Gisp! - 01.12.1992, Qupperneq 106
UPPHAF ÍSLENSKRAR
MYNDASAGNAGERÐAR
il eru þeir sem vilja rekja upphaf íslenskrar myndasagnagerðar til Bayeux-
refilsíns, yfir fimmtíu metra veggstranga sem sýnir innrás franskra víkinga í
England á tólftu öld. Nú þegar franskar myndasögur hafa gert innrás á gamla
Frón er tímabært að líta sér nær og aðgæta hvort myndasagan hafi ekki alla tíð
verið hér til staðar þótt á stundum hafi lítið farið fyrir henni. Myndasagan, eins
og við þekkjum hana í dag, á vísast uppruna sínn í Evrópu um miðja nítjándu
öldina og hafa þar meðal annarra verið nefndir til ábyrgðar svissneski
rithöfundurinn Rodolphe Toppfer (1799-1846) og franski grafíklistamaðurinn
Gustave Doré (1833-1883). Myndasagan varð til samhliða iðnbyltingunni og
þeirri stórfelldu dagblaða- og tímaritaútgáfu sem hófst um miðja nttjándu öldina
í Evrópu. Þá voru ljósmyndir enn ekki orðnar fjölmiðlamatur svo teikningar
voru allsráðandi.
Lftið var um slíka útgáfustarfsemi á þessum tíma hér á landi og það var
ekki fyrr en á öðrum áratug þessarar aldar sem Guðmundur Thorsteinsson,
Muggur, hóf að gera myndskreytingar undir áhrifum frá norrænum teiknurum
og sú viðleitni hans náði e.t.v. hápunkti í myndasögunni „Tre yndige piger", frá
árinu 1921, sem birt er hér til hliðar með leyfi eiganda verksins. Þó má segja að
Sólon íslandus, Sölvi Elelgason, hafi fyrstur farið að teikna karíkatúr af
samtímamönnum sínum og var það þegar um miðja nítjándu öld.
Hér er e.t.v. rétt að benda á að gera verður greinarmun á stökum
karíkatúrmyndum eða ýktum tcikningum af samtímamönnum og myndasögum.
Myndasögur byggjast upp: á frásögn eins og nafnið bendir til og getur sá
frásagnaraðferð verið ærið mismunandi. Til eru þær myndasögur sem hafa engan
eða því sem næst engan texta, en aðrar eru bókmenntaverk fýrst og fremst. Sölvi
Helgason var þannig á vissan hátt brautryðjandi þeirrar tegundar myndlýsinga
H'in Tryggvi Magnússon kynnti fýrir landsmönnum f Speglinum á
millistrfðsárunum og Halldór Pétursson, Sigmund, Gfsli J. Astþórsson og fleiri
hafa haldið við síðan. Myndlýsingar af þessu tagi eiga það þó oftast nær
sammerkt að þar eru dægurmálin reifuð á einfaldan hátt svo ailir skilji, en þó
undir merkjum háðsins. Myndasögur eru aftur á móti sjaidnast siíkar
dægurflugur. Ræjtur þeirra liggja fremur í bókmenntum og listum en
dægurmálum. Myndasagan á þó óumdeilanlega fyrst og fremst jrætur í
alþýðumenningunni. Fyrrnefndur Gísli J. Ástþórsson telst reyndar tii
frumkvöðla íslenskrar myndasagnaútgáfu vegna bóka sinna um alþýðuhetjuna
Siggu Viggu, sem komu lit fyrir rúimnit áratug, en sögurnar höfðu áður birst
sem myndræmur í Morgunblaðinu.
Meinhæðið raunsæi er eitt megineinkenni myndasagna hvarvetna í
heintinum á þéssari öld. Myndasagnaútgáfa hófst í Bandaríkjunum árið 1933
H«wo s:w
IÍ*M \ H’/ESll/M BKI
ihn vrt öG
Rtrn SKbLAPiLTvw*
i-.AT. bAO '/AÍXIÍ.O) tA
SéHi SKÓl.ANtJ
UliT, At> HAVV SK'nOI
ÍIÍA $£M S'iÐACtA
$S K* br AF S£M
SUtT FÓa-J Ú* 1*5’.AMVA
fi ‘aa.i Hvenitf,
wmmi