Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 169
B L I K
167
séð á mér, að mér var ekki
sama um kúpuna. Hún spurði
mjög sakleysislega, hvort okk-
ur væri annars ekki sama, þótt
þessi gamla hauskúpa stæði
þarna á borðinu. Sagði hún, að
sér væri illa við að hreyfa mik-
ið við dótinu hans Mumma eða
fara með það inn í annað her-
bergi. Ég veit ekki, hvað Lárus
hugsaði, en ég varð fyrir svör-
um og sagði, að okkur væri
alveg sama, þótt hauskúpan
stæði þarna. Jú, ég var svo sem
nógu mannalegur!
Herbergið tókum við á leigu
og skyldum borga 15 kr. á
mánuði auk morgunkaffis. Ég
var feginn, þegar leigusamning-
ar okkar voru gerðir og ég
komst út úr herberginu út á
Hverfisgötuna. Því olli vafa-
laust hauskúpan hans Mumma.
Ég hálfkveið fyrir um kvöld-
ið að fara þangað heim að sofa,
en lét þó á engu bera. Lárus
bar sig svo mannalega, að ég
hlaut að gera það líka. Þegar
upp í herbergið kom, var þar
allt með kyrrum kjörum og
hauskúpan starði á okkur af
borðinu. Ég reyndi að láta mér
það í léttu rúmi liggja, þetta
dauða augnaráð hennar, og
reyndi að horfa sem mest
framhjá henni, en það gekk
hálf iHa. Það var engu líkara
en að hún neyddi mig til þess
að glápa á sig. Við fórum svo
að hátta. Á meðan reyndi ég að
hafa í frammi prakkarastrik
gagnvart Lárusi. Það var að
reyna að snúa hauskúpunni
þannig, að hún sneri hnakkan-
um að mér, en það tókst ekki.
Ég skreiddist því upp á dívan-
inn, tók bók úr skápnum og
ætlaði að lesa mig í svefn. Bók-
in var þá um læknisfræðileg
efni og í henni fullt af myndum
af beinagrindum og slíku góð-
gæti. Ég lét hana því strax í
skápinn aftur, breiddi upp fyrir
höfuð og reyndi að sofna, með-
an ég vissi, að Lárus var vak-
andi. Ég var bullsveittur í rúm-
inu. En loks sofnaði ég, þrátt
fyrir augnaráð hauskúpunnar,
ef ég gægðist undan sænginni.
Mig dreymdi um dauða menn
og hauskúpur, sem sóttu að
mér úr öllum áttum. Skemmti-
legt það! Kl. 6 vaknaði ég í al-
björtu, og var þá öll hræðsla
mín horfin. Ég fór því fram úr,
opnaði gluggann. Það var bezta
veður, en Lárus svaf ennþá.
Mér varð þá litið niður á flata
þakið og brá heldur en ekki,
er ég leit þar rétt við gluggann
stóran trékassa. Hann var op-
inn. Þar gaf að líta allskonar
mannabein, lærleggi, rifbein og
eina stóra hauskúpu, engu
minni en þá, sem inni á borð-
inu stóð. Ég segi ykkur satt,
anum, flýja upp á dívaninn og
breiða sængina upp fyrir höf-
uð. Ekki var um frekari svefn
að ég var fljótur að loka glugg-