Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 120
118
B L I K
Með enskri konu á
stangveiðum
Síðastliðið sumar dvaldist
hér um tíma stangveiðafólk,
flest útlent. Einn góðviðrisdag-
inn fór ég og vinkona mín með
einum bátnum gestunum til að-
stoðar. Við vorum himinlifandi
glaðar yfir því að fá aðstöðu
til að koma á sjó. Ein ensk
stangveiðikona var á þessum
báti. Hugsuðum við vinkonurn-
ar nú gott til þess að fá aðstöðu
til að reyna enskukunnáttu
okkar. Auk konunnar voru á
bátnum tveir Ameríkanar og
tveir íslendingar. Og svo skips-
höfnin auðvitað.
Er við fórum út úr hafnar-
mynninu, stóðum við vinkon-
urnar frammi í stafni á bátn-
um glaðar í bragði. Suður í
Suðureyjarsundi staðnæmdist
báturinn. Þarna renndi stang-
veiðifólkið fyrir fisk. Við stelp-
urnar vorum látnar skera beitu
handa því. Við héldum okkur
mest hjá konunni. Eftir drykk-
langa stund fór hún að reyna
að tala við okkur. Við skildum
hana all vel með miðskólaprófið
okkar í ensku. Ekki gekk okk-
ur eins vel að tala við hana.
Við þóttumst vita, að það væri
eitthvað ábótavant um réttan
framburð. En þetta blessaðist
brátt allt saman og urðum við
beztu vinkonur allar þrjár. Við
tvær skemmtum okkur við að
kenna henni íslenzku og var
hún mjög næmur og námfús
nemandi. Fljótlega gat hún
myndað þó nokkur orð. Þegar
fiskur kom á hjá henni sagði
hún t. d.: „Fisku á, fisku á“, og
þegar fast var í botni, sagði
hún: „Fast í botni, fast í
botni“. Hún þekkti orðið þær
fisktegundir, sem hún dró og
kunni að nefna þær íslenzkum
nöfnum. Þegar hún dró keilu,
rak hún út úr sér tunguna og
hrópaði: „Keila, keila“. Hún var
auðþekkt á því, að kútmaginn
kom fram úr gininu á henni,
þegar hún var dregin. Einu
sinni dró konan steinbít. Aldrei
hafði hún séð annan eins fisk
áður, sagði hún. Það lá við að
hún æpti upp, þegar hún sá,
hvað hún hafði krækt í, því að
hún var svo hrædd við hann.
Amerísku og íslenzku stang-
veiðimennirnir voru líka
skemmtilegir og gamansamir.
Er við komum heim aftur,
fannst okkur vinkonunum, að
þetta hefði verið í alla staði
skemmtileg og fróðleg sjóferð.
O. Ö., 4. bekk.
Kálíurinn át kjólinn
Það bar við á árunum, þegar
langafi minn átti kýr, að sá
atburður átti sér stað, er hér