Stefnir - 01.11.1960, Side 22

Stefnir - 01.11.1960, Side 22
inni. Hann var rifinn af baki og honum mís- þyrmt á viðbjóðslegan hátt. M.a. var reynt að blinda hann. Að þessu loknu var honum, öllujn löðrandi í blóði, stungið í svartholið, og þar mátti karlvesalingurinn dúsa, unz tveir sendi- menn Frankakonungs komu og björguðu hon- um. Þar með höfðu þó samsærismenn ekki verið kveðnir í kútinn. Þeir báru fram þungar ákær- ur á hendur páfa og sökuðu hann einkum um hórdóm og meinsæri. Páfadæmið virtist hér með vera komið í miklar ógöngur. Eini maðurinn, sem gat hjálpað, var Karl. Páfi leitaði því stuðn- ings hans. Kóngur brást vel við og fór sjálfur til Rómar til að dæma mál páfa. Var sökudólgn- um gert að hreinsa sig af sakaráburði fjand- manna sinna með eiði, og vann hann þennan eið í Péturskirkjunni á Þorláksmessu árið 800. Tveim dögum síðar var fyrsti jóladagur. Þá var haldin guðsþjónusta í Péturskirkjunni. Karl var viðstaddur messuna. Er hann reis upp frá bæn- inni nálgaðist Leó páfi hann og færði á höfuð honum kórónu nokkra samtímis því, að viðstadd- ir hrópuðu þrívegis: „Heill Karli Ágústusi, krýndum af Guði, miklum og friðsömum keis- ara Rómverja.“ Þar með var Karl allt í einu orð- inn keisari. Það er ekki að fullu Ijóst, hver tilgangurinn var með þessu, en sú skoðun er ofarlega á blaðþ að ætlunin hafi verið að reyna að koma einhverju lagalegu formi á ástandið. Rómaborg heyrði samkvæmt lögum undir rómverska keisarann, en hann sat í Býzans, er hér var komið sögu. Karl vantaði því lagalegan rétt til að athafna sinna í Róm. Þennan rétt gat hann raunar áunnið sér með því að hernema Róm. Slík lausn kom hins vegar ekki til mála vegna páfans. Málinu var hægt að bjarga lögfræðilega með því að gera hann að keisara. Þá fékk hann rétt til a.m.k. vissra atbafna í Róm, t.d. dæma í sakamálum. í Konstantínópel voru menn ekki hrifnir af þessu brambolti með keisaratitilinn. Býanzkeisari taldi sig hafa einkarétt á þessum titlí, sem aftur inní- fæli í sér rétt til yfirráða yfir öllum rómverskum löndum, bæði fyrrverandi og núverandi. Hon- um fannst því Karl haga sér eins og hver annar ótíndur valdaræningi, er hann tók að bera þenn- an titil og óttaðist, að hann mundi freista að ná undir sig Býzanslöndum líka. Það hafði þó aldrei verið ætlun Karls. Eigi að síður kom þetta af stað styrjöld milli Frankaríkisins og Býanzríkisins, sem stóð í nokkur ár. Árið 812 tókst lokls að semja frið þannig, að Karl hélt keisaranafnbót- inni en lét af hendi nokkra landsskika til Býz- ans við Adríahafið. Það má geta sér þess nærri, að stjórn svona mikils ríkis hafi verið mikið vandaverk. Stjórn Rómaveldis hafði byggzt á skrifstofukerfi, en Karl hafði ekkert slíkt sér til hjálpar. Stjórn hans á ríkinu byggðist á persónulegri hollustu við keisarann (fidelitas). Allir fullorðnir karl- menn voru bundnir honum persónulega með hollustueið. Þennan eið vann hver unglingsmað- ur, sem náð hafði vissum aldri. Með eiðnum tók- ust menn vissar skyldur á herðar, þegnskyldur. Ein þeirra var herþjónustan. Hún hvíldi á öll- um, sem áttu vissar lágmarks eignir. Hermaður- inn varð nefnilega að kosta allan útbúnað sinn sjálfur, bæði hertygi, reiðskjóta og fæði. Aðal- auðævi þessara tíma voru fólgin í jarðeignum, og jörðinni var skipt niður í herskyldar eindir, sem voru kallaðar mönsur. Eign á vissum mönsu- fjölda hafði í för með sér þá skyldu að útbúa einn ríðandi hermann og senda til hersins. Þeir sem áttu minni garðeign en svo, að þeir voru skyldir til að leggja til einn riddara, voru látnir slá sig saman um að útbúa hermann. Útgjöld konungs vegna styrjalda urðu með þessu móti lítil, og önnur útgjöld hans voru heldur ekki mikil. Engu var t.d. varið til opin- berra framkvæmda. Hins vegar voru tekjur kon- ungs heldur ekki miklar. Hann hafði nokkrar tekjur af jarðeignum sínum. Aðrar tekjur voru 20 STEFNIR

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.