Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Page 48

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Page 48
48 FJARÐARFRÉTTIR Rafha er ávallt í takt við tímann Þaðerímörghornaðlítahjástarfsfólkiskrifstofunnar.enþær Anna.Día Jón Finnbogason, elsti starfs- Björk og Margrét létu þó til leiðast að láta smella af sér mynd. maður Rafha. Rafstraumar sf. er sérfyrirtæki sem annast viðgerðarþjónustu fyrir Rafha á rafmagnsvörum og annast tengingu á rafhiturum. Fyrirtækið er til húsa í Rafha og á myndinni er Eiríkur Stefánsson, einn þriggja eigenda Raf- strauma sf. 4 jB» MM Ingvi Ingason, framkvæmdastjóri Raftækjaverksmiðju Hafnarfjarð- ar. Stjórn félagsins hefur talið sér skylt að reyna að halda rekstrinum áfram — bæði til þess að halda uppi og auka atvinnu og til þess að neytendur geti áfram átt kost á að kaupa góða vöru á lágu verði — en verð á innfluttum eldavélum myndi hækka verulega í verði, ef Rafha hætti framleiðslu þeirra — þar sem tollur yrði þá lagður á innfluttar vélar. Auk eldavélanna eru nú fram- leiddir rafhitarar fyrir miðstöðvar- Karl Harry Sveinsson hefur yfir- umsjón með samsetningu á eldhús- viftunum. Verið er að ganga frá pötnun á 800 viftum til Noregs og einnig liggja fyrir pantanir frá fleiri löndum. Ófeigur Björnsson verkstjóri í sam- setningardeild eldavéla. Allt að 1600 eldavélar eru settar saman ár- lega og nær allt smíðað hérlendis. kerfi o.fl., allskonar flouresent- lampar, málmgluggar og hurðir auk ýmissa sérsmíðaðra hluta svo sem eldavélar fyrir skip og hótel, steikarpönnur o.fl. og á síðasta ári í emaleringunni ræður Jóhannes Helgason ríkjum. Hitinn í ofninum er rúmlega 800 gráður. Þeir sem fyrst og fremst áttu hug- myndina að stofnun Raftækja- verksmiðjunnar voru Emil Jóns- son, Sveinbjörn Jónsson og Niku- lás Friðriksson. Hugmynd þeirra var sú að stofna til hlutafélags — þar sem áhugamenn ættu 'A, starfsmenn 'A og ríkissjóður 'A. Þetta varð úr. Áætlaður kostnaður við bygg- ingu verksmiðjuhúss, kaup á vélum og öðrum búnaði var 150.000,- krónur, upphæð hlutafjár var við þetta miðuð. En það var ekki átakalaust að Hér er Halldór Sigurðsson, sem hefur umsjón með smíði hurða og glugga úr áli. Á myndinni sést einnig dæmigerð hurð frá Rafha. hóf RAFHA framleiðslu á eldhús- viftum. Af þessu má sjá að RAFHA hefur frá upphafi verið hafnfirsku atvinnulífi mikil lyftistöng og íslenskum iðnaði til sóma, og verður það vonandi áfram um langa framtíð. Magnús Snæbjörnsson, tæknifræðingur, gekk með okkur um fyrirtækið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Með honum á myndinni er Oddný Þórisdóttir, tækniteiknari. Það er sagt að iðnaðurinn verði að taka við stærstum hluta þess vinnu- afls sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á næstu árum. Það ætti því að vera öllum Ijóst hve mikilvægt er að gera iðnaðarfyrirtækjum kleift að takast á við þetta verkefni. Því miður hefur skilningur yfirvalda oft verið í lágmarki og raunar kraftaverki líkt hvernig iðnaðarfyrirtæki hafa getað starfað þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Raftækjaverksmiðjan er gott dæmi um það hvernig gömlu fyrirtæki hefur tekist að aðlaga sig að breyttum tímum. Ljósmyndari Fjarðarfrétta lagði leið sína upp í Rafha og tók nokkrar myndir sem sýna brot af starfsemi fyrirtækisins í dag. Þessum myndum fylgir síðan stutt ágrip af sögu Raftækjaverksmiðjunnar, sem í nær hálfa öld hefur verið stolt hafnfirsks iðnaðar. Er hér í aðalatriðum stuðst við upplýsingar frá Guðmundi Árnasyni, stjórnarformanni Rafha og Ingva Ingasyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eiríkur Skarphéðinsson, skrif- stofustjóri fyrirtækisins. Jónsson, byggingarmeistari, Ásgeir G. Stefánsson framkv.stj. og Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri. Þá má ekki gleyma því góða starfsfólki, sem unnið hefur af trú- mennsku og tryggð við fyrirtækið og lagt sig fram um að framleiða góða vöru — og þá ekki hvað síst að RAFHA hefur haft atorkusama og framsýna framkvæmdastjóra — en þeir hafa verið tveir — þeir Axel Kristjánsson og Ingvi Ingason. Axel starfaði frá 1939 til dauðadags 1979, en þá tók Ingvi við. Það hefur að sjálfsögðu gengið á ýmsu á þessum starfsferli fyrirtæk- isins — það hafa skipst á skin og skúrir eins oe eeneur. en ávallt Sveinn Ingvarsson hóf störf í Rafha árið 1950 og er því í góðum hópi með þeim Kjartani Elíassyni og Jóni Finnbogasyni, sem á reyndar lengstan starfsferil að baki í Rafha. Sveinn er yfirmaður á lager. Með honum á myndinni er Hallbjörn Bergmann. Jónsson, þá ákvörðun að nýta heimild Alþingis og láta ríkissjóð kaupa 'A hlutafjárins. Þar með var hnúturinn leystur. Enn í dag á ríkis- sjóður 'A hlutafjárins — en hins- vegar er hlutur starfsmanna orðinn sára lítill. Að þetta fyrirtæki skuli vera til í dag ber því fyrst og fremst að þakka brautryðjendunum, þeirri stjórn, sem lagði grundvöllinn og þeim aðilum, sem studdu við bakið á þeim — en í fyrstu stjórninni áttu sæti þeir Emil Jónsson, fyrrv. utanríkisráðherra, Bjarni Snæ- björnsson læknir, Sveinbjörn Fyrirtækið var stofnað 29. októ- ber 1936. Segja má að það hafi verið tvennt sem olli því að Raf- tækjaverksmiðjan var stofnuð. Annað var það að á árunum eftir 1930 ríkti mikið kreppuástand og atvinnuleysi í landinu — og hitt var það að um þetta leyti var væntanleg raforka frá fyrstu stórvirkjuninni. Frumkvæðið að stofnun RAFHA áttu nokkrir framsýnir hugsjóna- og athafnamenn, sem annarsvegar höfðu áhuga á að leggja sitt að mörkum til þess að bæta atvinnu- ástandið — og hinsvegar að skapa möguleika til þess að nýta þá raf- orku, sem tiltæk yrði þegar Sogs- stöðin tæki til starfa. Þeir trúðu því að hægt væri að stofna til verk- smiðjuiðnaðar í sambandi við framleiðslu á raftækjum og þá sérstaklega rafmagnseldavélum. Þetta tókst fyrir það hvernig að undirbúningi og stofnun fyrir- tækisins var staðið. Leitað var strax í upphafi eftir leiðsögn og reynslu svipaðs fyrirtækis úti í Noregi og með því komist hjá miklum byrjunarörðugleikum — nú og svo fyrir það að stjórnvöld litu íslenskan smáiðnað öðrum augum en gert hefur verið á seinni tímum. koma verksmiðjunni á laggirnar. Aðallega var við vantrú manna að glíma. Svo til allir sérfræðingar og aðilar, sem leitað var álits hjá — lýstu hinni mestu vantrú á rekstri slíks fyrirtækis og töldu að enginn rekstrargrundvöllur væri fyrir hendi. Eins og ástatt var þá í fjármálum manna almennt var næstum óhugs- andi að afla nægjanlegs hlutafjár á skömmum tíma nema ríkissjóður kæmi til. Emil Jónsson fékk samþykkta á Alþingi heimild til að veita 50 þúsund krónur úr ríkis- sjóði til að stofna slíka verksmiðju. Þegar leitað var til fjármálaráð- herra eftir framlagi þessu, leitaði hann að sjálfsögðu eftir áliti sér- fræðinga sinna, sem ekki hikuðu með svarið. Þeir sögðu að fyrir- tækið væri bæði tæknilega og fjár- hagslega andvana fætt — og lögðu eindregið til að fé þetta yrði ekki veitt úr ríkissjóði. En þrátt fyrir álit sérfræðinganna tók þáverandi fjár- málaráðherra, sem var Eysteinn - . Kjartan Elíasson er meðal „elstu“ starfsmanna fyrirtæksins, hóf störf um 1950. Hann er verkstjóri í málningadeild. Með honum á myndinni er írskur starfsmðuar, Eugene McCarthy. hefur tekist að sigrast á erfiðleik- unum og laga starfsemina að aðstæðum hverju sinni. í verksmiðjunni hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á fram- leiðslu eldavéla. Á tímabili var framleiðslan all fjölþætt t.d. voru framleiddar frystikistur, kæliskáp- ar, þilofnar, þvottavélar, spennu- breytar stórir og smáir o.fl. o.fl. — En vegna þess ástands, sem skapað- ist við EFTA-aðildina, þegar tollar af þessum vörum stórlækkuðu, varð RAFHA vegna lélegrar sam- keppnisaðstöðu — að hætta þessari framleiðslu í bili og hefur í staðinn flutt hluta af þessum tækjum inn frá útlöndum — en eldavélafram- leiðslunni hefur stöðugt verið haldið áfram. Á undanförnum árum hefur verið unnið sleitulaust að ýmis- konar endurskipulagningu til þess að bæta samkeppnisaðstöðuna. —

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.