Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 61
B L I K
59
Ári síðar, eða 29. okt. 1858
voru þau Bjarni og Ragnheiður
gefin saman í hjónaband, hann
þá 22 ára, f. 1836, og hún 25
ára. f. 1833.
Svaramaður Bjarna við gift-
inguna var fyrrverandi hús-
bóndi hans, Sigurður hrepp-
stjóri Torfason að Búastöðum,
en svaramaður hennar var Árni
bóndi Einarsson, meðlhjálpari
á Vilborgarstöðum, síðar hrepp-
stjóri og alþingismaður.
Árið 1859, 9. ágúst, fæddist
þeim hjónum í Litlakoti annað
barn. Það var einnig sveinbarn
og skýrt Ólafur, nafni föðurafa
síns.
Árið 1860 fluttust þessi ungu
hjón að Svaðkoti, sem stóð í
'húsagarði mjög skammt sunn-
an við prestssetrið að Ofanleiti.
Sá húsagarður stendur þar enn
og er tiltölulega heillegur, eini
húsagarðurinn að fornri gerð í
Vestmannaey jum.
Tíundarskýrslan frá 1860
sem hér er birt á öðrum stað í
ritinu, gefur nokkra hugmynd
um efnahag þessara ungu
hjóna, þegar þau hófu búskap
í Svaðkoti árið 1860:
Skýrslan sýnir eignimar
þessar:
Ein kýr, ein hryssa, ein ær
og eitt verkfæri.
Á þessum eignum skyldi
fleyta fram fjögurra manna
fjölskyldu, og svo sjósókn.
Ungu hjónin voru þrekmikil
og vinnusöm og kunnu vel til
þeirra verka, er þá tíðkuðust í
Eyjum. Þau verk, sem vom
annars háttar en þau höfðu
lært í uppvextinum, t. d. eggja-
og fuglatekja og nýting þeirra
afurða, höfðu þau lært í vinnu-
mennskunni á Búastöðum.
Bjarni bóndi Ólafsson var
hraustur maður og sterklega
byggður, karlmenni að burðum
og dugmikill með afbrigðum.
Ragnheiður húsfreyja var nett
kona og fríð, tápmikil og dug-
leg.
Önnur börn þeirra hjóna urðu
þessi:
Jón, fæddur 1861 og dáinn
sama ár.
Sæmundur, f. 4. okt. 1864.
D. 26. júní 1873.
Steinunn, f. 11. júní 1867.
Gísli, f. 10. maí 1870. D. 13.
maí 1883. Hann bar nafn fyrra
bróður síns, Gísla, sem dó mjög
ungur.
Guðjón, f. 16. marz 1873.
Guðríður, f. 29. febr. 1875.
Halla, f. 2. nóvember 1878.
Árin liðu í Svaðkoti við sífellt
strit og fátækt, því að erfitt
var þá að fleyta fram svo fjöl-
mennum bamahóp. En með sí-
felldu striti nótt með degi og
stakri reglusemi tókst þeim
hjónum að efnast, þrátt fyrir
það, að á þau hlóðst mikil
ómegð fyrstu 20 búskaparárin.
Árið 1872 óskaði Fljótshlíð-
arhreppur að flytja yfir á herð-