Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 35

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Blaðsíða 35
FJAROARFRÉTTIH 35 Björgun minja úr togaranum coot Magnús Jónsson tók saman Um þessar mundir eru 75 ár liðin síðan fyrsti togarinn okkar, Coot, strandaði og endaði ævi sína við Keilisnes á Vatnsleysluströnd. Fyrir 10 árum var farið í leiðangur á strandstað og gufukatli togarans bjargað að tilhlutan Byggðasafns- nefndar Hafnarfjarðar. Frá þessu er sagt í fundargerð nefndarinnar og fengu Fjarðarfréttir leyfi Magnúsar Jónssonar, minjavarðar Byggðasafnsins til að birta hana ásamt upplýsingum um togarann Coot, strandið og tilraunir til að bjarga verðmætum úr flakinu, en þessar upplýsingar hefur Magnús skráð. Fundargerð 68. fundar Byggða- safnsnefndar Hafnarfjarðar, frá 14. okt. 1973, er svohljóðandi: / dag var farið suður að Keilis- nesi, ásamt nokkrum félögum í Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði. Auk þess var með í ferðinni einn aðaleigandi fyrirtœkisins Ýtu- tækni, Páll Jónsson, og var hann með mikla jarðýtu, sem hann fékk lánaða hjá fyrirtækinu. Stjórnaði Páll sjálfur jarðýtunni. Var unnið fram eftir degi við að bjarga gufukatlinum úr togaranum Coot upp úrsjó ástrandstað. Tókst að koma honum upp á fjöru- kambinn. Ennfremur var bjargað ýmsum smáhlutum úr vél o.fl. úr togaranum. Öll aðstoð þessi var veitt ókeypis. Ekki tókst að koma gufu- katlinum lengra að sinni, sökum erfiðrar aðstöðu. Við þetta störf- uðu, ásamt áðurnefndum aðilum, þeir Gísli Sigurðsson og Gunnar H. Ágústsson. Þannig hljóðar þessi fundargerð, orðinn 12 ára gamall. Kaupin fóru fram snemma árs 1905 og Coot lét úr höfn í Aberdeen þann 1. mars það ár og kom til Hafnarfjarðar 6. mars. Indriði varð skipstjóri á honum og lagt var upp hjá Einari Þorgilssyni. í fyrstu veiðiferðinni var a.m.k. einn innfæddur Hafn- firðingur, Jóhannes Narfason þá aðeins 16 ára, og því sem að líkum lætur, yngstur skipverja. Hann átti eftir langa starfsævi á sjónum. Segja má að yfirleitt hafi útgerð Coots gengið vel. Hinn 14. des. 1908 átti Coot að draga kútter Kópanes frá Reykjavík í vetrarlægi til Hafnarfjarðar. Tókst þá svo illa til að kútterinn slitnaði afturúr og flæktust strengslitin í skrúfum á Coot. Undir miðnættið rak svo bæði skipin að landi við Keilisnes í Vatnsleysustrandarhreppi. Reynd- ar var það nokkru sunnar en hinn eiginlegi oddi Keilisness er, þ.e. á svonefndum Réttatöngum. Mann- björg varð enda var gott veður. Kútterinn keyptu Inn-Strandaring- ar til niðurrifs, og voru svo heppnir að daginn eftir kaupin barst hann upp í fjöru, svo að aðstaða til sundurlimunar skipsins varð betri, en hefði eins getað engin orðið, hefði verið aflandsvindur, þegar skipið losnaði úr einskonar bás á milli skerja fjær landi. Um togar- ann er það að segja, að það var fyrst sumarið 1910, að tekið var til að losa úr honum mestallt tré, svo sem dekkið og innréttingar úr káetu og öðrum vistarverum skipverja. Að þessu vann heill vinnuflokk- ur úr Hafnarfirði. Þar var m.a. Guðjón sem löngu síðar var kennd- ur við verslun sína Málm og systir hans Helga, var matráðskona hópsins. Sumarið 1911 koma Hafnfirðingar aftur, þar á meðal trésmiðirnir Þorbjörn Klemenss- son, Ingibergur Þorkelsson og Guðbrandur Guðmundsson (Gutti). Eitthvað fleira náðist þá úr skipinu, eða jafnvel af því sjálfu, en síðan var flak gamla togarans látið afskiptalaust fram til ársins 1973, eins og sagt er frá hér að framan. Gufukatlinum úr Coot bjargað. ennfremur sést í ritarabókinni, að fyrr á þessu sama ári 1973 hafði tekist að ná stýri togarans af strandstað, koma því til Byggða- safnsins og bera á það svart ryð- varnarefni. Annars var það fyrir aldamót, eða nánar tiltekið 1895, sem togarar hófu veiðar í Faxaflóa. Þeir voru enskir, en svo kom þetta stig af stigi. íslendingar gerðu út togara að nafninu til, en fjármagnið var erlent og líka var eitt millistigið, að Valgarður Breiðfjörð gerði út seglatogara frá Reykjavík. En í október 1804 fór Indriði Gott- sveinsson til Englands á vegum Einars Þorgilssonar til kaupa á kútter, en úr því urðu togarakaup. Það var Coot (Blesönd), sem þá var tiytsamar ELECTRIC GENERAL Laugavegi 170-172 Simar 21240-11687 PRISMA

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.