Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 40
40
FJARÐARFRÉTTIR
Sala jólatrjánna er aðalfjáröf lunin
Hjálparsveit skáta stendur í ströngu
Eins og undanfarin ár verður Hjiaparsveit skáta með fjölbreytt úrval
jólatrjáa fyrir jólin.
Við fengum Sigurð Gunnarsson, stjórnarmann í Hjálparsveitinni til
þess að segja frá starfi sveitarinnar og jólatréssölunni.
Vegna hinna tíðu slysa undan-
farið hafa hjálpar- og björgunar-
sveitir verið mikið í sviðsljósinu, en
um allt land eru hópar manna, er
vinna í sjálfboðavinnu að björgun
mannslífa og þjálfa sig sérstaklega
í því skyni.
Þessir hópar eru Hjálparsveitir
skáta, Flugbjörgunarsveitir og
björgunarsveitir Slysavarnarfé-
lagsins, auk nokkurra, sem ekki eru
í landssamtökum. Allar vinna
þessar sveitir að sömu markmið-
um, en sumar þeirra hafa auk þess
sérhæft sig á ýmsum sviðum björg-
unarmála.
Almannavarnir ríkisins hafa gert
neyðarskipulag fyrir allt landið og
eru þessum sveitum ætlað hverri
sitt hlutverk í því skipulagi. Til þess
að geta sinnt þessu verkefni og
öðrum, verða sveitirnar að koma
sér upp aðstöðu og búnaði. Auk
þess þurfa félagar sveitanna að
leggja mikla rækt við þjálfun í
björgunarmálum.
Hver sveit starfar í sínu byggðar-
lagi og sumstaðar eru fleiri en ein
sveit t.d. Hjálparsveit skáta og
björgunarsveit Slysavarnarfélags-
ins.
í flestum tilfellum er slíkt til góðs
og skapar heilbrigða samkeppni og
metnað félaganna fyrir hönd sinnar
sveitar. Samvinna í aðgerðum hefir
undantekningarlaust verið með
ágætum. Einstaka sinnum hefir þó
komið upp misklíð og er þá oftar
um að kenna mönnum en málefn-
um.
Þegar mikið er í húfi eru sveitir
sendar milli héraða, en sem betur
fer þarf ekki oft á slíku að halda.
Undantekning eru sérhæfðar sveit-
ir svo sem sporhundadeild Hjálpar-
sveitar skáta í Hafnarfirði, sem
iðulega fer fyrirvaralaust lands-
horna á milli, til leitar að týndu
fólki. Leitarhundar Björgunar-
hundasveitar íslands og björgunar-
sveitar Ingólfs eru einnig sendir um
allt land, ef á þarf að halda verði
skriðu- eða snjóflóð.
Ein best búna sveit á landinu er
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, en
á undanförnum árum hefir H.S.H.
komið sér upp björgunarstöð, sem
er um leið félagsheimili sveitarinn-
ar. í björgunarstöðinni er bíla-
geymsla og aðstaða fyrir viðgerðir,
birgðageymsla fyrir leitar- og
björgunarútbúnað, stjórnstöð,
setustofa, eldhús og fundarsalur. í
bakhúsi eru geymslur fyrir stærri
útbúnað, svo sem tjöld, snjósleða,
gúmmíbát o.fl. Þá er verið að reka
smiðshöggið á fullkomna aðstöðu
fyrir sporhunda sveitarinnar, sem
eru sérstakur kafli í björgunarsögu
þjóðarinnar.
H.S.H. ermeðelstu hjálparsveit-
um á landinu og liggur félagslegur
styrkur hennar í því að eldri félagar
hennar hafa ekki yfirgefið hana,
þótt þeir séu hættir virku starfi.
Kom þetta berlega fram í Vest-
mannaeyjagosinu, þegar hundruð
manna tóku þátt í björgunarstarfi á
vegum sveitarinnar.
Þótt byggt sé á gömlum og
traustum grunni þarf sífellt að
endurnýja liðið. Er nú í nýliða-
þjálfun kraftmikill hópur pilta og
stúlkna, sem væntanlega munu
halda uppi merki sveitarinnar á
næstu árum. Áhersla er lögð á
aimenna þekkingu, en síðar verður
reynt að styrkja félagana í fram-
haldsnámi á hinum ýmsu sviðum
björgunarmála. Hefir H.S.H. átt
flesta nemendur á grunnnámskeið-
um Björgunarskólans á undan-
förnum árum og nokkrir hafa lokið
kennaraprófi i rötun og skyndi-
hjálp.
Nýja Hjálparsveitarhúsið.
Bílakostur Hjálparsveitarinnar.
H.S.H. er einahjálpar- og björg-
unarsveitin, sem á og notar spor-
hunda til leitarstarfa. Hefir þetta
byggst á þrotlausu starfi hunda-
þjálfarans og dyggum stuðningi
félaga sveitarinnar, sem aðstoðað
hafa við æfingar og leitir.
Þetta hefir borið þann árangur
að norskir lögreglumenn og leitar-
hundaþjálfarar hafa komið hingað
gagngert til að kynna sér þessi mál
og skrifað um þau í norsk lögreglu-
blöð.
Allt starf hjá hjálpar og björg-
unarsveitum á Islandi kostar mikið
og fer drjúgur tími í að afla fjár, en
nokkur styrkur kemur frá riki og
sveitarfélögum.
Hjálparsveitir skáta hafa lagt
áherslu á sölu flugelda og haft af
því nokkrar tekjur, einnig hafa
björgunarsveitir Slysavarnarfé-
lagsins sumstaðar farið út í flug-
eldasölu. Reyna þessi félög að fara
ekki út í beina samkeppni. H.S.H.
hefir t.d. ekki opnað útsölu á flug-
eldum í Hafnarfirði vegna þess að
björgunarsveit Fiskakletts varð á
undan til þess. Hefir H.S.H. því
einbeint sér að sölu jólatrjáa í fjár-
öflunarskyni. í ár verður sveitin
með mjög gott úrval af jólatrjám
og greinum frá Danmörku, en
útsalan verður opnuð í félagsheim-
ili H.S.H. fyrstu helgi í desember
og verður opin daglega frá kl. 14-22
og um helgar frá 10-22. Munu
Hafnfirðingar því ekki þurfa að
leita út fyrir bæinn til kaupa á jóla-
trjám.
Öllum má vera ljóst að mikill
styrkur er að hafa öflugar hjálpar-
og björgunarsveitir í hverju héraði.
Hafa hafnfirsku sveitirnar t.d. veitt
bæjarbúum mikla hjálp í óveðrum
og bílar þeirra verið lögreglu og
sjúkraliði til aðstoðar í ófærð.
Starfi í hjálparsveitum fylgir
ábyrgð og erfiði, en einnig forrétt-
indi. Félagar sveitanna öðlast ýmsa
þekkingu, sem þeir fá ekki annars-
staðar. Þeir taka þátt í þroskandi
starfi og fá aðstöðu til að verða
öðrum að liði, en á jákvæðri
afstöðu til samborgaranna byggist
tilvera mannsins í framtíðinni.
Samkvæmt verðkynningu verðlags-
stofnunar borgar sig að versla í