Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 34
34
FJARÐARFRÉTTIR
Öspin og ýlustráið Cf
Smásaga eftir Harald Magnússon
Fyrir utan þorpið stóð aspartré.
Fallegasta öspin í öllu byggðar-
laginu. Fólk streymdi víðsvegar að
til þess að skoða þetta stórglæsilega
tré.
Það var svo stórt og sterkt að
ekkert virtist geta grandað því
nema eldur og brennisteinn. Menn
ræddu það sín á milli að svona stórt
tré hlyti að hafa stóra sál. Spurn-
ingin var bara sú, hvort í raun og
veru væri sál í trjám.
Einn ferðamaðurinn, sem kom
og var að skoða tréð sagði, að ef
tréð væri með sál, hlyti það að
þurfa hugrekki til að standa svona
úti í náttúrunni.
Það hlyti að taka á taugarnar.
Það hefði ekkert til þess að skýla
sér bak við og engan til þess að
ræða við, vegna þess að ekkert tré
væri í nánd. Þess vegna gátu menn-
irnir ekki ímyndað sér, að svona
voldugt tré ætti vin eða félaga, sem
það gæti rætt við, enda enginn
jafningi þess til þarna um slóðir.
Margt sem þessir sómamenn
sögðu, heyrði tréð. Sumt fannst því
fjarstæða. Annað féll öspinni vel í
geð t.d. um stóra sál og mikið
hugrekki. Einnig það, að enginn
væri því samboðinn. Allt þetta
fannst því rétt og satt. Aftur á móti
átti öspin tryggan vin, sem henni
þótti lítið til koma, en svona í neyð
var þó alltént betra að ræða við
þennan lítilmótlega vin, heldur en
rausa alltaf við sjálfan sig.
Vinurinn var í raun og veru ekki
samboðinn svona glæsilegri ösp,
vegna þess að þetta var ósköp
venjulegt og veiklulegt ýlustrá.
Gott að engum skyldi detta það í
hug að hin glæsilega ösp skyldi eiga
svona lítilmótlegan vin og félaga.
Ýlustráið hafði staðið nálægt ösp-
inni í margar kynslóðir en öspin
hafði vaxið og dafnað um langan
aldur.
Svo ólíklegt sem það nú er, tókst
alltaf vinátta með nýjum kynslóð-
um ýlustráa og öspinni. Hún bar
aldurinn bara vel. Hún varð meira
og stærra tré með árunum og enn
fleiri menn komu til þess að skoða
og sjá með eigin augum þessa
tignarlegu ösp. Þegar enginn var að
dást að henni, fannst henni hún ein
og yfirgefin. Á siíkum stundum
mundi hún eftir ýlustráinu. Hún
leit þá náðarsamlega niður til þess
og sagði. „Heyrðu, litla strá. Hver
er munurinn á þér og mér, ef ég
sleppi fegurð minni og glæsileik?“.
Þannig byrjaði öspin oft spjall sitt
við ýlustráið. Stráið var bæði lítið
og uppburðarlaust. Samt var eitt-
hvað við það, sem var eilíflegt. Það
var bitið niður við rót, en samt kom
það upp aftur eins og ekkert hefði
skeð.
Ýlustráið lagðist í dvala á vetrum
og kom aftur upp jafn stálslegið að
vori. Þetta gat öspin aldrei skilið og
hræddist í raun og veru stráið. Oft
höfðu fellibylir og stormar gengið
yfir þorpið, en alltaf hafði öspin
borið sigurorð af höfuðskepnun-
um.
Hún stóð jafn glæsilega og
ekkert hefði í skorist. Eitt var það
sem öspin skildi ekki. Hvernig fór
stráið að því að standast slíkt veður
án þess að brotna eða fjúka upp í
loftið? „Heyrðu mig“, sagði öspin
við ýlustráið. „Hvernig ferðu að
því að standa slíkan storm af þér án
þess að brotna? „Ósköp einfalt“,
sagði stráið. Ég beygi mig bara fyrir
ofureflinu og rís svo upp aftur,
þegar veðrinu sIotar“. Öspin hló.
„Hugleysingi, að beygja sig fyrir
veðrinu. Ekki get ég það, og ekki
fýk ég um koll né brotna. Taktu
mig til fyrirmyndar. Ég er stolt
héraðsins“. Ýlustráið sagði ekki
neitt heldur leit bara upp til aspar-
innar með aðdáun. Öspin sagði.
„Það getur enginn sigrað mig. Ég
er hæsta og stærsta tréð í héraðinu.
Veðrið brotnar í mér, en það brýtur
mig ekki. Það er ég búin að sanna
í Iangan aldur“. „Þú ert ekki
stærsta og fallegasta öspin í hérað-
inu, heldur í öllum heiminum“,
sagði stráið.
Heimur ýlustrásins var takmark-
aður við heimabyggð, enda hafði
það fest rætur þarna sem nágranni
asparinnar um langan aldur. Árin
Iiðu og öspin varð stærri og gildari
og ósveigjanlegri með árunum.
Ýlustráið var alltaf jafn lítið og
veiklulegt, enda skyggði enginn á
öspina.
Skýjabólstrar hrönnuðust upp.
Óveður var í nánd. Það skall allt í
einu á með ausandi vatnsveðri. Allt
fauk, sem fokið gat. Enn stóð öspin
óhagganleg.
Hvað var að gerast? Öspin fór að
hallast meir og meir. Var hún að
leika eftir ýlustráinu að beygja sig
undan vindinum og sveigja sig fram
og til baka? Ónei.
Öspin lagðist alveg á hliðina og
laufið hristist eins og það væri að
gráta. Þegar óveðrið hafði gengið
yfir þorpið, var öspin horfin. Hún
lá á jörðinni endilöng, en ýlustráið
stóð á sínum stað jafn lítið og
ómerkilegt. Þá sagði öspin.
„Þá er ég loksins fallin og bráð-
um man enginn eftir mér, en þú
kemur alltaf upp á vorin löngu eftir
minn dag. Betur hefði farið, hefði
ég kunnað að beygja riiig undan
veðrinu eins og þú. Þá hefði ég enn
verið fallegasta tréð í héraðinu. Nú
er ég fallið tré og bráðum verð ég
flutt í burtu. Úr mér verður unnin
borðviður og eitthvað fer í bréfs-
efni t.d. veikustu greinarnar mínar.
. Þannig var öspin völd að því, að
ævisaga hennar var samin af
' manni, sem heyrði söguna af fall-
:-egu öspinni, sem gaf af sér bréfs-
efni í þessa sögu.
Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði
Ljósin veröa afgreidd frá og meö
föstud. 16. des. kl. 10 • 19
Opið verður til og meö 23. des.
Lokað verður sunnud. 18. des.
^ i ^
Guðrún Runólfsson
Guðjón Jónsson (S. 43494)
Ingibjörg Jónsdóttir (S. 78513)
Ásdís Jónsdóttir, Klausturhvammi 34 (S. 52340)
KERTI
JÓLASKREYTINGAEFNI
og skreytingar
Dögg
ReykjavÍKurvegi 60
sími 53848
Gleðileg jól.
Farsælt
komandi ár.
Þökkum viðskiptin
á iiðnu ári
STARFSSVIÐ
OKKAR ER .
Bdhúsinnréttingar
Klæöaskápar
Baðherbergis-
innréttingar
Éki
sf.
Hjallahrauni 10
sími: 51402