Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 19
FJARÐARFRÉTTIR
19
Satt er það að vísu. En hlustaðu
á fólkið í bænum. Það eru ekki
bara andstæðingar flokksins, bæði
sjálfstæðismenn og sósíalistar, sem
fordæma orðið þessar gerðir
Eggerts og okkar manna heldur
heyrast raddir úr innstu röðum
flokksins sem eru á bandi Hall-
gríms. Þetta er ekki óeðlilegt.
Sjálfstæðismönnum hefur tekist
óvenju vei að halda á spilunum
enda hafa þeir mikið til síns máls.
Þú hefur bent Eggert á þetta?
Auðvitað. En veistu hverju hann
ýjaði að?
Hvernig ætti ég að vita það? Ég
þekki Eggert ekki neitt og er auk
þess pólitískur fáráðlingur.
Vertu nú ekki með þessi ólík-
indalæti. Þú hefur held ég gaman
af að spila þig fákunnandi um hluti
sem þú ræðir þó oft og lætur þig
töluverðu skipta.
Það er bara af illri nauðsyn,
svarði ég og hló. Besti vinur minn er
pólitískari en hann veit sjálfur og
fóstri minn er pólitíkus að atvinnu.
Hvernig get ég annað en látist vera
áhugasamur?
Bjarni hló líka en bætti við?
Þú lætur bara svona. En Eggert
ýjaði að því að nafni þinn væri að
róa í flokksmönnum út af málinu;
hann væri alveg á bandi Hallgríms.
Hann sagði það ekki beint en mér
fannst á honum að hann héldi að ég
væri sendur af honum.
Þið eigið sannarlega bágt, sagði
ég. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Þar hittirðu naglann á höfuðið.
Ef þessu máli fer fram sem horfir
hefur það afdrifaríkar afleiðingar
fyrir flokkinn.
Hvernig þá?
Bjarni hugsaði sig um nokkra
stund áður en hann svaraði.
Þú hefur tekið eftir því, sagði
hann svo, að fulltrúi sjálfstæðis-
manna í bæjarráði sem harðast
hefur bókað og mælt gegn ráðn-
ingu frænda míns er nýliðinn í
bæjarstjórninni. Sjálfstæðismenn
fundu þar mann sem fæstir hefðu
búist við að gerðist stjórnmála-
maður. Hann er manna hlédræg-
astur eins og þú veist og hverjum
manni ólíklegri til að standa í
pólitíkum erjum. En svo má brýna
deigt járn að bíti. Hann telur sig
eiga Eggert Sveinssyni grátt að
gjalda, því er hann nú kominn í
bæjarstjórn og gengur fram fyrir
skjöldu að finna höggstað á
honum.
Ég lái honum ekki þótt hann sé
sár, sagði ég. Eggert lagði í raun
fyrirtæki þeirra bræðra og félaga,
Áætlunarbílana, í rúst. Við töl-
uðum um það á sínum tíma. Mig
minnir að þú hafir ekki verið sér-
lega hrifinn af þessu þjóðnýtingar-
brölti Eggerts þegar hann var sam-
gönguráðherra.
Síður en svo. Ég var eindregið á
móti þessari framkvæmd. Þetta var
fyrirmyndar fyrirtæki hjá þeim
bræðrum og félögum þeirra. Þeir
gerðu sér far um að láta vagnana
ganga reglulega milli bæjanna og
gættu þess að hafa þá hreina og
snyrtilega og í góðu lagi. Ég efast
um að betra samgöngufyrirtæki
hafi verið til hér á landi en
Áætlunarbílarnir hf. Það. voru
þrjár fjölskyldur sem áttu fyrir-
tækið og allir unnu við það og
lögðu hönd á plóginn. Bilstjórarnir
ýmist óku eða gerðu við vagnana ef
með þurfti og þó að Hjalti bæjar-
fulltrúi væri kallaður fram-
kvæmdastjóri greip hann oft í að
aka ef svo bar undir og þekkti því
fullkomlega til starfseminnar enda
bílstjóri að atvinnu áður.
Já, en þú sem sósialisti hlýtur
samt að leggja blessun þína yfir
þjóðnýtingu Eggerts á þessum
mannflutningum þegar hans varð
ríkið, mátturinn og dýrðin, skaut
ég inn í og gat ekki látið vera að
stríða honum örlítið.
Bjarni þagnaði við um stund en
hélt svo áfram á sinn rólega sann-
færandi hátt:
Þjóðnýting segir þú. Ég skal
segja þér, Ásgeir, að ég er fyrir
löngu kominn að þeirri niðurstöðu
að þjóðnýting sé ekki einungis
opinber rekstur. Meira að segja
getur svo farið að ilia rekið opin-
bert fyrirtæki sé engin þjóðnýting.
Sjáðu hvernig fór með rikisrekna
fyrirtækið sem Eggert lét taka við
af Áætlunarbílunum. Því var svo
illa stjórnað og forstjórinn svo mis-
lukkaður að allt fór upp í loft. Slíkt
er engin þjóðnýting. Áætlunar-
bílana áttu starfsmennirnir sjálfir,
ráku þá sjálfir, unnu við þá sjálfir
og gættu þess að allt gengi sem best
án þess að þeir græddu fram yfir
nauðaþurftir. Það kalla ég þjóð-
nýtingu. Alveg eins og vel rekið
samvinnufélag er hin besta þjóð-
nýting. Ef fyrirtæki er rekið af
starfsmönnunum sjálfum og nýtist
þeim og fjölskyldum þeirra á heil-
brigðan hátt er það þjóðnýting í
mínum augum engu síður en
opinber rekstur. Það var því fráleitt
af Eggert sem samgönguráðherra
að taka leyfið af Áætlunarbílunum
og stofna til opinbers rekstrar á
vögnum á leiðinni milli bæjannna.
Það reyndist líka pólitískt glappa-
skot því að flestir eigendur og um
leið starfsmenn Áætlunarbílanna
fylgdu Alþýðuflokknum að málum
áður og kusu Eggert. En sjáðu nú
hvernig komið er. Hjalti er orðinn
aðalandstæðingur hans í bæjar-
stjórn og ég er sannfærður um að
allar fjölskyldur sem tengdust
fyrirtækinu kusu frambjóðanda
sjálfstæðismanna í síðustu alþing-
iskosningum, meira að segja fólk
skylt og tengt Eggert, og ekki þarf
að spyrja um bæjarstjórnarkosn-
ingarnar. — Þú sérð af þessu að
Eggert getur gert pólitískar skyssur
og hann er sannarlega á góðum vegi
með að gera það núna. Hallgrímur
slökkviliðsstjóri er sú manngerð að
hann lætur ekki beygja sig.
En hvað um hina bæjarfulltrúa
ykkar? spurði ég. Geta þeir ekki
sansað Eggert? Þú hlýtur að hafa
talað um þetta við fleiri en Eggert,
t.d. vin þinn og samstarfsmann,
Þórð kennara.
Málið er komið í hnút, svaraði
Bjarni, pólitískan hnút. Eggert má
ekki missa andlitið; það má ekki
koma fyrir að þingmaðurinn og
formaður bæjarráðs biði lægri hlut
fyrir einum vesælum slökkviliðs-
stjóra jafnvel þótt hann sé góður
flokksmaður. Hannerorðinnginn-
ingarfífl íhaldsins; sjáðu, flokkur-
inn verður að standa saman gegn
slíkum ófögnuði. Bæjarstjórinn er
heldur enginn sáttasemjari. Hann
er alinn upp við harkalega flokka-
drætti og erjur vestur á ísafirði og
kann ekki önnur tök. Ekki bætir úr
skák að í þessu máli fylgir fulltrúi
sósíalista sjálfstæðismönnum fast
að málum. Það herðir og stælir
Eggert og bæjarstjóra sem telja það
aðal krata að hata komma.
Hvað verður þá næst? spurði ég.
Ég veit það ekki. Málið er hjá
ráðuneyti. Allir bíða eftir úrskurði
þess, svaraði Bjarni.
En rétt er að gera langa sögu
stutta eða öllu heldur gilda sögu
granna. Úrskurður kom furðu
fljótt frá ráðuneyti eins og nafni
hafði raunar imprað á. Reglugerð-
in mælti svo fyrir að slökkviliðs-
stjóri hefði með mannaráðningar
að gera. Eggert hafði tapað málinu.
En það gat ekki gengið. Til hvers
var meirihluti í bæjarstjórn ef hann
átti ekki að ráða starfsmönnum á
bæjarstofnunum? Þessi reglugerð
var úrelt og hafði víst aldrei verið
samþykkt formlega af bæjarstjórn;
þetta var eitthvað ráðuneytisplagg.
Burt með það! Og samin var ný
brunamálareglugerð þar sem skýrt
var fram tekið að bæjarstjórn réði
starfsmenn á slökkvistöð. Að sjálf-
sögðu þurfti hún að vera staðfest af
ráðuneyti. Það tók töluverðan tíma
að þessu sinni. Loks kom staðfest-
ingin, þó með þeirri breytingu að
Ieita skyldi álits slökkviliðsstjóra
um mannaráðningar. Sem sagt:
Eggert hafði sitt fram með harð-
fylginu og skjólstæðingur hans var
settur á sinn póst. Slökkviliðsstjóri
lét hann lönd og leið; hann gekk um
verkefnalaus. Skák! Hvað gerði
meirihluti bæjarstjórnar þá? Hann
sagði slökkviliðsstjóranum og
varabæjarfulltrúanum upp starfi
með þriggja mánaða fyrirvara.
Mát! Nei, ekki alveg. Slökkviliðs-
stjóri axlaði sín skinn, sagðist vera
farinn innan mánaðar þar sem allt
í þessu máli væri ólöglegt hvort sem
væri; mánuðinn væri hann vegna
öryggis bæjarbúa meðan verið væri
að finna annan mann. Og það sem
meira var; flestir slökkviliðsmenn
tilkynntu uppsögn sína með
honum.
Á meðan þessu fór fram kraum-
aði ólgan í bænum, fylkingar bár-
ust á banaorð og heitingar, bæjar-
blöðin belgdust og tútnuðu af
æsingi. í árslok 1951 var enginn
slökkviliðsstjóri í bænum og ekkert
slökkvilið. En vitanlega tókst að
finna flokksmann til að bjarga
málum til bráðabirgða og nýtt
slökkvilið. Og skjólstæðingur
Eggerts Steinssonar tók við starfi
sínu sem vélamaður á slökkvistöð-
inni á ársbyrjun 1952.
Ég impraði stundum á þessum
málum við Bjarna á þeim mánuð-
um sem stríðið geisaði. En hann
svaraði aldrei neinu til. Það komu
viprur í andlit hans og hann starði
í bláinn. Þá skildi ég að þetta var
honum ekki sársaukalaust og lét
kyrrt liggja; við höfðum næg önnur
umræðuefni.
En eftir áramótin gat ég ekki
stillt mig um að minnast á þetta við
nafna í síðdegiskaffitíma á Hótel
Borg.
Jæja, það held ég Eggert Steins-
son hafi haft frægan sigur í slökkvi-
liðsmálinu, sagði ég galvaskur.
Hann lætur ekki að sér hæða á
heimavígstöðvunum fremur en
fyrri daginn.
Nafni leit á mig hvasst, ræskti sig
hægt og lengi, þurrkaði vandlega
gleraugu sem hann var farinn að
nota.
Fyrri daginn hefði hann ekki
fengið að haga sér svona skaltu
vita, nafni sæll, svaraði hann
þungt. Og það uggir mig að þetta
verði honum Pyrrhosarsigur. Með
þessum gerðum hefur hann látið af
hendi meirihluta Alþýðuflokksins í
bænum. Hallgrímur slökkviliðs-
stjóri hefur sagt sig úr flokknum
með öllu sínu skylduliði. Það mun
skipta sköpum.
Þótt alvöruþungi væri í orðum
nafna fannst mér samt á undirtóni
að hann harmaði ekki mjög þessi
málalok.
ir~no^_g
Gleðileg jól!
BÍLA- OG BATASALAN
Lækjargötu við Reykjanesbraut
Sími 53233
Hafnarfjörður — nágrenni
Verzlunin Ösp
Strandgötu 11 er i hjarta bæjarins
Leiðin liggur í Ösp:
Þar er að fá hressingu við allra hæfi i rúmgóðu
húsnæði.
Okkar vinsæla heita súkkulaði vermir í kuldanum.
Erum ávallt í fararbroddi með mikið vöruval:
Konfektkassar — kveikjarar — hreinlætisvörur —
sælgæti— gosdrykkir — is allar gerðir — shake —
heitar pylsur — heitar samlokur — kaldar samlokur
og langlokur — heitir hamborgarar, pizzur og m.m.fl.
Mjólk, brauð, rjómi, kökur, kex, ístertur og
veizlutertur.
SJON ER SOGU RIKARI
Líttu við næst þegar þú ferð i bæinn, við erum i
alfara leið.
Vélarstilling
og vetrarskoðun
Vid yfirförum 15 atridi í vélastillingu
!. Skipt um kerti og platinur.
2. Nlæld þjappa.
3. Stilltir ventlar.
4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu.
5. Hreinsuð eða skipt um bensínsíu.
6. Hreinsuð geymasambönd.
7. Hreinsaður óndunarventill.
8. Athuguð og stillt viftureirr..
9. Mældir kertaþræðir.
10. Mældur startari.
11. Mæld hleðsla.
12. Mældur rafgeymir.
13. Stilltur blöndungur og
kveikja.
14. Mæld nytni a bensini
Auk þess
hjóla-
og
Ijósastilling
VÉLASTILLING SF.
43140
Auðbrekku 16, Kópavogi
(—:-------------
HARGREIÐSLU- OG
SNYRTISTOFA
A
Strandgötu 34 (uppi í Apótekshúsinu)
Sími: 5 4440
Hárgreiðsla — Klippingar
Litanir — Permanent
Andlitsböð
Húðhreinsun — Handsnyrting
Fótsnyrting — Llkamsnudd
Ljósaböð og margs konar
afsláttarkúrar.
VERIÐ VELKOMIN
V