Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 26
24
B L I K
á Austurlandi og sífræðandi um
landbúnað. Guttormur varð
búnaðarkandidat við landbún-
aðarháskóla Dana vorið 1882.
Bóndi var hann í Geitagerði á
Héraði í 34 ár 1894—1928) og
kenndur við jörð sína jafnan.
Hann var þingmaður Sunnmýl-
inga 1892—1908. D. 1928.
9. Jósef Björnsson (1877—
1879), f. 1859 að Torfastöðum
í fremri Miðf. Við fullnaðarpróf
1879 var Jósef nr. 2 og aðeins
einum hundraðasta lægri en
sá hæsti. Eftir nám á Send
ferðaðist Jósef Björnsson til
Danmerkur og kynnti sér þar
ýmislegt varðandi framleiðslu
landbúnaðarins. Eftir heim-
komuna leiðbeindi hann bænd-
um sem flestir aðrir búfræðing-
ar, sem á Send höfðu numið.
Þegar búnaðarskólinn á Hólum
var stofnaður, varð hann fyrst-
ur skólastjóri við hann. Það var
árið 1882. Fyrst gegndi hann
því starfi í 6 ár, (1882—1888)
og svo aftur 1896—1902. Síðan
var hann kennari við Hólaskóla
í 32 ár (1902—1934). Jafn-
framt kennslunni rak hann bú-
skap. Jósef Björnsson var um
áraraðir einn af skeleggustu
forustumönnum Skagfirðinga í
félagsmálum, hreppstjóri og
sýslunefndarmaður í Viðvíkur-
hreppi og oddviti um eitt skeið.
Jósef Björnsson var alþingism.
Skagfirðinga 1908—1916 og
forustumaður í búnaðarsamtök-
um bænda þar í sýslu og bind-
indismálum.
10. Bogi Thorarensen Helga-
son, (1877—1879), f. 27. júlí
1860 að Vogi í Hraunhreppi
í Mýrasýslu, sonur Helga bónda
þar Helgasonar.
Móðir Boga Helgasonar var
Soffía dóttir séra Verharðs
Þorkelssonar prests í Hítarnesi
og síðar í Reykholti. Móðir
Soffíu var Ragnheiður Einars-
dóttir frá Svefneyjmn á Breiða-
firði, alsystir Eyjólfs, hins
kunna bændahöfðingja þar, og
héraðshöfðingja, „eyjajarls",
sem bjó fyrirmyndarbúi í Svefn-
eyjum yfir hálfa öld, (1814—
1865).
Bogi Helgason ólst upp í
Vogi hjá foreldrum sínum
fyrstu árin. En 9 ára gamall
missti hann móður sína og svo
föður sinn rúmlega tvítugur.
Bogi var sendur til Noregs 17
ára gamall, og hóf hann þá nám
í búnaðarskólanum að Stend.
Enginn nemandi hafði áður
verið tekinn svo ungur inn í
skólann, þar sem reglugjörð
mælti svo fyrir, að nemendur
skyldu hefja þar nám yngstir
18 ára. Þessi undantekning var
veitt aðeins vegna þess, að ís-
lendingur átti í hlut.
Ef til vill hefur hinn ungi
aldur Boga Helgasonar og of
lítill þroski af þeim sökum orð-
ið þess mest valdandi, að hann
náði ekki prófi við búnaðarskól-