Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 41

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 41
ur um Georg Brandes og íslendinga. Þar lýsir hann því, hver hafi í raun og veru, verið sú hvöt, sem lá að baki góðvild hans til íslendinga. Einar H. Kvaran segir: „Island var í hans huga danskt land. Það var Danmörku sæmd að hafa svona tilkomumikið land að hjálendu, svona merkilega smáþjóð að aukaþjóð. Danir áttu að hafa vit á að sjá sína sæmd þar sem ísland var. Þeir áttu að vera því góðir, hlynna að því og hefja það upp.“ Þegar Brandes sá, að íslendingar höfðu uppi sjálfstæðiskröfur sínar af fullri alvöru, snerist hann gegn þeim og ritaði m.a. árið 1906, sama ár og ræða þessi var flutt, ritgerð, þar sem hann réðst harkalega á íslendinga. Þessi viðhorf Brandesar til íslendinga er hér getið, þar sem það má glöggt lesa á milli línanna í eftirbirtri ræðu. Rétt þykir að lokum að víkja nokkrum orðum að tilefni þessarar ræðu, Alþingismannaförinni 1906. Friðrik VIII. tók við völdum í Danmörku árið 1906. Ilannes Hafstein fór utan og gekk á hans fund, svo sem venja var. Þegar hann sneri heim til íslands í marz 1906 flutti hann þau boð, að í nafni ríkisstjórnar og ríkisþings Dana byði konungur heim öllum Al- þingismönnum á sumri komanda. Skyldu þeir dveljast nokkra daga í Danmörku. Stuttu síðar harst forseta Sameinaðs Alþingis erindi frá for- sætisráðherra Danmerkur J. C. Christensen og II æ ð Þegar franskur embættismaður skýrði nokkrum vinum sínum fyrir tveimur árum frá áætlunum sínum um að bjóða þjóðþingum hinna þriggja Norðurlanda til Frakklands, hrópaði einn við- staddra: Það má ekki ganga fram hjá Alþingi íslendinga.“ forsetum danska Ríkisþingsins, þar sem boð þetta var staðfest og nánar tilgreint um tíma og aðra tilhögun. Boð þetta vakti mikla athygli og jafnframt tortryggni hjá nokkrum hluta þjóðarinnar. Var mikið um þetta rætt í blöðum og sýndist í upp- hafi sitt hverjum. Endirinn varð sá, að boðinu var tekið og 35 af 40 alþingismönnum sigldu til Danmerkur með danska gufuskipinu „Botnia“. 5 þingmenn komust ekki vegna veikinda eða annarra óviðráðanlegra orsaka. Heimsóknin þótti takast mjög vel. Móttökur voru góðar og öll bar ferðin það snið opinberra kurteisrsheimsókna, sem tíðkast nú á tímum og virtust báðir aðilar forðast að minnast á við- kvæm deilumál í ræðum sínum nema á mjög svo hlutlægan hátt. Um stjórnmálalegan árangur ferðarinnar er það að segja, að Skúli Thoroddsen birti grein í blaðinu Politiken, þar sem fjallað var um sjálf- stæðismál íslendinga. Daginn áður en íslend- ingar héldu heimleiðis var og haldinn sameigin- legur fundur alþingismanna og ríkisþingmanna, þar sem umræðuefnið var stjórnskipulagsmál Islands gagnvart Danmörku. Á fundi þessum báru allir alþingismenn sameiginlega og ágrein- ingslaust fram ákveðnar óskir um framtíðarsam- band íslands og Danmerkur. Ræða sú, sem hér birtist, var haldin í sam- kvæmi, sem íslenzku alþingismönnunum var haldið í danska ríkisþinginu. a n „Ég vissi ekki, að Island hefði eigið þjóðþing,“ svaraði hann, „en þið getið vissulega boðið Al- þingi íslendinga hingað í okkar nafni.“ Af því tilefni skrifaði ég strax nokkrum áhrifa miklum íslendingum. Bréfin komu þó of seint. Það reyndist ókleift að koma boðurn til alþingis- STEFNIR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.