Stefnir - 01.11.1960, Page 20

Stefnir - 01.11.1960, Page 20
ráku þetta fólk síðan eins og sauðahjarðir lii fjarlægra landssvæða, sem þeim hafði verið út- hlutað, og þar var uppreisnarseggjunum dreift á meðal frankverskra íbúa. Síðan tóku nýir íbú- ar sér bólfestu í hinum auðnu löndum. Þannig lauk 30 ára stríði Karls mikla við Saxa. Saxland og Italía voru ekki einustu landvinn- ingar ICarls. Avarar, Frísar, Bajarar og Serkir á Spáni fengu einnig að kynnast af eigin raun frábærum dugnaði Karls sem landvinninga manns. Raunar varð Karli lítið ágengt á Spáni. Hon- um tókst á endanum að ná nokkurri landræmu sunnan Pyreneafjalla milli þeirra og Ebrófljóts. Þetta svæði var kallað Spánska mörkin. Þessi landræma var dýrkeypt og kostaði margar her- ferðir og mörg mannslíf. Eitt sinn, er Karl var á leið heim úr einni slíkri ferð, réðust Baskar, er voru kristnir og bjuggu nyrst á Spáni, á hann í skarði í Pyreneafjöllum, og missti þá Karl nokkra menn. Meðal þeirra, sem féllu, var greifi nokkur Roland að nafni. Það gleymdist fljótt, að vegendur hans höfðu verið kristnir og upp úr þessu spruttu með tímanum hin frægu kvæði og sögur um riddarann Rollant, sem barðist svo vasklega gegn óvinum Krists. Eitt þeirra ríkja, sem sprultu upp í ólgu þjóð- flutningatímans var hertogadæmið Bajern. Það hafði að nafni til verið lénsríki Pípins skamma, en -einungis að nafni til. Karl sætti sig ekki við annað en full yfirráð þessa landssvæðis. Tassi- lon hertogi var ekki nægilega sterkur til að verja ríki sitt, er Karl árið 787 gerði árás á það úr þrem áttum og varð að sverja Karli trúnaðar- eiða. Uppreisnartilraun síðar af hans hálfu leiddi einungis til þess, að hann var dæmdur til dauða fyrir drottinssvik af kviðdómi eigin þegna. Fyrir miskunnsemi sína breytti Karl þó dómin- um í ævinlangt fangelsi innan klausturveggja. Upp frá þessu var Bajaraland fastur og óað- skiljanlegur hluti Frankaríkisins. Avarar voru asísk villiþjóð. Þeir höfðu um alllangt skeið setið í Ungverjalandi og hrjáð mjög alla nágranna sína. Ríki Karls varð þá auð- vitað einnig fyrir barðinu á þeim. Karl taldi, að við svo búið mætti ekki standa og tókst á endanum að gjörsigra þá og gera ríki þeirra að leppríki, sem smám saman kristnaðist. Einnig Frísar urðu að beygja sig fyrir valdi Karls og gerast þegnar hans. Um aidamótin 800 var svo komið, að Karl réð yfir þeim lands- svæðum, þar sem nú liggja Frakkland, Belgía, Holland, Luxemburg, Vestur-Þýzkaland, nema allra nyrzt, ræma af sunnan- og vestanverðu Austur-Þýzkalandi, Norður-Spánn milli Pyrenea- fjalla og Ebrófljóts og Norður-Ítalía, Sviss og hluti af Austurríki. Auk þess réð hann óbeint yfir öllum Italíuskaganum, og páfinn varð að sitja og standa eins og Karl vildi. Avararíkið var leppríki Franka og slafnesku héruðin við austurmörk Frankaríkisins voru háð Franka- konungi. Enginn þjóðhöfðingi í Vestur-Evrópu komst því í samjöfnuð við þennan jöfur. Hann var konungur. Hinir voru bara peð. Hann hafði sameinað í hendi sér mikinn hluta þeirra landa, sem höfðu tilheyrt vesturhluta hins forna Róma- veldis og meira en það. En hvernig var það þá með Rómaveldi? Hvar var það? Það var ekki liðið undir lok samkvæmt skoðun samtíma- manna. Það stóð áfram. Höfuðborg þess var Konstantínópel, og höfðingi þess var keisar- inn þar. Hafði þetta ríki sleppt tilkalli sínu til landa þeirra, sem germanahöfðingjarnir höfðu unnið undan því? Nei, ó-nei. Býzanskeisari taldi sig vissulega eiga yfirráða- rétt í Norður-Afríku, Spáni, Gallíu, Italíu o.s.frv., sem forðum höfðu verið fastir og óaðskiljanlegir hlutar ríkisins, þ.e. Rómaríkis. Hitt er svo annað 18 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.