Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 114
r
112
betur ráðið við að leiða hana.
Ég hafði ekki fyrr komið
skankanum yfir hálsinn á henni,
en hún tók á rás með mig. Ég
gat litla viðspyrnu veitt, því að
fæturnir námu tæpast við jörð-
ina. Þannig hljóp ’hún með mig
aftur og fram um hið auða
svæði í réttinni. Allir fóru að
skellihlæja, sem von var. Loks
komst ég „af baki“ og var harla
sneypulegur. Þá var mér sagt,
að þetta væri hrútur og ekkert
barnameðfæri. ,,Já, hrútur, já,
hrútur,“ hugsaði ég. Hefði ég
vitað það fyrr, hefði ég aldrei
árætt að snerta hana, því að
einhvern veginn hafði ég fengið
það á meðvitundina, að hrútar
væru hræðilegar skepnur.
Bjarni Bjarnason, 2. B.
Palladómar um sessunauta
(Eitt stílsefnið í 3. bekk bók-
náms í vetur var palladómur
um sessunautinn. Blik birtiir
hér tvo slíka stíla.)
Sessunautur minn er Sigurð-
ur Jónsson Vigfússonar frá
Holti í Vestmannaeyjum, land-
frægrar hetju fyrir manndáð.
Sigurður er hár maður vexti
en frekar renglulegur, enda á
grálegasta gelgjuskeiðinu eins
og við hin. Hann er mjög eld-
hærður og skarpeygur, athugull
BLIK
og hæglátur, en kempa hin
mesta og kappsfullur, þegar
það á við. Þá er hann áræðinn
vel nema við hið veika kyn.
Gagnvart því er hann hugdeig-
ur, og mun það mest stafa af
vorkunnsemi og samúð sökum
veikleikans. Að öðru leyti en
þessu sker Sigurður sig í ætt
sína, en hann er að eigin sögn
kominn í beinan karllegg af
Agli Skallagrímssyni bónda og
skáldi að Borg á Mýrum.
Sigurður er fégírugur með
afbrigðum, sérstaklega í þágu
Málfundafélags nemenda, ferða-
sjóðs þeirra, enda á hann að
njóta hans sjálfur á næsta vori.
Ætlan mín er sú, að fáir séu
honum jafn-slyngir að græða
fé, enda er hann ,,vætu“-mála-
ráðherra í stjórn Stefaníu Þor-
steinsdóttur og aflar þannig
fjár í ferðasjóð.
Fáir standa Sigurði á sporði
í reikningi, einkum í vaxta-
reikningi, og sérílagi, ef vext-
irnir eiga að renna í hans eig-
in pyngju eða ferðasjóðsins.
Sigurður er að eðlisfari ró-
legur og grandvar maður, og
er kjörorð hans þetta: „Allt er
bezt með forsjá“. Hann getur
þó verið fyndinn mjög og mein-
hæðinn, ef svo ber undir. Það
þekki ég vel og hefi sjálfur
fengið á því að kenna. — Ekki
er mér grunlaust um það, að
Amorsörvarnar séu teknar að
stinga hann. Þóttist ég bezt sjá