Stefnir - 01.11.1960, Síða 35

Stefnir - 01.11.1960, Síða 35
stjórn. Staða íslands í danska ríkinu var nokkuð sérstæð. Með gamla sáttmála 1262, höfðu lands- menn svarið norskum konungi hollustueið, en engan veginn álitið sig bundna norsku þjóðinni. Var því hér eingöngu um persónusamband þjóð- anna að ræða. Með tímanum urðu Islendingar að sjá á bak flestum þeim réttindum er þeit höfðu tryggt sér með gamla sáttmála. Að fullu glötuðu þeir þessum réttindum, er þeir voru neyddir til að sverja einveldinu hollustu sína árið 1662. — Stjórnarfarsleg staða landsins virtist einna helzt vera sú sama og annarra landa danska ríkisins. I rauninni var þó ekki svo, því að í flestum tilfellum var farið með landið eins og nýlendu og danskra áhrifa fór að gæta í sí- vaxandi mæli á öllum sviðum. Þjóðfélagshættir á íslandi gerðu það að verk- um, að undirstaða þjóðlegrar endurreisnar var nokkuð öðruvísi en almennt gerðist. I þeim lönd- um álfunnar, sem þjóðleg hugsjón hafði náð mestri útbreiðslu, myndaði borgarastéttin helztu máttarstólpa hennar. Slíku var ekki til að dreifa á íslandi, sem var á þessum tíma fullkomið bændaland og því öllu óhægara um vik að efna til skipulagðrar baráttu og samheldni. Um snöggan framgang var aldrei að ræða, heldur óx stefnunni jafnt og þétt fiskur um hrygg, enda 'kom aldrei verulegur afturkippur í hann eins og víðast annars staðar í álfunni, þar sem veður gat skipazt í lofti á einni nóttu. Ymis sérein- kenni íslenzkra þjóðfélagshátta urðu hins vegar þjóðlegri endurreisn hagstæð og urðu jafnframt þess valdandi, að bún varð aldrei eins hatrörn innbyrðis og reyndin varð annars staðar. — Þannig höfðu íslendingar aldrei þurft að búa við lénsskipulag, aðall hafði aldrei náð að myndast og flestir embættismenn landsins ■— andlegir og veraldlegir — voru innlendir í lok 18. aldarinnar. Stór hluti íslenzkra búenda hafði alltaf verið sjálfseignahændur og stækkaði sá hópur töluvert við sölu kirkjujarða um alda- mótin 1800. Þetta aukna efnahagslega sjálfstæði einstaklinganna, hlaut ósjálfrátt að leiða til sterkari sjálfstæðiskenndar og meiri trú á sjálfa sig, heldur en algengt var meðal erlendra bænda, sem voru að mestu leyti ósjálfstæðir leiguliðar, er hér var komið sögu. Þar með gátu íslenzkir bændur að dálitlu leyti leikið hlutverk borgara- stéttarinnar erlendis, en hún taldi sig um þessar mundir ekki aðeins helzta málsvara þjóðfélags- legs, heldur einnig iþjóðernislegs jafnræðis. Hélzt svo að mestu fram á miðja 19. öld. Fjölmargar ytri aðstæður urðu og til þess að auðvelda fram- gang þjóðlegra hugsjóna hér á landi. Landa- fræði — og þjóðernislegar aðstæður útiloka að til deilna kæmi í því sambandi. Kirkjuleg ein- ing —- sama trú — var heldur ekki svo lítið atriði. Minningin um fullvalda ríki feðranna og vitundin um upphaf og sögu þjóðarinnar, hlaut einnig að verða íslenzkri endurreisn mikil lyfti- stöng. Síðast en ekki sízt, verður að telja það ómetanlegt, að lestrarkunnátta var nær almenn um 1800 eftir að á því hafði orðið mikil breyt- ing til góðs á seinni hluta 18. aldarinnar. Ef svo hefði ekki verið, má búast við, að hvatningar- orð þeirra íslenkra tímarita, sem hófu göngu sína, um verndun og eflingu íslenzks þjóðernis, hefðu ekki borið mikinn árangur að svo komnu máli. Það orkar ekki tvímælis, að Eggert Ólafsson varð fyrstur Islendinga til þess að skilja hið menningarlega þjóðernishugtak. Hann gerði sér ekki aðeins ljóst eins og nokkrir fyrirrennarar hans á íslandi, hver helztu séreinkenni þjóðar sinnar voru, heldur skildi hitt aðaleinkenni þrosk- aðrar þjóðerniskenndar, nefnilega vitundina um sameiginleg tengsl og örlög. Það er því ekki að ástæðulausu, að Vilhjálmur Þ. Gíslason, sá sem mest hefur skrifað um Eggert, nefnir hann fyrsta nútíma Islendinginn.2 Eggert íét hins vegar ekki staðar numið við skilninginn einan, heldur tók STEFNIR 33

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.