Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 137
B L I K
135
sveitunum á þeim tímum. Fyrst
fer hann í vinnumennsku og
síðan að eiga með sig sjálfur.
í Eyjum lágu saman leiðir þess-
ara ungu persóna. Þar hófst
kynning þeirra, sem leiddi til
hjúskapar. Þau voru gefin sam-
an í Landakirkju 1846. Lítil
munu efnin hafa verið til að reisa
bú, og sjálfsagt hafa þau orðið
að greiða festugjald til þess að fá
að komast að þurrabúð. En með
vonargleði hins unga fólks hafa
þau litið björtum augum til
framtíðarinnar. Þeim mættu svo
miklar raunir í barnadauðanum.
Að líkindum hefur fleira verið
þeim mótdrægt, svo sem fá-
tæktin og umkomuleysið. Benda
bin tíðu bústaðaskipti þeirra
til þess.
Benedikt mun hafa stundað
sjóinn á vertíð, verið háseti 'hjá
öðrum, en stundað þess utan
alla algenga vinnu og líklega
farið á sumrum í kaupavinnu á
landi. Kjör alls þorra tómthús-
mannanna voru kröpp, jafnvel
þótt þeir legðu sig alla fram
um að fá vinnu, sem var eink-
um hjá verzlimunum við upp-
skipun og útskipun.
Útgerð Eyjamanna hafði
vaxið, er leið á fyrri helming
19. aldarinnar og var orðin
allmikil um miðbik hennar.
Að Ragnhildi Stefánsdóttur
stóðu góðar skaftfellskar
bændaættir, og er í þeim ættum
skáld og listrænt fólk. Móður-
ættina má rekja norður í land
og fram til fornmanna. Ragn-
hildur var borin í þennan heim
24. okt. 1817 að Hofi í Öræf-
um og var skírð Ragnhildur
Ragnhildardóttir og þannig
kennd við móður sína fyrst í
stað. Hún mun víst ekki hafa
verið velkomin í þennan heim.
Brátt var þó föðurnafnið tekið
upp. Móðir hennar var Ragn-
hildur Þorsteinsdóttir Gissurar-
sonar á Hofi Hallssonar, hins
nafnkunna málmsmiðs, er kall-
aður var Þorsteinn tól. Þótti
'hann að mörgu alleinkennilegur
maður og forn í skapi, þjóð-
hagasmiður, einkum á járn og
kopar, bókamaður og skáld
gott, enda af skáldum kominn.
Kona hans og móðir Ragn-
hildar eldri var Sigríður Snjólfs-
dóttir frá Breiðabólsstað á
Síðu. Hún mun hafa verið kom-
in af Snjólfi sterka, er var hið
mesta afreksmenni og sagt er,
að hafi borið hest sinn langa
leið, þegar hann hafði gefizt
upp 1 vatnavolki á Söndum þar
austur.
Þorsteinn tól var fæddur 24.
marz 1768, að öllum likindum
að Hvoli í Fljótshverfi. Þar bjó
Gissur faðir hans. Sjálfur bjó
Þorsteinn í Kálfafellskoti í
Fljótshverfi um tíma og síðar
að Söndum í Meðallandi. Um
Þorstein tól og skáldskap hans
mætti rita langt mál. En hér
verður til gamans birt ein kímni-