Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 99
um í ísfélagi Vestmannaeyja.
Hafði hann þá verið í stjórn
félagsins frá upphafi nema tvö
ár og flest árin formaður þess,
átt drýgstan þátt í vexti þess
og viðgangi með nokkrum öðr-
um nýtum og mætum mönnum,
sem áttu þá hugsjón eina, að
félagið mætti sem mest og bezt
þjóna aðalatvinnuvegi Eyjabúa
og vera stoð hans og stytta,
eins og það var vissulega, með-
an þessir menn héldu um
stjórnartaumana. Þar skulu
nefndir auk Gísla J. Johnsens
þeir Magnús Guðmundsson á
Vesturhúsum, formaður, Árni
Filippusson í Ásgarði, gjaldkeri
félagsins og Jón Einarsson
kaupm. á Gjábakka. Og svo á
síðari árum fram að þessum
tíma þeir Ólafur Auðunsson,
Gísli Magnússon og Jón Hin-
riksson, sem var nú kosinn
formaður félagsins, er Gísli
hætti störfum. Á aðalfundi Is-
félags Vestmannaeyja 29. des.
1928 hlutu þessir menn kosn-
ingu í stjórn félagsins:
Jón Hinriksson með 71 atkv.
Magnús Guðmundss. m. 68.
Ólafur Auðunsson með 63.
Gísli Magnússon með 62.
Árni Filippusson með 62.
Varamaður Jón Einarsson
með 25 atkv.
Eftir þann fund veitti stjórn-
in Jóni Hinrikssyni, kaupfélags-
stjóra, ,,prókúru“ fyrir Isfélag
Vestmannaeyja í stað Gísla J.
Johnsen.
Hér endum við 2. kafla í
sögu Isfélags Vestmannaeyja.
Til þessa hafði Gísli J. John-
sen verið áhrifamesti maðurinn
í stjórn þess og lánað því oft
og tíðum stórfé úr eigin sjóði,
þegar syrti í álinn fyrir félag-
inu og það gat ekki á annan veg
komið fram nauðsynlegum
framkvæmdum til ómetanlegra
hagsbóta öllum útvegi Eyja-
manna. Við hlið Gísla þau 26
ár, sem félagið hefur starfað
til þessa, hafa ágætir menn að
dugnaði og myndarskap, fórn-
fýsi og glöggum skilningi á gildi
starfsins borið hitann og þung-
ann með forystumanninum og
reynzt honum og málefninu vel
í hvívetna.
Gísli J. Johnsen og félagar
hans stjórnuðu ávallt Isfélagi
Veistmannaeyja með h!ag al-
mennings fyrir sjónum fyrst og
fremst. Þetta sjónarmið for-
ustumannanna var að vísu á-
nægjulegt, drengilegt og gagn-
legt, en því verður ekki neitað,
að það leiddi oft af sér linkind
í fjárreiðum félagsins og
rekstri, sem olli oft fjárhags-
kreppum í rekstri þess og mikl-
um erfiðleikum. Það var þegar
í upp'hafi hugsjón frumkvöðla
stofnunarinnar, Árna Filippus-
sonar, gjaldkera, og Magnúsar
Jónssonar sýslumanns, að allir