Stefnir - 01.11.1960, Side 50

Stefnir - 01.11.1960, Side 50
En hér liggur meira á bak við, sem þú vilt ekki láta mig vita. Ég veit það. Þú drapst hænuna viljandi — það er nú mín skoðun! Þú ert orð- inn þreyttur á skólagöngunni. Þig langar til að sleppa við framhaldsnám. Þannig er það! Þú heldur að ef þú drepir þessa fáu hænuvesalinga verði engir peningar til fyrir bókum eða náms- kostnaði. Þannig er^það!“ Packy varð eldrauður. „Það væri nú nokkuð seint fyrir mig að fara að hugsa um slíka hluti,“ sagði hann. „Ef mér væri þannig innanbrjóst hefði ég átt að gera þetta fyrir löngu. En þetta er ekki satt. Mig langar í framhaldsskóla. Ástæðan til þess að ég ók svo hratt niður brekkuna var sú, að ég fékk námsstyrkinn. Kennarinn sagði mér það þegar ég var að fara úr skólanum. Þess vegna flýtti ég mér svo mikið. Þess vegna blístraði ég. Þess vegna veifaði ég. Sástu ekki að ég veifaði um leið og ég kom í ljós uppi á hæðinni?“ Ekkjunni féllust hendur. Hún gleymdi því sem hún ætlaði að segja og vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við þessu. Hún fann að nágrann- arnir störðu á hana. Hún óskaði þess að þeir væru farnir að sinna sínum eigin erindum. — Hana langaði til að faðma drenginn að sér og gæla við hann eins og lítið barn. En hún fann hvernig fólkið mundi horfa hvert til annars og kinka kolli. Mömmudrengurinn! Nei, hún skyldi ekki láta það eftir þeim. Ef hún léti undan til- finningum sínum nú, mundu allir vita hvað henni fannst mikið til um, að hann skyldi fá þennan námsstyrk. Hún ætlaði ekki að gera þeim til geðs! Þeir skyldu ekki skemmta sér á hennar kostnað! Hún horfði á Packy, og þegar hún sá hann standa þarna, ataðan fjöðrum og blóði dauðu hænunnar, fann hún til gífurlegra vonbrigða yfir vonbrigðum drengsins sjálfs, og óhemjulegr- ar reiði í hans garð fyrir að drepa hænuna á þessum mikla degi og eyðileggja þannig fréttina um þennan glæsilega árangur. Hún var alveg rugluð. Hún horfði á blóðið á andliti hans, og henni fannst eins og blóðið væri slæmt tákn fyrir framtíð hans. Vonbrigði. ótti, reiði og framar öllu þrjózka, brutust um hið innra með henni eins og öskrandi dýr. Hún leit af Packy og til áhorfendanna. „Námsstyrkur! Námsstyrkur!“ sagði hún fyr- irlitlega. „Þú heldur sjálfsagt að þú sért mikill maður núna? Ég geri ráð fyrir að þér finnist þú sjálfstæður? Þú heldur sjálfsagt að þú getir komizt af án nokkurrar aðstoðar og getir litið niður á móður þína, sem hefur stritað fyrir þér í sveita síns andlitis með kálið og hænurnar? Nú finnst þér víst ekki skipta máli hvort hæn- urnar eru lifandi eða dauðar? Er það þannig? En eitt skal ég segja þér! Þú ert ekki eins sjálf- bjarga og þú heldur. Námsstyrkurinn nægir ef til vill fyrir bókum og kennslugjaldi, en hver á þá að borga fötin þín? Ja-há, þú gleymdir því, var það ekki?“ Hún studdi höndunum á mjaðm- irnar. Packy hengdi höfuðið. Hann leitaði ekki lengur trausts hjá klunnalegum nágrönnunum. Þeir hefðu ef til vill getað bjargað honum frá höggum, en hann þekkti lífið nógu vel til að vita, að þeir gátu ekki bjargað honum frá skömm. Ekkjan komst við í hjarta sínu þegar hún horfði á skömmustulegt andlit hans, en jafn- framt komst hún í enn meira uppnám, sem hún gat ekki stöðvað nema á einn veg. „Hver á að kaupa fötin á þig?“ spurði hún. „Hver á að kaupa skó á þig“ Hún þagnaði andartak meðan hún var að leita að auðmýkjandi ásökunum. „Hver á að kaupa stuttbuxur á þig?“ Hún þagn- aði aftur og beit saman tönnunum. Hvað mundi særa dýpst? Hvernig gat hún lítillækkað hann? „Hver á að kaupa náttfötin á þig, eða ætlarðu að sofa nakinn?“ Nágrannarnir hlógu að þessu, og andrúms- loftið varð léttara. Ekkjan hló sjálf. Hún hélt um mjaðmirnar og hló, og þegar hún hló virtist 48 STEFNIR

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.