Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 97
B L I K
95
gefið þá út. Þeir námu samtals
100.600,00. I desember 1926,
þegar stjórnin fór fram á ný
bankalán, voru allir þessir víxl-
ar ógreiddir. Önnur ástæðan
fyrir synjun bankastjórans var
einnig sú, að reikningar Isfé-
lagsins fyrir árin 1924 og 1925
höfðu þá ekki ennþá verið lagð-
ir fram eða aðalfundur haldinn.
I heild fannst sjálfri stjórn ís-
félagsins ástæður bankastjór-
ans gildar fyrir lánsskilyrðum
hans til Isfélagsins og lét bóka
það álit sitt í bók stjórnarinn-
ar. Þetta haust (1926) neydd-
ist Isfélagsstjórnin til að stöðva
öll útlán á kjöti vegna fjár-
hagsvandræða félagsins, þar
sem engar útistandandi skuldir
fengust greiddar. Útsöluverð á
kjöti var þá kr. 2,00 í lærum
og kr. 1.80 í framhlutum hvert
kíló.
Seinast í jan. 1927 var hald-
inn aðalfundur Isfélags Vest-
mannaeyja fyrir árin 1924 og
1925. Voru reikningar þá loks
fullgerðir og endurskoðaðir.
Reikningur ársins 1924 var
samþykktur at'hugasemdalaust
með öllum greiddum atkvæðum.
Þegar bera skyldi reikninginn
fyrir árið 1925 upp til sam-
þykktar, kom fram svolátandi
tillaga frá Helga Benediktssyni,
kaupm.:
„Með því að fundurinn álítur,
að endurskoðun sú, sem fram
hefur farið á rekstursreikningi
Isfélags Vestmannaeyja fyrir
árið 1925 og fyrir fundinum
liggur, sé eingöngu töluendur-
skoðun en ekki ,,kritisk“, þá
ákveður fundurinn, að reikn-
ingurinn sé ekki samþykktur
að þessu sinni en tveim mönn-
um, sem fundurinn kýs, sé fal-
ið að yfirfara reikninginn á
ný og sérstaklega athuga verð
á innkeyptum vörum fyrir fé-
lagið á umræddu tímabili“.
Tillaga þessi var rædd á
fundinum og síðan borin undir
atkvæði. Var hún felld með
17 atkv. gegn 8.
Ýmislegt fleira var til ásteyt-
ingar á fundi þessum, svo sem
síldarverð, og svo reipdráttur
um væntanlega stjórnarmenn.
Með skriflegri atkvæðagreiðslu
var treyst á að takast mætti
að skipta um stjóm að ein-
hverju leyti. Þó var sama
stjórn endurkosin:
Gísli J. Johnsen með 45 atkv.
Ólafur Auðunsson 56, Gísli
Magnússon 51, Magnús Guð-
mundsson 47, Jón Hinriksson
55. — Varamaður Jón Einars-
son á Gjábakka sem áður.
Nú bað Helgi Benediktsson
bókað að með skírskotun til 12.
greinar félagslaganna mót-
mælti hann kosningu Gísla J.
Johnsens sem ólöglegri og ó-
gildri og krafðist þess, að nýr
maður yrði kosinn í stjórnina
í hans stað. Hér mun höfð í
huga búseta Gísla J. Johnsens