Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 131
B L I K
129
að því leyti, að þeir voru félags-
lyndari, nærgætnari og hjálp-
samari hver við annan en
margir lúthersku kristnu. Samt
höfðu strangir lútherstrúarmenn
margt fram að færa gegn boð-
skap mormóna og kom þar
fjölkvænið auðvitað mest til
greina. En eftir áreiðanlegum
heimildum er talið, að missagn-
ir hafi átt sér stað varðandi út-
breiðslu þess, og um það hafi
verið mjög lítið. Seinna var það
bannað með öllu.
Lokkandi voru loforðin um
gjafajarðirnar í sólskinsland-
inu Utha, sem vel voru haldin,
meðan nóg lönd voru þar til,
og svo fyrirheitin um að öðl-
ast nýjan þrótt og hamingju-
samt líf í mormónanýlendunni,
þar sem verða átti ein hjörð og
einn hirðir.
Víkur nú aftur sögunni til
hjónanna í Kastala, sem fyrst
allra hérlendis höfðu hlotið hina
meiri og seinni skím.
Sóknarprestur þeirra, séra
Jón Austmann á Ofanleiti, lét
kalla hjónin fyrir sig rúmum
mánuði síðar að vottum við-
stöddum til þess að reyna að
tala um fyrir þeim. Það áleit
'hann skyldu sína og fá þau til
að hverfa aftur frá mormóna-
trúnni og villu síns vegar. En
þau sátu fast við sinn keip,
svo að allar tilraunir hins
strangtrúaða lútherska sóknar-
prests þeirra urðu árangurs-
lausar.
Mál þeirra hlaut nú að koma
fyrir verzleg yfirvöld samkvæmt
fyrirlagi biskups, Helga Thord-
ersen.*
Um þessar mundir var settur
sýslumaður í Vestmannaeyjum
Adolph Christian Baumann í
stað kammerráðs J. N. Abel,
sýslumanns, sem þá var ný-
lega farinn úr Eyjum til Dan-
merkur. Baumann var síðar
sýslumaður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu um nokkurra ára
skeið.
Nú hörmuðu þeir, er mest
voru andstæðir mormónahreyf-
ingunni, að kammerráðsins
naut nú ekki lengur við, því að
hann hafði sýnt af sér ærna
röggsemi og skörungsskap í
þessum málum og stutt sóknar-
prestinn t. d. við hina almennu
undirskriftarsöfnun á mót-
mælaskjal gegn þessum nýju
trúarbrögðum. Samt fór það
svo, að Þórarinn Hafliðason var
kvaddur heim úr útey, þar sem
hann var við lundaveiðar, til
þess að mæta við réttarrann-
sókn hjá Baumann vegna þeirra
yfirtroðslna sinna að hafa
* Hann var faðir Stefáns Thorder-
sen, prests að Ofanleiti 1885—1889.
Meðan hann var þar prestur, var
allmikið um mormóna í Vest-
mannaeyjum og utanfarir öll árin
þaðan til Utha.