Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 6
6
FJAROARFRÉTTIR
„Hér er létt yfir mannskapnum
og skemmtilegt andrúmsloft,,
Eldhress hópur: Eyjólfur • Karl - Jenný - Valdimar og Óttarr.
Karlmenn hafa til skamms tíma
lítið látið að sér kveða við mat-
reiðslu í heimahúsum, þótt margir
þeirra hafi gegnum tíðina haft
atvinnu af því að kokka,- bæði til
sjós og lands. Þetta er nú óðum að
breytast og áhugi karlmanna á
eldamennskunni fer vaxandi. Enn
eru þeir saint víðast hvar í minni-
hluta á matreiðslunámskeiðum, en
á þvi eru þó nokkrar undantekn-
ingar. Hér í bæ er t.d. i fullum
gangi námskeið í matreiðslu fyrir
karlmenn, sem segja má að komnir
séu af léttasta skeiði ef aldursárin
eru talin, en fisléttir á velli og í lund
þegar eldamennskan er annars
vegar. Þessir heiðursmenn stunda
námið í kennslueldhúsi Lækjar-
skóla einu sinni í viku undir hand-
leiðslu Jennýar Sigurðardóttur.
Fjarðarfréttamenn litu til þeirra
nýverið og spjölluðu við þá
stundarkorn.
Þegar við mættum á staðinn,
voru þeir að ljúka við að borða
soðna lúðu og lúðusúpu, sem þeir
höfðu að sjálfsögðu eldað sjálfir
eftir kúnstarinnar reglum. Við
vorum strax leiddir til borðs og
boðið að smakka á krásunum. Það
fór ekki á milli mála að hér höfðu
fagmenn verið að verki og matur-
inn rann Ijúflega niður. Undir
borðum var margt spjallað, m.a.
skipst á skoðunum um viðfangsefni
dagsins. ,,Má ég smakka á þinni
súpu?“, spurði einn. Það var auð-
sótt mál. Eftir smástund bætti sá
fyrri við: ,,Hún er of dauf, mín er
betri.“ „Hver hefur sinn smekk“,
var svarið og síðan hlegið dátt.
Eftir matinn drifu menn sig í
uppvaskið og um stund ríkti þögn,
ef undan er skilið diskaglamrið, og
einbeitni skein úr andlitunum.
Nokkrar athugasemdir féllu þó
þegar ljósmyndarinn mundaði vél-
ina. „Látið þá nú ekki festa á filmu
einhver vitlaus handtök við upp-
vaskið“. „Þaðþarfnú ekkiaðgera
þetta svona rækilega, það sést ekki
á myndinni.“ „Munið að skola
sápuna af diskinum“, áminnti
kennarinn.
Meðan á uppvaskinu stóð notuð-
um við tækifærið og spurðum þá
félaga um námskeiðið, hvernig
þeim líkaði eldamennskan, hvers
vegna þeir drifu sig á námskeiðið
og hvort þeir hafi áður fengist við
að elda. Við svifum fyrst á Óttarr
Proppé.
„Mér líkar ljómandi vel á þessu
námskeiði. Sjálfur hef ég staðið í
matseld lengi, en þegar ég sá þetta
auglýst ákvað ég að sækja um í von
um að geta lært meira og ekki síst
að gera hlutina rétt. Það tekst
áreiðanlega, enda lærum við í hvert
skipti eitthvað hagnýtt. Svo þarf
maður auðvitað að vera duglegur
að æfa sig heima.“
Næst varð Eyjólfur Guðmunds-
son fyrir svörum:
„Þetta er prýðisnámskeið, góður
kennari og aðstaðan eins og best
verður á kosið, þegar maður er
búinn að læra á hlutina.
Mínar heimilsástæður ollu því að
ég þurfti að taka að mér elda-
mennskuna fyrir 2-3 árum, en áður
var ég ákaflega fákunnandi í
þessum efnum. Að vísu lærði ég að
elda hafragraut og þess háttar í
gamla daga, en sá lærdómur á víst
ekki við í dag.“
Karl Eliasson leit upp frá verkinu
og sagði:
„Þegar mér var gefinn kostur á
að sækja þetta námskeið fannst
mér sjálfsagt að slá til. Það er
skemmtileg og góð tilbreyting að
fást við matseld, og auðvitað lærir
maður eitthvað í matargerðarlist-
inni.
Ég hef aldrei áður fengist við
eldamennskuna, konan hefur
alfarið séð um það. En nú verður
kannski einhver breyting á því.“
Valdimar Veturliðason hafði
þetta til málanna að leggja:
„Ég hef nú þurft að kokka fyrir
sjálfan mig árum saman, en mér
fannst nauðsynlegt að kynna mér
þetta nánar og dreif mig á þetta
námskeið. Ég sé ekkert eftir því,
það er svo gaman að þessu og fé-
lagsskapurinn er fínn. Hér er ég
alltaf að læra eitthvað nýtt og nám-
skeiðið hafði þau áhrif á mig að ég
keypti mér matreiðslubók um dag-
inn. Ég er farinn að líta í hana og
auka fjölbreytnina í matseldinni.
Nýlega steikti ég lifur með öllu til-
heyrandi. Ég hafði aldrei prófað
allt þetta meðlæti áður. Það gerir
þetta svo fullkomið og fagmann-
legt. Ég þarf líka að æfa mig við
baksturinn. Hingað til hef ég látið
nægja að baka pönnukökur, jóla-
kökur og þess háttar. Nú þarf
maður endilega að fara að prófa
eitthvað flóknara. Það er spenn-
andi að geta matbúið eitthvað svo-
lítið flottara en áður, þó maður
kokki aðallega fyrir sjálfan sig.“
Við þökkum þeim fjórmenning-
um kærlega fyrir spjallið og trufl-
um þá ekki frekar að sinni. Því
miður misstum við af fimmta félag-
anum á námskeiðinu, Sigurði Kr.
Sigurðssyni, en hann þurfti að flýta
sér í vinnu rétt áður en við komum.
En kennarann þeirra spyrjum við
að lokum hvernig henni líki við
þessa nemendur.
„Ég er hæstánægð með þá. Þeir
eru námfúsir og hér er létt yfir
mannskapnum og skemmtilegt
andrúmsloft. það er talsvert öðru-
visi að kenna þeim en unga fólkinu.
Hér ræður meiri vinnugleði ríkj-
um, og ánægjan situr í fyrirrúmi
hjá öllum“.
Já, það var sannarlega eldhress
og ánægður hópur sem stillti sér
upp fyrir lokamyndatökuna, og
karlarnir taka sig svo sannarlega
vel út með svunturnar. Að því
loknu kvöddum við og þökkuðum
fyrir rnatinn og spjallið. Það verður
örugglega enginn svikinn af matn-
um, sem þessir heiðursmenn eiga
eftir að elda í framtíðinni.
Ottarr Proppe
Karl Elíasson