Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Page 32
32
FJARÐARFRÉTTIR
Matur er mannsins megin
Það þótti vart við hæfi, fyrir nokkrum árum, að gefa út jólablað án
matar- og kökuuppskrifta. Margir lesenda Fjarðarfrétta hafa því óskað
eftir því að siður þessi verði endurvakinn. Það hefur hér með verið gert.
Leitað var til fjögurra stafandi heimilisfræðikennara í bænum. Brugðu
þeir skjótt og vel við og ,,framreiddu“ hina girnilegustu rétti sem hver og
einn getur kynnst nánar í eldhúsi sínu.
Fjarðarfréttir þakka þeim Birnu, Guðnýju, Guðrúnu og Hönnu innilega
fyrir þetta girnilega framlag til blaðsins.
Birna C.
Ástvaldsdóttir:
GRAFINN FISKUR
l‘A-2 kg flök td. smálúða eða
karfi
Þerrið flökin vel og dragið beinin
úr.
Krydd:
4 msk. salt
1 msk. saxaður laukur
/2 msk. pipar
1 msk. þriðja kryddið
4 msk. dill
1 tsk. finkull
/2-V4 tsk. saltpétur
Öllu kryddinu blandað saman og
dreift yfir flökin. Flökin lögð
saman þannig að roðið snúi út, og
þeim pakkað í álpappír og plast.
Geymt í kæli undir fargi og snúið
við eftir /2 sólarhring. Eftir 1-2
sólarhringa er fiskurinn orðinn
hæfilegur til neyslu. Borið fram
sem álegg á brauð eða forréttur
með ristuðu brauði og sinnepssósu.
Flökin má frysta.
Sinnepssósa
1 litil dós majones
1 msk. hunang
1 msk. franskt sinnep scett
salt, pipar og dill
Öllu blandað vel saman og bragðað
til með salti, pipar og dilli.
RAUÐKÁL
Um jólaleytið er yfirleitt hægt að
fá nýtt rauðkál í verslunum og er
sjálfsagt að notfæra sér það og
sjóða sjálf rauðkál með jólasteik-
inni.
1 kg rauðkál
15 gr smjörlíki
/2 dl vatn
/2 dl edik
1 dl saft
1 msk. sykur
/2 tsk. salt
1 epli smátt skorið
Rauðkálið hreinsað og skorið í
mjóar ræmur. Smjörlíkið brætt í
potti, rauðkálið látið sjóða þar í
nokkrar mínútur, hrært í á meðan.
Vatninu, edikinu, saftinni, saltinu
og sykrinum bætt í og soðið við
vægan hita í V2-I klst. Kryddið
meiraef þarf. Ath. að ofsjóða ekki.
Síðustu 10 mín. er eplið soðið með.
Að lokum er rauðkálið kælt og
skipt í hæfilegar pakkningar eftir
fjölskyfdustærð og fryst.
KRYDDLEGIÐ LAMBALÆRI
1 lambalæri ca 2-2 '/2 kg
Kryddlögur:
/2 dl sítrónusafi
1 dl matarolía
1-2 tsk. salt
/2 tsk. pipar
1 tsk. rósmarín
/2 tsk. timjan
Setjið kjötið í plastpoka, hellið
kryddleginum yfir. Lokið pokan-
um vel og látið standa í kæliskáp i
4-5 daga. Snúið pokanum öðru
hverju. Kjötið látið í emeleraðan
steikarapott eða á rist yfir ofn-
skúffu og sett á neðstu rim í 100°C
heitan ofn. Steikt í 3 klst. Ef vill má
strá sítrónupipar yfir kjötið. Þegar
tíminn er hálfnaður er kjötinu snú-
ið við.
Þegar 10 mín. eru eftir af steik-
ingartímanum er kjötsafanum hellt
af, ofninn stilltur á 250°C eða á
grill og kjötið látið brúnast á öllum
hliðum. Búið til sósu úr soðinu eða
kryddið það og berið fram með
kjötinu.
GRÆNAR BAUNIR
Á síðustu tímum þarf að halda
spart á, svo endar nái saman.
Margt smátt gerir eitt stórt. Hér
koma grænar baunir sem mun
ódýrara er að sjóða sjálf en kaupa
í dós.
1 pk. grænar baunir
1 tsk. salt
1 msk. sykur
1-2 msk. smjörlíki
2 tsk. kjötkraftur eða
1 súputeningur
Leggið baunirnar í bleyti (ca 7 dl
vatn) yfir nótt. Látið í pott ásamt
því sem eftir er af vatninu og soðið
við vægan hita ásamt salti, sykri og
kjötkrafti í ca. 30 mín. eða þar til
þær eru meyrar. Ath. að ofsjóða
ekki, að síðustu er smjörlíki eða
smjöri bætt í. Skipt í pakkningar og
fryst.
SÝRÐAR RAUÐRÓFUR
Hér koma sýrðar rauðrófur sem
ágætar eru með hangikjöti eða í
salöt.
1 kg. rauðrófur
6 dl. edik
150 gr sykur
/2 msk. kúmen
fáein sinnepsfrœ
Þvoið óhreinindin af rauðrófun-
um og sjóðið með hýðinu, þar til
þær eru meyrar. Flettið hýðinu af
og skerið rauðrófurnar í þunnar
sneiðar. Leggið sneiðarnar í
krukku og stráið kúmeni milli laga
(má sleppa). Sjóðið lög úr ediki og
sykri og hellið yfir rauðrófurnar.
Stráið sinnepsfræjum yfir. Lokið
krukkunum vel og geymið á köld-
um stað.
SÆNSKT HRÖKKBRAUÐ
Hrökkbrauð er ljómandi gott
með gröfnum fiski, síld og öðru
áleggi sem til fellur. Þó ætlast sé til
að móta það í hring-laga kökur, er
allt eins hægt að móta Iitlar fer-
hyrndar.
1/2 dl volgt vatn
75 gr pressuger
I/2 dl hveiti
I/2 dl rúgmjöl
/2 tsk. salt
100 gr smjörlíki
1/2 dl mjólk
4 dl hveiti
4 dl rúgmjöl
Deigið er búið til í tveimur áföng-
um.
1. Pressugerið er leyst upp í volgu
vatninu I/2 dl hveiti, IV2 dl rúg-
mjöli og '/2 tsk. salti bætt í, hrært
vel saman og látið lyfta sér á
volgum stað í 30 mín.
2. Bræðið smjörlíkið og velgið
mjólkina aðeins. Hrærið þessu út í
deigið ásamt 4 dl rúgmjöli og 4 dl af
hveiti.' Hnoðað sprungulaust, og
látið lyfta sér aftur í 30 mín.
Hnoðið deigið enn og fletjið
síðan út I fremur þunnar hringlaga
kökur ca 25 cm í þvermál. Látið á
smurða plötu eða bökunarpappír.
Að lokum eru kökurnar pikkaðar
þétt með gaffli eða farið yfir þær
með hrökkbrauðskefli. Látið lyft-
ast í 15 mín. Baksturstími: 8 mín.
Hiti: 225°C.
Guðný Jóhannsd.:
FORRÉTTUR:
Fiskhlaup
/2 dós krœklingar
150 gr rækjur
200 gr lúða
1 pakki Ijóst aspik
hlaupduft frá Toro
Skraut:
harðsoðið egg
tómatar
agúrka
sítróna
salatblöð
1. Leysið hlaupduftið upp I sjóð-
andi vatni, einnig má nota krækl-
ingasoðið. Bragðbætið með
sítrónusafa eftir smekk. (sjá leiðb.
á pakka).
2. Sjóðið lúðuna og kælið.
3. Skolið fiskmótið (eða smámót)
með köldu vatni og látið síðan
þunnt lag af hlaupvökvanum í það.
4. Kælið þar til það er hér um bil
hlaupið.
5. Þá er eggja- og tómatsneiðum
raðað í botninn og 2-3 msk. af
hlaupvökva hellt yfir, látið stífna.
6. Fiskinum er raðað í miðju móts-
ins en skrautið látið til hliðanna.
Hlaupvökvanum sem eftir er er
hellt yfir fiskinn. Látið hlaupið
bíða til næsta dags eða í nokkrar
klukkustundir þar til það er orðið
stíft. Losið hlaupið úr mótinu og
hvolfið því á fat, skreytt með salat-
blöðum, eggjum, tómötum,
agúrku og sítrónubátum. Borið
fram með dillsósu.
DILLSÓSA
1 dl majones
2 dl sýrður rjómi
eða súrmjólk
1 msk. franskt sinnep
/2 msk. hunang
2 tsk. dill
Þeytið vel saman majonesi sýrð-
um rjóma eða súrmjólk. Sinnepi,
hunangi og dilli blandað saman
við.
Gott er að Iáta sósuna standa í
kæliskáp í nokkrar klukkustundir
fyrir notkun, þá bragðast hún
betur.
SVÍNASTEIK
3 kg svínabógur, læri eða bógur
15 piparkorn
15 negulnaglar
sinnep
salt
vatn 1-1/2 líter
Sósa:
6 dl steikarsoð
hveitijafningur úr
2 dl af köldu vatni
6 msk. hveiti
sósulitur
salt, pipar
Hitið ofninn í 175°C, steikartími
3 klst. Hreinsið kjötið vel og þerrið.
Skerið í pöruna með beittum hníf,
skorið þversum og langsum, svo
myndist ferkantaðir bitar í pöruna,
Nuddið steikina með salti og sinn-
epi. Stingið negulnöglum og pipar-
kornum til skiptis í pöruna. Steikin
sett í ósmurða ofnskúffu, við meiri
yfirhita þar til hún er fallega ljós-
brún, þá er vatni hellt í skúffuna og
steikin steikt áfram við jafnan hita.
Aldrei á að ausa yfir svínasteik þá
verður paran ekki hörð.
Sósan: Síið soðið og fleytið, jafnið
með hveitijafningi og kryddið.
Borið fram með rauðkáli, gr.
baunum, soðnum hálfum eplum,
sveskjum, ananas og brúnuðum
kartöflum.
SÚKKULAÐIÍS
4-5 egg
125 gr sykur
200 gr súkkulaði
2 msk. sherry
/2 l rjómi
Þeytið egg og sykur mjög vel
saman. Smátt skornu súkkulaði,
sherry og þeyttum rjóma blandað
saman við. Sett í tvö meðalstór mót
og fryst.
Skreytt með þeyttum rjóma og
kokteilberjum. ískökur bornar
fram með ísnum.
SMÁKÖKUR
Hnetusmjörskökur
1 bolli smjör eða smjörlíki
1 bolli hnetusmjör
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
2/2 bolli hveiti
/2 tsk. natrón
/2 tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2 egg
100 gr súkkulaðispœnir
2 tsk. vanilludropar
Hrærið saman smjör, hnetu-
smjör, sykur og púðursykur.
Eggjunum bætt út í, hrærið vel.
Hveiti, natróni, lyftidufti, salti,
vanillu og smátt skornu súkkulaði
blandað saman við.
Sett á smurða ofnplötu með
tveim skeiðum. Bakað ljósbrúnt í
15-20 mín. við 190°C.
Guðrún
Guðmundsd.:
BÚLGÖRSK
LAMBAKJÖTSÚPA
1 kg lambakjöt
2 laukar
hvítlauksgeiri
2 msk. smjörlíki
/2 msk. paprikuduft
salt, pipar
1 msk. tómatpúré
I/2 l kjötsoð
1 lárviðarlauf
3 dl linsubaunir
2 paprikur (rauð og grœn)
Skerið kjöt og lauka smátt og
brúnið í potti. Kryddið með salti,
pipar, paprikudufti og tómatpuré.
Kjötsoði hellt yfir, soðið í 30 mín.
með lárviðarlaufi.
Linsubaunir skolaðar og soðnar
með í 20 mín. Paprikurnar skornar
í lengjur og soðnar í 5 mín. Borið
fram með grófu brauði.
LITLAR JÓLASMÁKÖKUR
250 gr marsípanmassi
100 gr flórsykur
1-1/2 eggjahvíta
rauð kokteilber eða
hnetukjarnar
brœtt súkkulaði
Marsipaninn rifinn á grófu rif-
járni, hrærið flórsykri og eggja-
hvítu saman við. Sprautið í litla
toppa með kökusprautu eða látið á
smurða plötu með tveim teskeið-
um.
Ofan á hverja köku er látinn biti
af rauðu kokteilberi eða hálfur
hnetukjarni.
Bakið við 210-220°C i 6-8 mín.
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar
má pensla botninn á þeim með br.
súkkulaði.
FÍN LAGKAKA
300 gr smjörlíki
600 gr sykur
8 egg
600 gr hveiti
2 tsk. natron
150 gr kakó
/2 l súrmjólk
Smjörlíki og sykur hrært mjög
vel, eggjunum bætt út i smátt og
smátt. Þurrefnin sigtuð út í og
blönduð saman við ásamt súr-
mjólkinni.
Birna Guðlaug Ástvaldsdóttir kennir heimilisfræði við Lækjarskóla. Hún
hefur kennt þar og við Flensborgarskóla frá 1966.
Guðný Jóhannsdóttir kennir heimilisfræði við Víðistaðaskóla. Hún hefur
kennt hér í bæ í 6 ár en var áður 1 vetur að Staðarfelli í Dölum.