Stefnir - 01.11.1960, Síða 51

Stefnir - 01.11.1960, Síða 51
allt fá nýja og einfaldari merkingu. Hlutirnir voru ekki eins erfiðir og þeir höfðu verið rétt áður. Hún vildi að Packy hefði hlegið með. Hún leit á hann. En þegar hún horfði á Packy varð hjarta hennar aflur kalt og hún varð gagntekin nýjum, einkennilegum ótta. „Farðu inn!“ sagði hún og rak hann á undan sér. Hún vildi koma honum undan starandi aug- um nágrannanna. Hún hataði þá, karlmenn, kon- ur og börn. Henni fannst, að allt hefði verið öðruvísi ef þeir hefðu ekki verið þarna. Og hún vildi komast burt til að þurfa ekki lengur að horfa á blóðið á veginum. Hana langaði til að' masa nokkrar kartöflur og laga kartöfluköku handa Packy. Það mundi hugga hann. Honum þótti kartöflukaka svo góð. Packy snerti varla matinn. Og jafnvel eftir að hann hafði þvegið sér var hann að finna blóð- bletti á ólíklegustu stöðum: fyrir aftan eyrun, undir nöglunum og undir líningunni á skyrtu- erminni. „Faröu í betri fötin þín,“ sagði ekkjan, og gerði sér far um að vera alúöleg, en viðmót hennar hafði orðið hrjúft og hart eins og grein- arnar á trjánum, sem uxu við veginn heim að kofanum, og jafnvel vinarhót hennar voru hörku- leg. Drengurinn sat álútur í stólnum og það kom henni úr jafnvægi að sjá hann sitja svo þunglamalega. Hún vonaöi, að hann bæði leyfis að mega fara út, en þó varð hún óró í hvert skipti sem hann leit til dyranna. Henni fannst hún örugg meðan hann var innan dyra; í umsjá hennar. Næsta morgun fór hún snemma á fætur til að vekja hann í skólann, en þá var herbergið autt; hann hafði ekki sofið í rúminu sínu. Hún hljóp út í garðinn og kallaði á hann, en fékk ekkert svar. Hún hljóp um allt. Hún fór til ná- grannanna en hann var hvergi. Og henni fannst hún heyra hálfkæfða hlátra að baki sér í hvert sinn sem hún fór úr einu húsinu í annað. Haim var ekki í þorpinu. Hann var ekki í kauptúninu. Skólastjórinn sagðist skyldu láta lögregluna fá lýsingu á honum. Hann sagðist aldrei hafa kynnzt eins tilfinninganæmum pilti og Packy. Drengur sem var þannig gerður gat fengið undarlegar hugmyndir. Lögreglan gerði sitt bezta, en það bárust eng- ar fréttir af Packy þetta kvöld. Fáum dögum síðar kom bréf frá honum þar sem hann sagði að sér liði vel. Hann bað móður sína að láta skólastjórann vita að hann kæmi ekki aftur, svo einhver annar gæti sótt um námsstyrkinn. Hann sagðist mundu senda verð hænunnar þegar hann hefði unnið sér inn einhverja peninga. Nokkrum vikum seinna kom annað bréf frá honum þar sem hann sagðist hafa komizt á togara og gæti því ekki skrifað mjög oft, en hann mundi leggja til hliðar dálítið af hverjum vikulaunum og senda móður sinni hvenær sem hann kæmi í höfn. Hann sagðist vilja borga henni aftur allt sem hún hefði gert fyrir hann. Hann gaf ekki upp neitt heimilisfang. Hann hélt loforð sitt um peningana, en hann gaf aldrei upp heimilisfang þegar hann skrifaði. Og þannig hefur fólk látið hugann reika margt kvöldið sem það sat við arin ekkjunnar og hlust- aði á mæðulega rödd hennar, er hún sagði aft- ur og aftur: „Hvers vegna mat hann líf gömlu ungahænunnar meira en sitt eigið?“ Og það get- ur verið að þeirra útgáfa af sögunni geymi einnig sannleikskorn. Ef til vill er tvöfallt gildi fólgið í öllum okkar athöfnum; þessi möguleiki til að velja og hafna, og það er ekki nema með stakri aðgæzlu og algerri einlægni, sem okkur tekst að fylgja þeirri braut, sem okkur er ákvörðuð, en hversu sorgleg sem hún kann að vera, er hún betri en sú mæða, sem við bökum okkur sjálf. Jón Hnefill Aðalsteinsson þýdcli. STEFNIR 49

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.