Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 4
4
FJARÐARFRÉTTIR
Er þetta löggustöð? spurði
telpan og skimaði roggin og ófeim-
in í kringum sig.
Já, svaraði varðstjórinn og virti
hana vandlega fyrir sér.
Er ég þá tekin föst?
Nei, nei, góða mín, þú ert ekki
tekin föst. Okkur langar bara að
rabba svolítið við þig.
Ukkur finnst ég vera skrýtin?
Ekki segi ég nú það, sagði varð-
stjórinn og kímdi. Þú segist vera að
leita að jólunum.
Já, má maður það ekki?
Hvað ertu gömul, góða mín?
Nýlega tíu.
Og heitir Ásdís?
Ásdís Magnúsdóttir, kölluð
Dísa. Sumir segja ég sé stundum
skrýtin. En mér finnst ekkert
skrýtið að leita að jólunum. Það er
Þorláksmessa í dag. Mér finnst
maður ætti að finna jólin í sér fyrst
þau eru alveg að koma.
Þú hefur þá ekki fundið jólin?
Ekki ennþá. En kannski hefði ég
fundið þau ef löggan hefði ekki
komið í bankann og tekið mig
hingað með sér.
Varstu þá að leita að jólunum í
bankanum?
Já. Eiga jólin ekki að koma í
bankann eins og annars staðar?
Það var ægilega margt fólk þar.
Jólin hljóta að koma þangað sem
fólkið er.
Varðstjórinn horfði um stund
þegjandi á telpuna. Svo tók hann
upp símtólið og hringdi. Telpan
horfði á hann stórum augum. Hún
skildi að hann var að tala um hana
í símann þótt hann segði lítið.
Hvur á að tala við mig? spurði
hún ekki alveg eins örugg um sig
þegar varðstjórinn lagði tólið á.
Varðstjórinn stóð þá upp og kom
til hennar. Hann stóð hálfboginn
og vandræðalegur yfir henni þar
sem hún hnipraði sig saman í stór-
um leðursófanum.
Ég skal segja þér, telpa mín. —
byrjaði hann.
Kallaðu mig Dísu, greip telpan
fram í fyrir honum. Þá líður mér
betur.
Ég — ég skal segja þér, Dísa mín,
byrjaði varðstjórinn aftur, ég var
að biðja ungan mann sem er hérna
hjá okkur í lögreglunni að koma
hingað að tala við þig. Hann heitir
Gunnar og ég veit þér líkar við
hann. Hann ætlar að verða prestur,
er bráðum búinn að læra til prests.
Hann hefur haft sumarbúðir fyrir
börn. Hann ætti að geta sagt þér
hvar jólin er að finna.
Jólin eru þá ekki komin hingað
til þín, sagði Dísa.
Varðstjórinn fór aftur í sæti sitt
áður en hann svaraði.
Nei, Dísa mín, sagði hann svo.
Ég er hræddur um að þú finnir ekki
jólin hér.
Ertu kannski hættur að leita að
jólunum? spurði Dísa og einblíndi
á hann með heiðbláum spyrjandi
augum. Ég hef fundið það í dag að
margir eru hættir því.
Það er sjálfsagt rétt hjá þér. Ég er
sennilega í þeirra hópi. — En
heyrðu annars, góða mín, viltu ekki
eitthvað að borða meðan þú bíður.
Ég ætti að geta útvegað þér mjólk
og brauð, já og epli. Þú hlýtur að
vera svöng, þú ert búin að vera svo
lengi að heiman. Hvernig list þér á
það?
Takk, það er ágætt. Annars er til
matur heima. Ég bara gleymdi mér.
Ég á strætómiða, — sko!
Dísa borðaði með góðri lyst og
l leit að jólunum
Smásaga eftir stefán Júlíússon
var að byrja á eplinu þegar ungi
maðurinn kom inn. Hann horfði
fyrst hálfundrandi á Dísu en kom
svo til hennar og heilsaði henni með
handabandi. Varðstjórinn benti
honum að koma með sér inn í
annað herbergi. Dísa maulaði eplið
meðan þeir voru burtu.
Þegar þeir komu aftur bað ungi
maðurinn Dísu að koma með sér
inn í annað herbergi. Hann lét hana
setjast hjá sér á bekk og spurði:
Hvernig datt þér í hug að fara að
Ieita að jólunum hér niðri í miðbæ,
góða mín, alla leið ofan úr Breið-
holti?
Þú heldur náttúrulega ég sé
skrýtin, svaraði Dísa að bragði, og
kannski er ég eitthvað skrýtin. Allir
segja að maður eigi ekkert að vera
að leita að jólunum, maður geti alls
ekki fundið þau. Jólin eigi bara að
koma til manns. En í morgun þegar
ég kom á fætur fannst mér þau vera
svo langt í burtu og þá fór ég bara
að leita. Ég hélt ég fyndi þau
kannski hér niðri í bænum þar sem
allt fólkið er og jólaskrautið og
jólatrén og jóladótið í búðarglugg-
unum og jólagjafirnar.
Hvenær fórstu að heiman?
í morgun þegar pabbi var farinn
í vinnuna. Við pabbi erum bara tvö
heima núna. Ja, eiginlega er ég sko
bara ein heima. Pabbi er alltaf að
vinna. Hann þarf alltaf að vera að
vinna. Hann fer snemma á morgn-
ana og kemur ekki fyrr en seint á
kvöldin. Mamma fór á spítalann í
gærmorgun svo ég er bara ein
heima. Þegar pabbi var farinn í
morgun fannst mér jólin vera svo
langt í burtu að mér fannst ég þurfa
að leita að þeim. Mér fannst eins og
þau ætluðu ekki að koma. Svo tók
ég bara strætó niður á Lækjartorg
til að vita hvort ég fyndi þau ekki.
Er mamma þín mikið veik, góða
mín?
Ég vil heldur þú kallir mig Dísu.
Góða mín er eitthvað svo merki-
legt.
Jæja, Dísa. Þú kallar mig þá
Gunnar.
Já, það er ágætt, þá getum við
betur talað saman. — Sko, mamma
er eiginlega ekki veik. Hún er að
fara að eiga barn. Hún fór á fæð-
ingardeildina í gærmorgun en það
var ekki fætt í morgun. Við pabbi
erum alltaf að bíða.
Áttu þá engin systkini?
Jú, jú, ég á tvær systur, sjö og
fimm ára, en þær eru fyrir norðan
hjá ömmu og afa. Ég vildi ekki fara
með þeim. Ég vildi vera hjá pabba
um jólin ef mamma yrði ekki
heima. Pabbi má ekki vera einn um
jólin. Við verðum að vera saman.
Þú veist hvers vegna við höldum
jól, Dísa mín? hálfspurði Gunnar.
Já, já, svaraði Dísa. Ég veit að
Jesús fæddist þá til að hjálpa
mönnunum að vera góðir. Er það
ekki?
Jú, Dísa mín. Guð sendi Jesú til
að lifa og deyja fyrir okkur menn-
ina svo við fengjum að vita að hann
er alltaf með okkur.
Allir segja þetta, ansaði Dísa.
Þess vegna fór ég að leita að jólun-
um. Jólin hljóta sko að vera guð og
Jesús. Og í morgun fannst mér þau
vera svo langt í burtu og mig lang-
aði að finna þau.
Og hvar Ieitaðirðu að jólunum,
Disa mín?
Bara alls staðár.
Og þú fannst þau ekki?
Ekki ennþá. Ég fór í bæinn með
níustrætó og nú er klukkan að
verða þrjú. Ég er búin að ganga um komast yfir götuna og þá heyrði ég
allt en jólin eru ekkert nær mér. söng úr kirkjunni. Svo fór ég bara
Fyrstfórégímargarbúðirogskoð- inn í kirkjuna. Þar voru komin
aði allar jólavörurnar og bara var jólaljós og það var verið að jarða.
svonameðfólkinuþegarþaðvarað það var fátt fólk í kirkjunni og ég
kaupa. Ég sá ekki jólin í fólkinu. settist á bekk við dyrnar og hlustaði
Allir voru að flýta sér og troðast og á prestinn. Hann sagði að gamli
spurja um hvað þetta eða hitt kost- maðurinn sem var dáinn væri
aðiogkallaíbúðarfólkiðogenginn kominn til guðs og Jesú og þar
var kátur. Fyrst ég var ekkert að væru alltaf jól. Hann hefði fundið
kaupa en bara skoða og horfa á eilíf jól, sagði presturinn. En ég var
fólkið var ég stundum rekin út. Ein ekki að leita að svoleiðis júlum. Ég
búðarstúlkan spurði mig bálvond var að leita að jólum hérna hjá
hvað ég væri að flækjast fyrir fólki okkur, á götunum og í búðunum og
sem væri að versla. Þegar ég sagðist í vöruskálunum við höfnina þar
vera að leita að jólunum varð hún sem pabbi vinnur. Ég var að leita að
alveg stjörnubit og skipaði mér að jólum fyrir lifandi fólk. — Svo
flýta mér heim. Svo ýtti hún mér út kom einhver maður til mín og
á undan sér eins og hún væri hálf- spurði hvað ég væri að gera hér. Ég
hrædd við mig. sagðist vera að leita að jólunum. Þá
Teikning: Stefán Snær Grétarsson.
En þú hélst samt áfram að leita?
Já, já, mér fannst svo skrýtið að
jólin komu ekkert nær mér þó allir
væru að hamast við að kaupa til
jólanna. Ég labbaði nokkra hringi
kringum Austurvöll og horfði á
stóra jólatréð. Það voru menn að
láta nýjar perur á það í staðinn fyrir
þær sem slokknað hafði á. Ég
stoppaði og spurði einn manninn af
hverju hefði slokknað á svona
mörgum perum. O, þær eru brotn-
ar og svo er þeim líka stolið, sagði
hann. — Það er þokkalegur jóla-
þenkimáti atarna, bætti hann við
og var svo sár og reiður. Þá varð ég
svo leið að ég var að hugsa um að
fara bara heim. — Það var bleyta
og slabb á götunum og bílarnir
keyrðu eins hart og þeir gátu og
gusuðu á fólkið og flautuðu og
hömuðust alveg óðir. Og fólkið
tróðst og hljóp og sagði ljótt. Eng-
inn var neitt betri þótt jólin væru að
koma og ég fór að hugsa um Jesú
sem vildi að mennirnir væru svo
góðir að alltaf væru jól. Ég stóð á
gangstéttinni og var að bíða eftir að
varð hann afskaplega skrýtinn á
svipinn og hvíslaði: Þetta er jarðar-
för, telpa mín, ég.held þú ættir að
flýta þér heim. — Svo ég stóð bara
upp og fór.
Og hvert fórstu þá? spurði
Gunnar.
í bankann þar sem ég var tekin af
löggunni.
Hvernig stóð á að þú varst tekin?
Ég veit það ekki. Ég var bara að
labba svona um í bankanum og
horfa á fólkið og hvernig það væri
að flýta sér að ná í peninga eða
borga peninga. Allir voru ægilega
alvarlegir á svipinn og sumir
vondir. Enginn var glaður og
enginn hló. Ég held enginn hafi
verið að hugsa um jólin. Samt var
jólatré við dyrnar og bjart og hlýtt
inni. Ég var þarna lengi en jólin
komu ekkert nær mér. Svo sá ég að
ein stúlkan fór að horfa á mig og
fylgjast með mér. Þá settist ég bara
og lét fara lítið fyrir mér. Stúlkan
kom þá til mín og spurði hvort ég
væri að bíða eftir einhverjum. Nei,
sagði ég, ég er bara að leita að jól-
unum. Þá horfði hún lengi á mig
eins og maðurinn í kirkjunni og fór
svo frá mér. Eftir dálitla stund kom
hún aftur með lögguna sem fór með
mig hingað.
Þú hefur þá ekki fundið jólin
ennþá, sagði Gunnar.
Nei, ekki ennþá. En kannski
getur þú hjálpað mér. Maðurinn
frammi segir þú sért bráðum
orðinn prestur. Eru prestar ekki til
að finna með manni jólin?
Gunnar horfði langa stund á
Dísu án þess að segja orð. Loks
spurði hann:
Hvað heitir hún mamma þín,
Dísa mín, og hvar liggur hún?
Dísa var fljót að svara þessu. Þá
reis Gunnar þegjandi á fætur og
gekk fram fyrir. Eftir stutta stund
kom hann aftur og sagði:
Ég hef góðar fréttir að færa þér,
Dísa mín. Þú ert búin að eignast
bróður. Hann var að fæðast.
Mömmu þinni og honum líður vel.
Pabbi þinn veit þetta ekki einu
sinni. Þú ert sú fyrsta sem færð að
vita það. Og þú mátt koma á fæð-
ingardeildina að sjá bróður þinn.
Ég ætla að keyra þig.
Dísa horfði í fyrstu sem steini
lostin á Gunnar; hún var alveg
lömuð. Svo var eins og stífla
losnaðt. Húr. hló og.grét í senn og
kom ekki upp orði. Loks stundi
hún þó:
Pabbi. Pabbi verður að fá að vita
þetta strax. Kannski kemst kann
ekki í síma. Hann vinnur svo
mikið.
Sagðirðu ekki að pabbi þinn ynni
hérna við höfnina?
Jú, það er ekki langt héðan. Ég
verð að fara til hans.
Við förum bæði til hans, sagði
Gunnar. Eftir hverju erum við að
bíða? Hann vill sjálfsagt koma með
okkur á fæðingardeildina.
Gunnar beið í bílnum meðan
Dísa og faðir hennar fóru inn á
fæðingardeildina. Hann ætlaði að
aka föðurnum aftur í vinnuna og
Dísu heim á eftir. Hann sagðist
þurfa að tala meira við hann.
Ég vona að telpan hafi ekki orðið
til mikilla óþæginda eða vand-
ræða, sagði faðirinn þá. Dísa á til
að koma þeim á óvart sem ekki
þekkja hana.
Nei, nei, sagði Gunnar. Við Dísa
erum orðnir bestu vinir. Hún hefur
kennt mér ýmislegt og ég vona að ég
geti eitthvað kennt henni.
Þau komu til baka eftir svo sem
hálftíma og þá var Dísa öll önnur.
Hún var mjög hæg og hugsi á svip
og setist þögul á milli Gunnars og
pabba síns. Þegar Gunnar var að
ræsa bílinn togaði hún ögn í jakka-
ermi hans og sagði stillt:
Veistu, ég held ég sé búin að
finna jólin. Jólin eru í litla bróður.
Hann er í kassa, sérðu, og ég fékk
bara að horfa á hann í gegnum
rúðu. Hann er allsber og ósköp
Iítill. En hann opnaði augun og þá
fann ég allt í einu jólin. Hann er
jólabarn og jólin sjálf. Ég er viss
um að guð og Jesús eru í honum,
annars gæti hann ekki fæðst og
lifað svona lítill. Hann er jólin sem
ég var að leita að.
Dísa þagnaði, einblíndi fram
fyrir sig og var enn hæglátari en
áður og hugsi, eins og hún væri allt
önnur telpa.
Mennirnir tveir litu hvor á annan
yfir höfuð hennar, kinkuðu kolli og
brostu.
Des. 1977.