Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 37
Jiess, eins og hann segir, að bæta inn i bókina
„alls konar mikilvægum og nytsömum skýrslum,
at'hugunum og skýringum um hagi og háttu lands
og þjóðar bæði fyrr og síðar“.8
Við nánari lestur ferðabókarinnar, verður ekki
kornizt hjá að álíta að einn aðaltilgangur bókar-
innar hafi verið að opna augu danskra ráða-
manna fyrir vandamálum þjóðarinnar og jafn-
framt að reyna að vekja áhuga þeirra fyrir ís-
lenzkri endurreisn og þá í fullu samræmi við
íslenzkar venjur og siði.
I síðustu setningu bókarinnar segist Eggert
líka vona, að hún megi „geðjast þeim, sem ann-
að hvort búa á Islandi eða fara með málstað
þessa Iands“.9
Rétt er nú að huga að, hvenær og í hvaða til-
efni, ef um eitthvað ákveðið er að ræða, Eggetl
hóf opinberlega baráttu sína fyrir þjóðlegri end-
urreisn og þá jafnframt baráttuna gegn erlendu
áhrifunum. Fyrsta merki þess, að Eggert sendii
þeim mönnum tóninn, sem þótti, eins og hann
segir á öðrum stað sjálfur, „meira koma til
þess, sem erlent er en innlent“,10 birtist í ævi-
sögu hans um fóstra sinn Guðmund Sigurðsson.
sýslumann, er kom út 1755. Þar segir hann meðal
annars: „Sjáum vér af mörgum dæmum, hve
stór umskipti tekið hafa heilir landslýðir, eftir
því sem þeir breyttu siðum og málfæri eftir
öðrum þjóðum; svo hafa þeir gerzt hverflyndir
og þróttlausir, en gjarnir á útlenzka ósiðu, að
eftir einn aldur, þekkja þær eigi sjálfa sig“.ri
Hér er ekki um neitt að villast. Þjóðernishug-
takið er menningarlegt; sérstakt mál og siðir
er uppistaða þess. Missir þessara einkenna að
nokkru eða öliu leyti, hlaut einnig að draga dilk
á eftir sér á efnahagslega sviðinu. Hugtakið fær
því einnig á sig efnislegan (physiskan) blæ. —
Sýnir þetta glögglega, að Eggert gerði sér fulla
grein fyrir skyldleika efnahagslegrar og þjóð-
ernislegrar viðreisnar.
Um tilefni þessara skrifa Eggerts verður lík-
lega aldrei sagt neitt með óyggjandi vissu. Allt
bendir hins vegar til þess, að jiau séu hugsuð
sem svar og mótmæli við bók Sveins Sölvasonar,
lögmanns, Tyro juris, sem kom út árið áður. I
formála hennar segist Sveinn ekki sjá neitt at-
hugavert við það að nota dönskuskotið mál og
ekki vera hræddur að nota viss orð, sem sumii
hverjir munu telja „Barbarismos in Lingua
patria,“ því að svo, „sem vor efni í flestum sök-
um dependera af þeim dönsku, því má ekki
einnig vort tungumál vera sömu forlögum undir-
orpið“.12
Þessar tvær tilvitnanir sýna greinilega hinn
mikla skoðanamun, sem uppi var meðal íslenzkra
lærdómsmanna um miðja öldina í þjóðernismál-
unum og sem hafði nú í fyrsta skipti komið op-
inberlega í 'Ijós. Aðallega virðist hafa verið um
tvo hópa að ræða. Annar taldi velferð íslend-
inga bezt borgið í algjörum samruna við Dani.
Ríki og þjóð — þjóðir í þessu tilfelli — var eitt
og það sama. Hinn hópurinn íeit að vísu á aðild
landsmanna í danska rrkinu sem sjálfsagðan og
eðlilegan hlut, en barðist hins vegar fyrir varð-
veizlu allra jijóðlegra erfða. I þeirra augum var
ekkert eins lítilmannlegt og „danskur íslending-
íí i q
,ur ld
Að barátta Eggerts fyrir frekari vexti og við-
gangi íslenzkt þjóðernis var ekki hafin af ástæðu-
lausu, sýnir bezt sá 'hugsunarháttur sem birtist
í tillögum Bjarna re'ktors Jónssonar í Skálholti,
og 'hann sendi landsnefndinni fyrri árið 1772,
réttum fjórum árum eftir lát Eggerts. Bjarui
leggur þar til, að íslendingar fylgi dæmi Norð-
manna og Færeyinga og leggi niður mál sitt og
taki upp danska tungu, því að hann álíti það
„ekki aðeins ónauðsynlegt, heldur einnig skað-
legt“ að varðveita íslenzkuna.14 Frekari rök
Bjarna fyrir máli sínu eru þau, að þar sem ís-
lendingar lúti danskri stjórn og séu í nánu sam-
bandi við dönsku þjóðina, þá ættu þeir einnig
,að taka upp danskt þjóðerni. Ríkisfangið á eftir
STEFNIR 85