Stefnir - 01.11.1960, Síða 42

Stefnir - 01.11.1960, Síða 42
manna nægilega fljótt, og auk þess var talið, að fæstir þeirra hefðu svo mikið vald á málinu, að ferðin gæti orðið þeim að æskilegum notum. I dag eru alþingismennirnir hér í Kaupmanna- höfn. Og til allrar hamingju standa tungumála- örugleikar nú ekki í vegi fyrir fullum og gagnkvæmum skilningi. Það er okkur mikill heið- ur að hafa hér á danskri grund þjóðþing, sem nýtur svo mikillar virðingar sakir aldurs og frjálslyndis. Kaupmannahöfn getur ekki borið sig saman við París, og það, sem við í Danmörku getum boðið Islendingum, er lítið samanborið við viðhöfn og hina gífurlegu gestrisni, sem menn nutu í Frakklandi. En það sem Danmörk getur veitt, það mun verða veitt. Það er engin hætta á því, að Alþingi verði boðið það næst bezta, eins og Agli Skalla- grímssyni var boðið hjá bóndanum í Varma- landi* Þið munið vafalaust, hversu reiður hann varð, þegar hann uppgötvaði, að honum hafði verið boðin sú mungát, sem næstbezt var til, og hve rækilega hann hefndi sín. En bóndinn hét líka Armóður**. Það er í engum skilningi okkar nafn. Ég yeit, að gestir okkar munu ekki telja það ókurteisi af mér, þó að ég víki að viðurgern- ingnum. Á íslandi hafa menn alltaf skilið það, að hið andlega og líkamlega á saman og verður ekki skilið að. Það vissu íslendingar þegar árið 1000, þegar þeir með einum og sömu lögum tóku við kristinni trú og leyfðu hrossakjötsát. Ég er einn þeirra mörgu manna, sem eru glaðir yfir því, að Danmörk sendi heimboð til Alþingis og að því skyldi vera tekið. Gestir okk- ar vita, hversu ákaft ég hef óskað eftir góðu sambandi milli íslands og Danmerkur. Þið mun- ið ef til vill eftir því, að ég leit á ferð dönsku * Síá Egils sögu, útgáfu Menningarsóóðs, 1945, als. 167—170. (Þýð.) ** Orðaleikur á dönsku. Sbr. danska orðið armod (örbirgð). stúdentanna til íslands sem yfirlýsingu um vin- áttu frá Danmörku til Islands. Ég hef haft samúð með þeirri óþolinmæði, sem ríkt hefur í stjórnmálum ykkar. Ég sagði eitt sinn, að ágætasti hluti danskrar æsku hefði aldrei gleymt því, í hverri þakkar- skuld dönsk list stæði við ísland og íslendinga og hina karlmannlegu list norrænna bókmennta. Ég kallaði menningu Islands stolt vort meðal þjóða Evrópu og fyrir sex árum sagði ég við unga Islendinga: Ef þið viljið vinna Danmörku hylli á íslandi, þá skulum við taka það að okk- ur að gera Island ástsælt í Danmörku. Ég hrós- aði Islendingum fyrir það, að þeir væru ekki hálfvolgir, ég hrósaði þeim fyrir þrjózku þeirra, sem bráðnaði ekki fremur en snjórinn á fjöll- um þeirra; ég hrósaði þeim fyrir ákafa þeirra, s-em kólnaði ekki fremur en hinar heitu upp- sprettur í landi þeirra. Islendingar hafa uppskorið laun fyrir þolin- mæði sína. Grundvöllur hefur verið lagður uð góðu og varanlegu sambandi milli hinna tveggja þjóða. i Island hefur m.a. fengið eigin ráðherra og fengið svo mikið sjálfstæði, að þegar aðrir ráð- herrar fara frá, situr hann áfram, eins og ekk- ert hafi í skorizt, eins lengi og Alþingi vill. Okkar eigin deilur hafa engin áhrif á hanr.. Hann heldur stöðu sinni, án tillits til þess, hvaða flokkur er hér við völd. Þetta er þó aðeins líking. Gagnvart Alþingi íslendinga sem og gagnvart íslenzku þjóðinni skiptumst við Danir ekki í flokka. Gagnvart yður lítum við aðeins á okkur sem Dani, sem Norður- landahúa, sem landa ykkar. Þið eruð okkur kærir. En maður verður að leitast við að skilja það, sem manni þykir vænt um, til að geta metið það betur. Þegar ég leitast við að skilja Islendinga, þá hef ég í huga nokkur grundvallaratriði úr forn- aldarsögu þeirra: I fyrsta lagi þá sjálfstæðis- 40 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.