóku aftur upp heiðni. Þeir rifu niður kirkjur í landi sínu eða brenndu þær. Biskupa sína og presta ýmist drápu þeir eða hröktu burt. Karl var fjögur ár að bæla niður þessa uppreisn. Friður komst loks á árið 797. Þetta ár samdi hann við foríngja Vestfala, Aust- fala og Angara um, að þau kúgunarlög, sem hann hafði sett árið 785, skyldu afnumin. Ný stefna var tekin upp, stefna málamiðlunar og sáttfýsi. Saxland fékk nú svipaða stöðu og önn- ur svæði Frankaríkisins, sem áður hafði hangið eins og sverð yfir höfðum Saxa, komu nú bætur og sektir. Uppreisnum var þar með lokið í mestum hluta Saxlands. Þó náði þetta samkomulag ekki til þeirra Saxa, sem bjuggu í norðausturhluta Sax- lands, þar sem nú er Hamborg og nálægir stað- ir. Þeir voru enn óbugaðir. I sex ár, 798—804, veittu íbúar þessara svæða harðvítuga mótspyrnu öllum tilraunum Karls til að gerast drottinn þeirra. Þeir myrtu umvörp- um konunglega embættismenn og kristna trú- boða, byrjuðu aftur og aftur á hinum eilífa skop- leik um að þykjast vera orðnir trúir og góðir þegnar, þegar hersveitir Franka voru staddar í landinu, en rísa upp að nýju og hefja slátrun á frankverskum embættismönnum um leið og hershöfðingjar Karls voru á brott með menn sína. Það gagnaði lítið að heimta af þeim gisla. Þeir létu þá af hendi og hófu svo uppreisn að nýju. Karl ákvað þá að grípa til róttækari ráðstaf- ana: taka íbúa uppreisnarsvæðanna og flytja þá nauðungarflutningi til annarra héraða ríkisins og láta þá setjast þar að. I stað þeirra skyldu svo fluttir aðrir íbúar trúir ríkisvaldinu á þau svæði, sem höfðu verið tæmd. Meðal hinna nýju íbúa á uppreisnarsvæðunum voru margir munkar og klerkar og studdu þeir mjög að því, að Karli tækist að slá tvær flugur í einu höggi, tryggja bæði völd sín og sigur kristninnar í viðkomandi héruðum. Karl vakti sjálfur yfir því, að þetta kæmist almennilega í framkvæmd. Frankverskar hersveitir fóru um svæðin, sem höfðu verið undirokuð og tóku með sér íbúana, þar með talið öldungar, konur og börn. Hermennirnir STEFNIR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.