Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 132
r
130
B L I K
„blandað sér í embættisverk
prestanna“. Hann játaði brot
sitt og hét að 'hætta öllum til-
raunum til útbreiðslu mormóna-
trúarinnar. En hér mundi senni-
lega fortölur sýslumanns og
embættisvald hafa orðið að lúta
í lægra valdi gagnvart Þórarni,
hefði eigi annað komið til
greina, sem réði úrslitum, svo
sem greint er frá í þættinum af
Þórarni Hafliðasyni í Bliki
1960.
Hér átti auðvitað að gilda
fullkomið trúarbragðafrelsi sem
annars staðar í ríki Danakon-
ungs. Þess vegna gengu hinir
afturhaldssömu of langt, er þeir
héldu því fram, að það varðaði
við lög, ef prestar eða trúboðar
mormóna inntu embættisverk
af hendi. Þessi skoðun var ríkj-
andi hér í fyrstu, er sértrúar-
boðskapur barst hingað, en ekki
haldið fram að neinu marki,
þegar fram líður. Og frá árinu
1853 taka mormónatrúboð-
arnir til að skíra opinberlega
þá, er játast undir trúna. Fram-
komin mótmæli gjöra að vísu
nokkurt hlé hér á en þeim var
ekki framfylgt, og að lokum fór
starfsemi trúboðanna fram sem
í öðrum trúfrjálsum löndum.
Meðan mestur var hitinn í
mönnum hér út af þessum mál-
um, létu forvígismennirnir
heldur undan síga til þess að
kaupa sér stundarfrið. Meðal
þeirra var Samúel Bjarnason,
enda blés hart á móti í þeirri
orráhríð, sem að þeim var
gjörð. Var hann þó, eins og síð-
ar kom á daginn, ótrauðastur
allra. Hann stóð fyrir fyrstu
hópferðinni héðan til Utha,
1854. Fyrir hinu nýja trúboði
horfði fljótt vænlegar, er viður-
kenning fékkst á því, að hér
gilti trúarbragðafrelsi, þeir
þurftu því ekkert að óttast um
tímanlegan hag sinn, trúboð-
arnir.
•
Hvernig voru þau svo þessi
fyrstu mormónahjón, er heima
áttu í Kastala, hvaðan komin
og hverrar ættar? Því verður
svarað hér í stuttu máli, en
ekkert hefur áður verið rakið
um ættir þeirra, og meira að
segja töluverðuí ruglingur á
nöfnunum.
Eftir mikla og erilsama leit
og kirkjubókarrýningu hefur
mér tekizt að komast að því
rétta um ætt þeirra og upp-
runa, eins og síðar greinir.
Á öndverðri öldinni, sem leið,
voru miklar hræringar og mikið
rót meðal fólks hér á landi,
sem farið var að fjölga aftur
eftir Skaftáreldana. Margt af
yngra fólki, sem ekki átti nein-
ar staðfestur og sá engin tök
á að reisa bú í þröngbýlinu
'heima fyrir, leitar burt úr heima-
sveitunum og fer jafnvel hrepp
úr hreppi til þess að leita sér