Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 10
8
B L I K
skipti vekja mér hlýhug og
ánægjulegustu endurminning-
arnar. Þess vegna er mér það
ekki sársaukalaust, ef nú tekur
að síga á ógæfuhliðina fyrir
okkur Eyjabúum og ég má vita
og sjá einhvem hluta þess
mannvænlega og vel gerða
æskulýðs, sem hér elst jafnan
upp, grotna niður vegna þess,
að við hirðum ekki nægilega
um að spyrna gegn broddunum,
sporna við þeim eyðingaröflum,
sem hirða um það eitt að geta
náð peningum af æskulýðnum,
hvað svo sem manndómi hans
líður.
I þessum vandamálum treysti
ég fyrst og fremst á hin mörgu
og góðu heimili í þessum bæ
og nána samvinnu þeirra við
skólann og aðrar uppeldisstofn-
anir og svo einstaklinga,
sem þessum málum unna og
vilja þeim einhverju fórna og
fyrir þau starfa.
Það ber ekki ósjaldan við, að
foreldrar spyrji um hegðun
barna sinna hér í Gagnfræða-
skólanum. Lang oftast get ég
þá ekki annað en borið þeim
bezta vitnisburð. Þá ber það
við, að undrunarsvipur kemur
á foreldrið, sem spurði. Hvers
vegna ? Vegna þess, að þeir 'hin-
ir sömu unglingar, sem ég gef
hinn bezta vitnisburð í skólan-
um, eru stundum hinir erfið-
ustu heima fyrir, svo að mæður
þeirra eru sármæddar og jafn-
vel þjáðar sökum óhlýðni þess-
ara ungmenna, tillitsleysis,
heimtufrekju og ruddaháttar
við foreldra sína eða aðra nán-
ustu aðstandendur.
Nemendur mínir. Öll eigum
við eina sömu óskina til handa
sjálfum okkur. Við viljum öll
verða gæfusamt fólk, — ham-
ingjunnar börn í lífinu. Hlotn-
ast okkur það hnoss fyrirhafn-
arlaust og án þess að við ger-
urn okkur hina minnstu grein
fyrir skilyrðum lífshamingjunn-
ar? Mjög sjaldan. 1 þessu sam-
bandi langar mig til að minna
ykkur á fornan Islending, sem
þið mörg hin eldri hafið lesið
um í haust. Islendingur þessi er
Auðunn vestfirzki. Hann var
sonur fátækrar konu á Vest-
fjörðum.
Svo vel var þessi landi okkar
alinn upp, að konungar tveggja
Norðurlanda, sem hann heim-
sótti, dáðust að. I rauninni
sigraði Auðunn þá báða ein-
vörðungu með framkomu sinni.
Sveinn konungur í Danmörku
vildi svo gjarnan hafa þennan
göfuglynda og mennilega landa
okkar við hirð sína og vildi
gera hann að skutulsveini sín-
um og sýna honum margskonar
annan virðingarvott. En Auð-
unn vildi fara heim til Islands
eftir þriggja ára dvöl erlendis.
Það undraðist konungur. Held-
ur heim en þiggja glæsilega
j