Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 31
FJARÐARFRÉTTIR
31
Hér er Jörundur sjálfur (Hallur Helgason) og dömurnar hans, Dala-Vala
(Björk Jakobsdóttir) og konan (Katrín Þorláksdóttir).
sínum, hvernig gervilöpp Charlie
Brown hefur skaðað fótlegg
hennar. Við sýnum enga hluttekn-
ingu heldur spyrjum Kristínu
umbúðarlaust hvers vegna hún hafi
verið valin til að leika jafn grófan
sjóara og umræddan Charlie
Brown. Ekki er þetta óskahlutverk
tvítugrar stúlku?
„Óskahlutverk? Nei, tæplega.
Að vísu er hlutverkið skemmtilegt,
en vægast sagt mjög erfitt. Það eru
fá kvenhlutverk í Jörundi, en
margar stelpur í leikarahópnum,
svo að það lá beint við að einhver
okkar þyrfti að bregða sér í karl-
mannsgervi. Leikstjórinn tók
áhættuna og valdi mig til að fást við
karlinn.“
Við höldum því á önnur mið og
heilsum upp á Jón Pálsson veit-
ingamann, sem er önnum kafinn
við að ganga frá á barnum, þar sem
hann hefur verið í hlutverki verts á
enskum pöbb og blandað fyrir
áhorfendur þann ágæta mjöð, sem
aukið hefur á kráarstemmninguna í
leiknum.
Hvernig leist þér á að gera Gafl-
inn að leikhúsi, Jón?
„Þetta gekk mjög vel, betur en
ég átti von á. Það hefur verið sér-
staklega ánægjulegt að starfa með
þessu unga og áh'ugasama fólki
sérstök lífsreynsla ef svo má að orði
komast. Ég var óneitanlega svolítið
hikandi fyrst en sló svo til. Að vísu
gerði ég mér fyrirfram enga grein
Kristín Gestsdóttir.
Við sem sáum Kristínu í þessu
stórkarlalega gervi, með lepp fyrir
auga, gervihönd og fót, efum ekki
að þarna mistókst Þórunni ekki
leikaravalið, enda fór Kristín á
kostum í hlutverkinu.
En nú vendum við okkar kvæði í
kross. Kristín er meðal þeirra í
hópnum sem jafnframt eru í skóla
og við spyrjum hana hvernig henni
hafi tekist að samræma leiklistina
og námið.
„Já, ég er að myndast við að
standa mig í okkar ágæta Flens-
borgarskóla, þrátt fyrir ótal
árekstra við leiklistina. Ég verð að
viðurkenna að námið hefur orðið
að líða fyrir þetta tímafreka áhuga-
mál. Kristján Bersi sagði til dæmis
við mig um daginn..........Nei,
sleppum því sem hann sagði.“
Kristín verður skyndilega svo-
lítið áhyggjufull á svipinn, en fer
svo að hlæja og bætir við:
,Ég á nefnilega mjög viðamikið
áhugamál, sem er æska Hafnar-
fjarðar eins og hún leggur sig. Á
sumrin hef ég stjórnað henni í
unglingavinnunni og nú vinn ég
með henni í Æskulýðsheimilinu og
sem leiðbeinandi í leiklist í Lækjar-
skóla. Ég sé ekki fram úr verkefn-
um á þessu sviði.“
En hvaða sess skipar leiklistin í
framtíðaráformunum?
„Hún skipar þar mjög óljósan
sess. Sem stendur er ég ákveðin í að
ljúka mínu námi í Flensborg. Hvað
þá tekur við er óráðið ennþá. Það
gæti orðið leiklistarnám eins og
hvað annað. Mér finnst alveg
óskaplega gaman að leika.“
Að þessum orðum slepptum er
Kristín rokin. Einn félagi. hennar
þarf aðstoð við að losa heljarmikla
netadræsu ofan af vegg og hún
þýtur honum til hjálpar. Heyrir
ekki einu sinni þakkarorð okkar og
framtíðaróskir henni til handa.
fyrir öllu því umstangi sem þessu
fylgdi. Hér var öllu umturnað við
að koma fyrir leiðslum, kösturum
og þess háttar, auk leiksviðsbúnað-
ar. En ég bar traust til þessara ung-
menna og þau reyndust traustsins
verð. Þetta er fjörmikið fólk og
þurfti stundum svoiítið aðhald, en
allt gekk árekstralaust og sam-
vinnan varð eins og best verður á
kosið.
Jón Pálsson, veitingamaour.
Stundum var ég smeykur um að
sýningarnar trufluðu aðra gesti
hússins, til dæmis þegar fundir
voru í salnum uppi á sama tíma. En
enginn kvartaði og eftir á að hyggja
held ég að þessi uppákoma hafi
verið góð kynning fyrir Gaflinn og
vel þess virði að taka þátt í henni.“
Nú er komið að því að kveðja allt
þetta ágæta fólk sem við höfum hitt
og rabbað við. Þegar við yfirgefum
Gaflinn er búið að ganga frá og
taka til og ró farin að færast yfir
mannskapinn. Búið er að koma
fyrir sjónvarpsskjá og gera klárt
fyrir sýningu á leikritinu nýupp-
teknu á myndband.
Leikararnir fá sér þægileg sæti
og heilmikil eftirvænting liggur í
loftinu. Margir eru nefnilega að
fara að sjá „Þið munið hann
Jörund“ í fyrsta sinn.
B!ack& Decker
Black & Decker
HANDVERKFÆRI i miklu úrvali.
Fyrir iðnaðarmenn OG OKKGR HINA
HAFNFIRÐINGAR
Leitið ekki langt yfir skammt
RÖMMUM INN: SELJUM:
• Hannyrðir • Olíumálverk • Olíumálverk • Vatnslitamyndir
• Vatnslitamyndir • Grafík • Grafík • Teikningar
• Teikningar • Eftirpreptanir • Skiptiramma • Antíkramma
• Ljósmyndir • 0. fl. o. fl. • Sporöskjuramma • Hringramma
• Spegilfestingar • O. fl.
Mikiö úrval rammalista
Stuttur afgreiöslufrestur
RAMMINN SF.
INNRÖMMUN - Reykjavíkurvegi 60 - S. 54167
Auk allrar almennrar auglýsingastofuþjónustu,
svo sem auglýsingagerð og dreifing, uppsetning
pappíra og bæklinga, merki, umbúðir o.fl.,
höfum við bætt við Ijósritunarþjónustu og
þýðingum á ensku, dönsku, norsku og sænsku.
Opið alla virka daga kl. 9-12 og 13.30-17.
'ptwbD^
* AUGLYSINGflSTOFA SF
DALSHRAUN113
220 HAFNABFIRÐI
SÍNII54304