Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 18
18
FJARÐARFRÉTTIR
Stefán Júlíusson:
FRÁ VALDAHRUNI KRATA í BÆNUM
Kafli úr skáldsögu
Eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt hefur
Stefán Júlíusson gefið út tvær skáldsögur sem
tengjast hvor annarri. Þær heita Stríðandi öfl og
Átök og einstaklingar og ber sú síðari undirtitilinn
Skáldsaga úr bœnum. Ýmsir hafa haldið því fram
að í þessum bók'um væri Stefán að rekja vissa þætti
úr sögu Hafnarfjarðar og margir Hafnfirðingar
þykjast þekkja persónur í þessum skáldsögum
hans. Hann hefur þó aldrei viðurkennt að hann
væri að lýsa ákveðnum mönnum eða rekja sanna
sögu þótt atburðir taki mið af sögulegum atvikum
þegar svo ber undir. Þetta kemur fram í viðtali við
hann í jólablaði Fjarðarfrétta í fyrra.
Nú er Stefán að vinna að lokabindi þessa sagna-
bálks síns og mun ljúka því í vetur. Ennþá hefur
það ekki hlotið nafn.
Þegar Fjarðarfréttir leituðu eftir því við Stefán
að fá að birta kafla úr þessari bók sem hann er með
í smíðum lét hann þeim í té kaflann sem hér birtist.
Á sjötta áratugnum urðu miklar
pólítískar sviptingar og átök í
bænum. Eins og gefur að skilja
kom nafni þar ekki eins mikið við
sögu og áður þar sem hann var ekki
lengur í eldlínunni og hafði því ekki
bein áhrif á gang mála. En hann lét
málin til sín taka í orði, fylgdist vel
með hlutunum og hélt ýmsum
þráðum í höndum sér þótt hann
gengi ekki fram fyrir skjöldu.
Nú var Eggert Steinsson orðinn
svo að segja einráður í flokki sínum
í bænum. Nafni og Gunnar
Jóhannesson voru horfnir úr leik
og Stefán Guðmundsson lét málin
minna til sín taka. Fljótt kom á
daginn að jafnvægi var ekki eins
mikið og áður; enginn kom í stað
þeirra nafna og Gunnars þegar þeir
sneru bökum saman, hvort sem
jafna þurfi innanflokkserjur eða
ráða fram úr utanaðkomandi
vandamálum. Þrátt fyrir hæfileika
sína var Eggert Steinsson stundum
einráður um of þegar gömlu verka-
lýðsforingjarnir voru ekki lengur til
að vega og meta málin. Þeir höfðu
byggt upp flokkinn og lífreynsla
þeirra og brjóstgreind hafði verið
kjölfestan í öllum ráðagerðum um
árabil. Þess varð fljótlega vart að
þar var skarð fyrir skildi.
Ofan á þessar brotalamir í
Alþýðuflokknum í bænum upp úr
1950 bættist það að sjálfstæðis-
menn voru nú farnir að sækja í sig
veðrið miklu meira en áður. Fram-
bjóðandi þeirra í alþingiskosning-
unum haustið 1949 fékk meira en
þrjú hundruð atkvæði fram yfir
frambjóðanda flokksins í kosning-
unum þremur árum áður og listi
þeirra við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í ársbyrjun 1950 fékk tvö
hundruð atkvæðum fleira en 1946.
Það var því varla við öðru að
búast en átökin milli hinna gömlu
erfðafénda mögnuðust að nýju og
stríðandi öfl í bænum hörðnuðu og
efldust. Nú voru þetta beinlínis
orðin átök um völd miklu fremur
en um markmið og leiðir. Hér var
ekki lengur um að ræða hatramma
baráttu milli vinnuseljenda og
vinnukaupenda eins og fyrr á
árum; allir vildu nú eiga þátt í
forustu verkalýðsfélaga. Flokka-
drættirnir snerust meira um menn
og yfirráðin í bænum. Jafnaðar-
menn stóðu nú ekki eins vel að vígi
og áður, þeir höfðu ráðið lengi og
unga fólkið vill oft vera andvígt
valdhöfum. Sjálfstæðismenn stóðu
því betur að vígi. Þeir voru í sókn
og gátu bent á það; valdhafarnir
væru staðnaðir og mættu og ættu
að fá hvíld.
Oft ræddum við Bjarni um þessi
efni og sýndist stundum sitt hvor-
um. Þegar gæfan hafði að nýju sest
að í heimilislífi Bjarna færðist hann
að vonum í aukana og efldist að
mun. Hann lét æ meira til sín taka
í skólamálum, skrifaði greinar í
blöð og tímarit og sótti fundi um
þau málefni. Eins og áður var hann
áhugasamur flokksmaður, sat í
fulltrúaráði og var kosinn á flokks-
þing. Sýnt var að hann gat orðið
áhrifamaður í flokknum ef hann
kærði sig um. Ég stríddi honum
stundum á því að hann væri í raun
þrískiptur, starfið væri númer eitt
en síðan vægi stöðugt salt í verund
hans hvort mætti sín meira pólitík-
in eða ritstörfin. Hann yrði að fara
að gera upp við sig hvoru hann
ætlaði að helga sig í alvöru, meira
en hálffertugur maður gæti ekki
tvístigið öllu lengur milli svo þýð-
ingarmikilla lífsþátta.
Ekki var liðið nema ár af kjör-
tímabili bæjarstjórnar þegar allt
fór í háaloft í bænum út af ráðn-
ingu manns í ósköp venjulega stöðu
hjá bæjarstofnun. Gauragangur-
inn og úlfúðin út af þessu máli
sýndi ljóslega hvað loftið var eld-
fimt og hvað lítið þurfti til að blása
í gamlar glæður stríðandi afla.
Átökin urðu heiftarlegri fyrir þá
sök að nú var aftur orðið meira
jafnræði með fylkingarörmum.
Ég heyrði fyrst um upptök þessa
hatramma deilumáls heima á
Hamri um miðjan júnímánuð. Ég
var þá nýkominn vestan um haf;
hafði brugðið mér vestur vegna
vélakaupa.
Nú er sagt að þeir kratarnir í
bæjarstjórninni séu komnir í hár
saman út af ráðningu í starf, sagði
Magnús mágur ekki sérlega
hryggur í bragði eitt kvöldið við
matborðið. Eggert Steinsson lætur
nú ekki óbrotinn varabæjarfulltrúa
kúska sig í þess háttar hlutum.
Magnús mágur minn var mjög
ákafur sjálfstæðismaður eins og
raunar öll fjölskylda mín og sat sig
aldrei úr færi að tíunda það sem
hann frétti misjafnt um alþýðu-
flokksmenn. í trésmiðjunni hjá
okkur á Hamri unnu alltaf ein-
hverjir bæjarmenn, bæði verka-
menn og sm.iðir, og Magnús var
pólítískur undir niðri og áhuga-
samur um vendingar í bænum þótt
hann færi vel með það. Hann ýtti
því fermur undir frásagnir af
átökum án þess að láta mikið á því
bera.
Eggert mun varla verða skota-
skuld úr að ráða slíkum málum til
Iykta eins og hann vill, svaraði ég
áhugalaus; ég hafði minni áhuga á
bæjarmálum eftir að nafni var ekki
lengur með í leik.
Það skyldi nú vera, sagði
Magnús. Það er altalað að þetta
verði mikið mál og muni draga dilk
á eftir sér. Þetta er vélamannsstarf
hjá slökkviliðinu. Eggert vill einn í
starfið, slökkviliðsstjóri annan.
Varla fara menn að gera stórmál
út af slíkum smámunum, svaraði
ég. Ætli sé ekki hægurinn hjá að
finna starf fyrir þá báða í bæjar-
apparatinu. Slökkviliðsstjóri er
varabæjarfulltrúi flokksins svo
hann hlýtur að fá að ráða mann-
inum.
Þú segir það. En mér er nú sagt
annað. Hér ku vera metnaðarmál á
ferðinni; hvorugur vill draga sinn
mann til baka.
Ekki trúi ég því, sagði ég og hafði
enn engan áhuga á málinu. Eggert
Steinsson fer varla að gera einhvern
óvinafagnað innan síns flokks út af
svona löguðu. Hann hlýtur að vera
of stór til þess. Hann finnur eitt-
hvert starf handa skjólstæðingi
sínum.
En þótt manni sýndist hér um
lítið tilefni að ræða í byrjun varð
þetta stórmál fyrr en varði.
Daginn eftir brá ég mér inn á
Hótel Borg í kaffitímanum og þar
sat nafni að venju. Ég heilsaði
honum og ætlaði síðan að láta þar
við sitja. En nafni vildi spjalla og
við settumst einir við borð.
Það mun draga til tíðinda í
bænum áður en langt um líður,
sagði hann brátt og ræskti sig.
Eggert heiðursmaðurinn hefur
fengið harða hnot að brjóta.
Jæja? sagði ég og þóttist ekkert
vita enda ekki viss um hvað hann
meinti.
Já, hann verður áreiðanlega að
láta í minni pokann í þetta sinn. Þú
hefur heyrt um starfið á slökkvi-
stöðinni, er það ekki?
Einhvern ávæning hef ég af því
heyrt. Er þetta nokkurt mál?
Það er eftir því hvernig á það er
litið. Hallgrímur slökkviliðsstjóri
vill að vanur maður úr slökkvilið-
inu fái starfið en Eggert er með
utanaðkomandi mann á sínum
snærum. í reglugerð segir skýrum
stöfum að slökkviliðsstjóri hafi
með mannaráðningar að gera.
Eggert getur ekki breytt því.
Þið pólitíkusarnir möndlið nú
annað eins, sagði ég og vildi nú fá
meira að heyra um afstöðu nafna;
honum hló sýnilega hugur í brjósti
yfir að Eggert yrði að setja ofan.
Það er að sjálfsögðu auðvelt að
semja um svona mál, sagði nafni og
ræskti sig svo heyrðist um allan sal.
En Eggert hefur nú aldrei verið um
það gefið að hafa ekki sitt fram og
ekki hefur ráðríki hans minnkað
við að við gömlu jaxlarnir erum
horfniraf skákborðinu. Mér er tjáð
að hann ætli að láta bæjarráð ráða
sinn skjólstæðing í blóra við
slökkviliðsstjóra og það verður
mikill hvellur út úr því ef ég þekki
Hallgrím vin minn rétt. Hann mun
vísa málinu til ráðuneytisins og ég
hef kynnt mér það að hann mun fá
stuðning þar. Eggert verður að
lúffa í þessu máli.
Ég sé nú ekki að hann þurfi að
lúffa mikið þótt Hallgrímur fái að
ráða þessu, svaraði ég. Ég hef alltaf
heyrt að Hallgrímur sé eindreginn
krati og einhver aðgangsmesti
kosningasmali ykkar. Eggert sér
varla ofsjónum yfir að hann fái að
ráða mann í stofnun sem hann ber
ábyrgð á. Auk þess vita allir bæjar-
búar að Hallgrímur er harðdug-
Iegur maður sem gegnt hefur þýð-
ingarmiklum störfum hjá bænum
um árabil. Varla fer Eggert að
launa honum atorkuna með því að
bera hann ráðum í ekki stærra
máli.
Við sjáum nú til, sagði nafni.
Grunur minn er nú samt sá að
meira muni krauma áður en yfir
lýkur. Þarna hitti Eggert fyrir
mann sem lætur ekki kúska sig.
Af þessu samtali skildi ég að
nafni mundi fylgjast grannt með
þessu máli og ekki var mér grun-
laust um að hann hefði þar puttann
í á bak við. Mér fannst það ekki
óeðlilegt eins og allt var í pottinn
búið.
Nafni reyndist sannspár; hefur
vafalaust vitað hvað í vændum var.
Á næstu dögum kom bæjarblað
sjálfstæðismanna út og upplýsti
allan gang málsins. Skriffinnar
þess helltu sér yfir Eggert Steinsson
fyrir valdníðslu hans og bellibrögð
í slökkviliðsmálinu. Hann hefði
fengið bæjarráð og bæjarstjórn til
að samþykkja að setja skjölstæð-
ing sinn í starf vélamanns á stöðinni
þvert ofan í gerðir slökkviliðstjóra
og brunamálanefndar. Þetta væri
hneyksli og fáheyrt ráðríkisbrölt.
Slökkviliðsstjóri hefði þegar vísað
málinu til ráðuneytis með skír-
skotun til reglugerðar. Þannig
stæðu málin núna.
Blað jafnaðarmanna kom út
tveim dögum seinna og varði gerðir
Eggerts og félaga og taldi reglu-
gerðina gamla og úrelta enda hefði
hún víst aldrei verið formlega
samþykkt í bæjarstjórn. Hér væri
um bæjarstarfsmann að ræða,
Iaunin væru greidd úr bæjarsjóði.
Bæjarstjórn hefði því allan rétt á að
ráða í starfið.
Ekki var trútt um að ég stríddi
Bjarna á þessu máli en honum var
ekki alveg sama. Venjulegast tók
hann því með jafnaðargeði að ég
gantaðist við hann um bæjarmál og
gerðir flokksmanna hans; hann tók
mig aldrei aivarlega í þeim efnum
þótt við ræddum þau oft. En í þetta
sinn var hann svílítið hörundssár og
kom mér það satt að segja á óvart.
En þegar blöðin voru farin að
skattyrðast um málið af fullri
hörku sagði Bjarni eitt sinn við mig
að fyrra bragði á sunnudags-
morgungöngunni:
Ég fór á fund Eggerts og ræddi
við hann.
Nú, um hvað?
Um þetta rækals slökkviðsmál.
Og hvers vegna? Er þetta ekki
dæmigert pólítiskt tilfelli? Regin-
naglinn í flokknum vill ráða, hvern
fjárann sjálfan vilja hjálparkokk-
arnir upp á dekk?
Það er hættulegt að vanmeta
hjálparkokkana ef þeir hafa bein í
nefinu, svaraði Bjarni. Reginnagli
getur verið misvitur þótt hann heiti
Eggert Steinsson.
Þú hefur ekki haft erindi sem
erfiði?
Nei, því miður. Hann var
ósveigjanlegur. Metnaður getur
leitt menn í gönur þótt hann sé
nauðsynlegur í hófi.
En hvers vegna í ósköpunum
varstu að láta þetta til þín taka;
þetta mál kemur ekki við þig?
Stundum reynir maður að hafa
áhrif, ekki síst ef manni finnst
mikið liggja við, svaraði Bjarni. Ég
hef sterkan grun um að Hallgrímur
slökkviliðsstjóri hafi fullan metnað
í þessu máli og láti engan bilbug á
sér finna. Það espar Eggert sem
oftast ræður því sem hann vill ráða.
En þetta mál kemur við mig. Skjól-
stæðingur Eggerts er náfrændi
minn, við erum systrasynir til þess
að vera nákvæmur, og mér leiðist
hvernig hann er milli tanna fólks og
mál hans miður skemmtilegur
blaðamatur. Hann er þokkalegasti
náungi og ekki illa verki farinn en
heldur lítill bógur. Hann hefur
varla skapsmuni til að vera settur í
starf í trássi við forstöðumann.
En hvað veldur þessum þráa
Eggerts? Varla er það bara einber
pólitískur metnaður?
Nei. Það kaldranalega í þessu
máli er það að honum gekk gott eitt
til að koma frænda mínum í starf-
ið. Pólitík var þar ekki með í spili í
upphafi, þ.e.a.s. ekki beinlínis.
Það er enginn pólitískur slægur í
frænda mínum. En þannig er mál
með vexti að faðir hans sem var
vörubílsstjóri var mikill aðdáandi
Eggerts og traustur fylgismaður.
Hann dó fyrir aldur fram á Vífils-
stöðum og mér er sagt að hann hafi
gert boð fyrir Eggert á banabeð-
inum og beðið hann að vera sonum
sínum innan handar ef þeir þyrftu
einhvers við. Frændi minn er
atvinnulaus, er búinn að stofna
heimili og hefur dvalist úti á landi
um skeið. Hann kaus að flytja
hingað aftur og leitaði á náðir
Eggerts. Eins og þú sérð er þetta
næsta einfalt og venjulegt tilfelli ef
Eggert hefði ekki leitað á þar sem
slík festa var fyrir. Það hörmulega
er að honum gekk í raun heilindi og
manneskjulund til að höndla svona
en þetta snerist í höndum hans og
þá kom ráðríki hans og drottnunar-
girni til sögunnar. Og reiknings-
maðurinn snjalli reiknaði skakkt,
þú veist, skýst þó skýrir séu.
En er þetta nokkuð óvenjulegt?
spurði ég. Það er ekkert nýtt að
pólitísku valdi sé beitt til að koma
manni í starf.