Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 124
r
122
B L I K
til að gráta líka honum til sam-
lætis, en Siggi síglaði hló og
hafði aldrei hlegið meira.
„Elsku vinur, sagði Kimi og
faðmaði Láka að sér, „held-
urðu ekki að kerlingin bíði nú
eftir mér . . . hikk . . . með
kö. . . hökukeflið . . . hikk . . .
og steinroti mig, þegar ég kem
heim. Ég vona ekki . . . hikk
. . . einn, elsku vinur.“ Láki:
„0, blessaður vertu, hafðu ekki
áhyggjur af henni. Þú kemur
bara heim með mér . . . og . . .
sefur hjá mér í nótt“. ,,Já, en
elsku vinur, verður kerlingin
þín ekki vitlaus, . . . hikk . . . ,
ef ég kem heim með þér . . .
hikk?“ „Iss, henni kemur það
nú ekki mikið við, elsku Kimi
minn, ég er sko húsbóndi á
mínu heimili, lasm“.
Loks héldu þeir vinirnir
syngjandi heim í Lukku. Þegar
þangað kom, hringdi Láki hús-
bóndi dyrabjöllunni. Brátt birt-
ist kella alvopnuð í dyrunum.
„M-m-má hann ekki sofa hér
í nótt, hann Kimi vinur okkar?
Ha-nn þorir ekki hei-eim til
sín“, stamaði veslings Láki út
úr sér. „Ræfill, — fylliraftur‘“
hrópaði frú Láka í Lukku og
reiddi kökukeflið til höggs, —
bjó sig til að berja Kima gamla.
„Heldurðu, að mér sé ekki nóg
að hafa þig einan?“ sagði hún
heldur höstuglega og lét dynja
yfir þá skammirnar. Síðan
kippti hún Láka húsbónda inn
fyrir þröskuldinn og skellti
hurðinni í lás, — aflæsti. Þar
næst rak hún hann inn, hátt-
aði hann ofan í rúm og skipaði
honum að fara að sofa.
Af Kima gamla er það að
segja, að hann herti upp hug-
ann undir morguninn og rölti
heirn til sín. Klukkan fimm
knúði hann dyra heima hjá sér
innarlega á Brekastígnum.
Loks var opnað fyrir honum.
„Hvar hefur þú verið í nótt,
Kimi minn?“ spurði frúin í
blíðum tón. Það kom á hann,
gamla manninn. Hann vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið,
sem ekki var heldur von, þar
sem ekkert veður var. Aðeins
logn og blíða. „E..e..eg ætlaði
að sækja í soðið handa þér,
hei...hei...llin., en þeir vo..voru
þá ekkert á s..jó í dag...bann-
settir . . . landkrabbarnir".
Kristján Linnet, 2. bekk C.
LEIÐRÉTTINGAR VIÐ ÁRSRITIÐ
1960.
Ábls. 84. í skýringu við mynd er
Óskar Illugason. Var sagður óþekkt-
ur.
Á bls. 135. í skýringum við mynd
Skal vera: Daði Jóhannesson í stað
Daði Daðason.
Bls. 177, fyrri dálkur 15. lína að
neðan, les Miðbælisbakka-
Á bls. 207. í skýringu við mynd
skal vera: Minna-Núpi í stað Faxa-
stíg 27.